Hefur ýmislegt að athuga við uppáskrift stórra morfínskammta til fíknisjúklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2022 06:41 Landlæknir hefur boðað Árna Tómas á sinn fund í dag. Vísir/Vilhelm Landlæknir hefur ýmislegt við þá aðferðafræði að athuga sem Árni Tómas Ragnarsson læknir lýsti í aðsendri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Þar greindi hann frá því að hann og fleiri læknar hefðu skrifað upp á stóra skammta af morfíni fyrir langt leidda fíknisjúklinga. Vísir fjallaði um málið á föstudag og ræddi meðal annars við yfirækni hjá SÁÁ og deildarstjóra hjá Rauða krossinum, sem sögðu svokallaða „viðhaldsmeðferð“ geta verið árangursríka en að mikilvægt væri að umgjörðin væri vönduð og eftirlit viðhaft. Í grein sinni, sem birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember síðastliðinn, sagði Árni meðal annars: „Ég og nokkrir aðrir læknar tókum upp samstarf við Frú Ragnheiði og fengum ábendingar um það hverjir væru mest veikir og vel treystandi. Við fórum því að skrifa út lyfseðla með stórum skömmtum af morfíni, sem fíklarnir gátu sótt í apótek, einn dagskammt í einu af hreinu efni í stöðluðum styrkleika. Þetta hefur verið hálfgert feimnismál, en það hefur verið sannfæring okkar að með þessu séum við að minnka skaðann fyrir þessa skjólstæðinga okkar – rétt eins og fyrir aðra.“ Fréttastofa leitaði meðal annars viðbragða hjá formanni Læknafélags Íslands, sem sagðist ekki hafa heyrt af aðferðum Árna og félaga. Mikilvægt að sýna mannúð en meðferð þarf að lúta faglegum kröfum Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á landlæknisembættið og spurði meðal annars að því hvort vinnulag læknanna samræmdist þeim reglum sem læknar þyrftu að fara eftir. „Þessi meðferð sem læknirinn vísar til í greininni, þ.e. notkun morfíns í háum skömmtum, við læknisfræðilega meðferð ópíóíðafíknar er ekki byggð á bestu þekkingu. Þau lyf sem eru notuð og skilgreind af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru lyfin búprenorfín og metadon. Ávísun morfíns í þessum tilgangi er ekki í samræmi við ábendingar um notkun og hvað þá ef verið er að ávísa töflum til gjafar í æð eins og ætla má af lestri greinarinnar. Í slíkum tilvikum er ekki hægt að tryggja að um skaðaminnkun sé að ræða, slík meðferð getur valdið skaða. Það er afar mikilvægt að sýna mannúð og samkennd og má lesa hvorutveggja úr greininni en meðferð þarf ætíð að fara að faglegum kröfum, m.a. varðandi umgjörð og bestu þekkingu,“ sagði í svari landlæknis. Þá sagðist landlæknir hafa ýmislegt við þetta að athuga og að ástæða væri til að skoða málið. Árni Tómas hefur síðan þá greint frá því að hann hafi verið boðaður á fund landlæknis í dag. Þess ber að geta að í grein sinni kallaði læknirinn sjálfur eftir umgjörð frá landlækni. Fréttastofa spurði því landlæknisembættið hvort það kæmi til greina. „Það eru skilgreindar heilbrigðisstofnanir á Íslandi sem sinna fíknimeðferð og fer best á að þeirri meðferð sé sinnt af teymi með sérþekkingu á því sviði. Annars er það ekki landlæknir sem skipuleggur heilbrigðisþjónustu heldur heilbrigðisráðuneytið. Sérfræðingar embættis landlæknis hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að móta heildræna stefnu í málaflokknum. Embættið hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að annað hvort verði Stefna í áfengis- og vímuvörnum sem rann út 2020, uppfærð eða gerð ný stefna,“ sagði í svörum embættisins. „Þá hefur embættið lagt til til að skipaður verði hópur sérfræðinga sem fer á víðtækan hátt yfir málaflokkinn og skili af sér tillögum að heildrænni nálgun þar sem fram kemur ítarleg aðgerðaáætlun sem tekur til allra þátta vímuefnavandans; forvörnum, meðferð og samfélagslegum þáttum. Embætti landlæknis hefur einnig rætt við heilbrigðisráðuneytið um að sett verði reglugerð um meðferð ópíóíðafíknar, að norskri fyrirmynd.“ Heilbrigðismál Fíkn Lyf Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Vísir fjallaði um málið á föstudag og ræddi meðal annars við yfirækni hjá SÁÁ og deildarstjóra hjá Rauða krossinum, sem sögðu svokallaða „viðhaldsmeðferð“ geta verið árangursríka en að mikilvægt væri að umgjörðin væri vönduð og eftirlit viðhaft. Í grein sinni, sem birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember síðastliðinn, sagði Árni meðal annars: „Ég og nokkrir aðrir læknar tókum upp samstarf við Frú Ragnheiði og fengum ábendingar um það hverjir væru mest veikir og vel treystandi. Við fórum því að skrifa út lyfseðla með stórum skömmtum af morfíni, sem fíklarnir gátu sótt í apótek, einn dagskammt í einu af hreinu efni í stöðluðum styrkleika. Þetta hefur verið hálfgert feimnismál, en það hefur verið sannfæring okkar að með þessu séum við að minnka skaðann fyrir þessa skjólstæðinga okkar – rétt eins og fyrir aðra.“ Fréttastofa leitaði meðal annars viðbragða hjá formanni Læknafélags Íslands, sem sagðist ekki hafa heyrt af aðferðum Árna og félaga. Mikilvægt að sýna mannúð en meðferð þarf að lúta faglegum kröfum Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á landlæknisembættið og spurði meðal annars að því hvort vinnulag læknanna samræmdist þeim reglum sem læknar þyrftu að fara eftir. „Þessi meðferð sem læknirinn vísar til í greininni, þ.e. notkun morfíns í háum skömmtum, við læknisfræðilega meðferð ópíóíðafíknar er ekki byggð á bestu þekkingu. Þau lyf sem eru notuð og skilgreind af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru lyfin búprenorfín og metadon. Ávísun morfíns í þessum tilgangi er ekki í samræmi við ábendingar um notkun og hvað þá ef verið er að ávísa töflum til gjafar í æð eins og ætla má af lestri greinarinnar. Í slíkum tilvikum er ekki hægt að tryggja að um skaðaminnkun sé að ræða, slík meðferð getur valdið skaða. Það er afar mikilvægt að sýna mannúð og samkennd og má lesa hvorutveggja úr greininni en meðferð þarf ætíð að fara að faglegum kröfum, m.a. varðandi umgjörð og bestu þekkingu,“ sagði í svari landlæknis. Þá sagðist landlæknir hafa ýmislegt við þetta að athuga og að ástæða væri til að skoða málið. Árni Tómas hefur síðan þá greint frá því að hann hafi verið boðaður á fund landlæknis í dag. Þess ber að geta að í grein sinni kallaði læknirinn sjálfur eftir umgjörð frá landlækni. Fréttastofa spurði því landlæknisembættið hvort það kæmi til greina. „Það eru skilgreindar heilbrigðisstofnanir á Íslandi sem sinna fíknimeðferð og fer best á að þeirri meðferð sé sinnt af teymi með sérþekkingu á því sviði. Annars er það ekki landlæknir sem skipuleggur heilbrigðisþjónustu heldur heilbrigðisráðuneytið. Sérfræðingar embættis landlæknis hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að móta heildræna stefnu í málaflokknum. Embættið hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að annað hvort verði Stefna í áfengis- og vímuvörnum sem rann út 2020, uppfærð eða gerð ný stefna,“ sagði í svörum embættisins. „Þá hefur embættið lagt til til að skipaður verði hópur sérfræðinga sem fer á víðtækan hátt yfir málaflokkinn og skili af sér tillögum að heildrænni nálgun þar sem fram kemur ítarleg aðgerðaáætlun sem tekur til allra þátta vímuefnavandans; forvörnum, meðferð og samfélagslegum þáttum. Embætti landlæknis hefur einnig rætt við heilbrigðisráðuneytið um að sett verði reglugerð um meðferð ópíóíðafíknar, að norskri fyrirmynd.“
Heilbrigðismál Fíkn Lyf Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira