Hefur ýmislegt að athuga við uppáskrift stórra morfínskammta til fíknisjúklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2022 06:41 Landlæknir hefur boðað Árna Tómas á sinn fund í dag. Vísir/Vilhelm Landlæknir hefur ýmislegt við þá aðferðafræði að athuga sem Árni Tómas Ragnarsson læknir lýsti í aðsendri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Þar greindi hann frá því að hann og fleiri læknar hefðu skrifað upp á stóra skammta af morfíni fyrir langt leidda fíknisjúklinga. Vísir fjallaði um málið á föstudag og ræddi meðal annars við yfirækni hjá SÁÁ og deildarstjóra hjá Rauða krossinum, sem sögðu svokallaða „viðhaldsmeðferð“ geta verið árangursríka en að mikilvægt væri að umgjörðin væri vönduð og eftirlit viðhaft. Í grein sinni, sem birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember síðastliðinn, sagði Árni meðal annars: „Ég og nokkrir aðrir læknar tókum upp samstarf við Frú Ragnheiði og fengum ábendingar um það hverjir væru mest veikir og vel treystandi. Við fórum því að skrifa út lyfseðla með stórum skömmtum af morfíni, sem fíklarnir gátu sótt í apótek, einn dagskammt í einu af hreinu efni í stöðluðum styrkleika. Þetta hefur verið hálfgert feimnismál, en það hefur verið sannfæring okkar að með þessu séum við að minnka skaðann fyrir þessa skjólstæðinga okkar – rétt eins og fyrir aðra.“ Fréttastofa leitaði meðal annars viðbragða hjá formanni Læknafélags Íslands, sem sagðist ekki hafa heyrt af aðferðum Árna og félaga. Mikilvægt að sýna mannúð en meðferð þarf að lúta faglegum kröfum Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á landlæknisembættið og spurði meðal annars að því hvort vinnulag læknanna samræmdist þeim reglum sem læknar þyrftu að fara eftir. „Þessi meðferð sem læknirinn vísar til í greininni, þ.e. notkun morfíns í háum skömmtum, við læknisfræðilega meðferð ópíóíðafíknar er ekki byggð á bestu þekkingu. Þau lyf sem eru notuð og skilgreind af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru lyfin búprenorfín og metadon. Ávísun morfíns í þessum tilgangi er ekki í samræmi við ábendingar um notkun og hvað þá ef verið er að ávísa töflum til gjafar í æð eins og ætla má af lestri greinarinnar. Í slíkum tilvikum er ekki hægt að tryggja að um skaðaminnkun sé að ræða, slík meðferð getur valdið skaða. Það er afar mikilvægt að sýna mannúð og samkennd og má lesa hvorutveggja úr greininni en meðferð þarf ætíð að fara að faglegum kröfum, m.a. varðandi umgjörð og bestu þekkingu,“ sagði í svari landlæknis. Þá sagðist landlæknir hafa ýmislegt við þetta að athuga og að ástæða væri til að skoða málið. Árni Tómas hefur síðan þá greint frá því að hann hafi verið boðaður á fund landlæknis í dag. Þess ber að geta að í grein sinni kallaði læknirinn sjálfur eftir umgjörð frá landlækni. Fréttastofa spurði því landlæknisembættið hvort það kæmi til greina. „Það eru skilgreindar heilbrigðisstofnanir á Íslandi sem sinna fíknimeðferð og fer best á að þeirri meðferð sé sinnt af teymi með sérþekkingu á því sviði. Annars er það ekki landlæknir sem skipuleggur heilbrigðisþjónustu heldur heilbrigðisráðuneytið. Sérfræðingar embættis landlæknis hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að móta heildræna stefnu í málaflokknum. Embættið hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að annað hvort verði Stefna í áfengis- og vímuvörnum sem rann út 2020, uppfærð eða gerð ný stefna,“ sagði í svörum embættisins. „Þá hefur embættið lagt til til að skipaður verði hópur sérfræðinga sem fer á víðtækan hátt yfir málaflokkinn og skili af sér tillögum að heildrænni nálgun þar sem fram kemur ítarleg aðgerðaáætlun sem tekur til allra þátta vímuefnavandans; forvörnum, meðferð og samfélagslegum þáttum. Embætti landlæknis hefur einnig rætt við heilbrigðisráðuneytið um að sett verði reglugerð um meðferð ópíóíðafíknar, að norskri fyrirmynd.“ Heilbrigðismál Fíkn Lyf Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Vísir fjallaði um málið á föstudag og ræddi meðal annars við yfirækni hjá SÁÁ og deildarstjóra hjá Rauða krossinum, sem sögðu svokallaða „viðhaldsmeðferð“ geta verið árangursríka en að mikilvægt væri að umgjörðin væri vönduð og eftirlit viðhaft. Í grein sinni, sem birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember síðastliðinn, sagði Árni meðal annars: „Ég og nokkrir aðrir læknar tókum upp samstarf við Frú Ragnheiði og fengum ábendingar um það hverjir væru mest veikir og vel treystandi. Við fórum því að skrifa út lyfseðla með stórum skömmtum af morfíni, sem fíklarnir gátu sótt í apótek, einn dagskammt í einu af hreinu efni í stöðluðum styrkleika. Þetta hefur verið hálfgert feimnismál, en það hefur verið sannfæring okkar að með þessu séum við að minnka skaðann fyrir þessa skjólstæðinga okkar – rétt eins og fyrir aðra.“ Fréttastofa leitaði meðal annars viðbragða hjá formanni Læknafélags Íslands, sem sagðist ekki hafa heyrt af aðferðum Árna og félaga. Mikilvægt að sýna mannúð en meðferð þarf að lúta faglegum kröfum Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á landlæknisembættið og spurði meðal annars að því hvort vinnulag læknanna samræmdist þeim reglum sem læknar þyrftu að fara eftir. „Þessi meðferð sem læknirinn vísar til í greininni, þ.e. notkun morfíns í háum skömmtum, við læknisfræðilega meðferð ópíóíðafíknar er ekki byggð á bestu þekkingu. Þau lyf sem eru notuð og skilgreind af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru lyfin búprenorfín og metadon. Ávísun morfíns í þessum tilgangi er ekki í samræmi við ábendingar um notkun og hvað þá ef verið er að ávísa töflum til gjafar í æð eins og ætla má af lestri greinarinnar. Í slíkum tilvikum er ekki hægt að tryggja að um skaðaminnkun sé að ræða, slík meðferð getur valdið skaða. Það er afar mikilvægt að sýna mannúð og samkennd og má lesa hvorutveggja úr greininni en meðferð þarf ætíð að fara að faglegum kröfum, m.a. varðandi umgjörð og bestu þekkingu,“ sagði í svari landlæknis. Þá sagðist landlæknir hafa ýmislegt við þetta að athuga og að ástæða væri til að skoða málið. Árni Tómas hefur síðan þá greint frá því að hann hafi verið boðaður á fund landlæknis í dag. Þess ber að geta að í grein sinni kallaði læknirinn sjálfur eftir umgjörð frá landlækni. Fréttastofa spurði því landlæknisembættið hvort það kæmi til greina. „Það eru skilgreindar heilbrigðisstofnanir á Íslandi sem sinna fíknimeðferð og fer best á að þeirri meðferð sé sinnt af teymi með sérþekkingu á því sviði. Annars er það ekki landlæknir sem skipuleggur heilbrigðisþjónustu heldur heilbrigðisráðuneytið. Sérfræðingar embættis landlæknis hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að móta heildræna stefnu í málaflokknum. Embættið hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að annað hvort verði Stefna í áfengis- og vímuvörnum sem rann út 2020, uppfærð eða gerð ný stefna,“ sagði í svörum embættisins. „Þá hefur embættið lagt til til að skipaður verði hópur sérfræðinga sem fer á víðtækan hátt yfir málaflokkinn og skili af sér tillögum að heildrænni nálgun þar sem fram kemur ítarleg aðgerðaáætlun sem tekur til allra þátta vímuefnavandans; forvörnum, meðferð og samfélagslegum þáttum. Embætti landlæknis hefur einnig rætt við heilbrigðisráðuneytið um að sett verði reglugerð um meðferð ópíóíðafíknar, að norskri fyrirmynd.“
Heilbrigðismál Fíkn Lyf Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira