Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið Jón Már Ferro skrifar 6. nóvember 2022 19:41 Carlos Martin Santin er þjálfari Harðar. Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu. Að mati Carlosar var leikurinn skemmtilegur fyrir áhorfendur. Mestan hluta leiks var eins og FH-ingar væru að bíða eftir að leikurinn væri búinn en Harðverjar reyndu og reyndu en gæðin voru ekki næg hjá gestunum. „Frábær leikur fyrir áhorfendur. Þetta var hraður leikur og mikið af mörkum. Eitthvað um misstök eðlilega, þetta var flott fyrir áhorfendur en kannski ekki fyrir okkur.“ Oft á tíðum voru ákvarðanir Harðverja hræðilegar þrátt fyrir góðar stöður sóknarlega. Ef FH tapaði boltanum gerðu Harðverjar það oftar en ekki í hraðaupplaupinu í kjölfarið. „Við þurfum að bæta ákvarðanatökur. Oft í leiknum tókum við ekki réttar ákvarðanir. Það varð okkur að falli. Við lendum undir, komum til baka, lendum undir og komum aftur til baka. Þegar við vorum að koma til baka vorum við að fá tveggja mínútna brottvísanir sem gerðu út af við okkur. Við spiluðum vel, hefði getað verið betra en hamingjuóskir til FH. Þeir spiluðu vel en við þurfum að bæta okkur. Við erum með marga unga leikmenn og þeir verða að skilja hvernig þeir eiga að spila.“ Hörður var tvisvar í leiknum tveimur mönnum fleiri inni á vellinum en nýttu það einstaklega illa. Þeir köstuðu boltanum til FH-inga trekk í trekk og voru sjálfum sér verstir. „Þeir létu þetta líta út fyrir að vera auðvelt og það var allt erfiðara fyrir okkur. Við þurfum að bæta hjá okkur spilamennskuna. Vonandi gerist það á sunnudaginn á móti Fram. Við þurfum að horfa aftur á leikinn og læra af mistökunum. Vonandi náum við í okkar fyrstu tvö stig á sunnudag. Við þurfum að vaxa mikið, því við erum nýtt lið í þessari deild. Það er fullt af góðum leikmönnum og mikið af stórum liðum. Við þurfum að skilja að við erum litla liðið.“ Olís-deild karla FH Hörður Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: FH-Hörður 36-31 | FH upp í fjórða sætið FH lyfti sér upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar í handknattleik eftir fimm marka sigur á Herði frá Ísafirði í dag. Lokatölur 36-31 en sigurinn er sá fjórði í röð hjá FH-ingum. 6. nóvember 2022 18:40 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Að mati Carlosar var leikurinn skemmtilegur fyrir áhorfendur. Mestan hluta leiks var eins og FH-ingar væru að bíða eftir að leikurinn væri búinn en Harðverjar reyndu og reyndu en gæðin voru ekki næg hjá gestunum. „Frábær leikur fyrir áhorfendur. Þetta var hraður leikur og mikið af mörkum. Eitthvað um misstök eðlilega, þetta var flott fyrir áhorfendur en kannski ekki fyrir okkur.“ Oft á tíðum voru ákvarðanir Harðverja hræðilegar þrátt fyrir góðar stöður sóknarlega. Ef FH tapaði boltanum gerðu Harðverjar það oftar en ekki í hraðaupplaupinu í kjölfarið. „Við þurfum að bæta ákvarðanatökur. Oft í leiknum tókum við ekki réttar ákvarðanir. Það varð okkur að falli. Við lendum undir, komum til baka, lendum undir og komum aftur til baka. Þegar við vorum að koma til baka vorum við að fá tveggja mínútna brottvísanir sem gerðu út af við okkur. Við spiluðum vel, hefði getað verið betra en hamingjuóskir til FH. Þeir spiluðu vel en við þurfum að bæta okkur. Við erum með marga unga leikmenn og þeir verða að skilja hvernig þeir eiga að spila.“ Hörður var tvisvar í leiknum tveimur mönnum fleiri inni á vellinum en nýttu það einstaklega illa. Þeir köstuðu boltanum til FH-inga trekk í trekk og voru sjálfum sér verstir. „Þeir létu þetta líta út fyrir að vera auðvelt og það var allt erfiðara fyrir okkur. Við þurfum að bæta hjá okkur spilamennskuna. Vonandi gerist það á sunnudaginn á móti Fram. Við þurfum að horfa aftur á leikinn og læra af mistökunum. Vonandi náum við í okkar fyrstu tvö stig á sunnudag. Við þurfum að vaxa mikið, því við erum nýtt lið í þessari deild. Það er fullt af góðum leikmönnum og mikið af stórum liðum. Við þurfum að skilja að við erum litla liðið.“
Olís-deild karla FH Hörður Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: FH-Hörður 36-31 | FH upp í fjórða sætið FH lyfti sér upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar í handknattleik eftir fimm marka sigur á Herði frá Ísafirði í dag. Lokatölur 36-31 en sigurinn er sá fjórði í röð hjá FH-ingum. 6. nóvember 2022 18:40 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: FH-Hörður 36-31 | FH upp í fjórða sætið FH lyfti sér upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar í handknattleik eftir fimm marka sigur á Herði frá Ísafirði í dag. Lokatölur 36-31 en sigurinn er sá fjórði í röð hjá FH-ingum. 6. nóvember 2022 18:40