Eftirförin endaði á Klambratúni þar sem viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Bæði meintur gerandi og hinn loðni félagi hans voru fluttir á lögreglustöð, þar sem síðarnefndi beið í búri á meðan fyrrnefndi undirritaði leitarheimild.
Lögregla lagði síðan í húsleit ásamt hundinum og eiganda hans en við leitina fannst lítið magn af ætluðum fíkniefnum. Voru efnin haldlögð og skýrsla rituð um málið.
Í gærkvöldi og nótt bárust einnig þrjár tilkynningar um líkamsárásir en meiðsl virðast hafa verið lítil. Í einu tilvikinu var meintur gerandi farinn af vettvangi en árásarþoli var verulega ölvaður og dónalegur í samskiptum við lögreglu.