Þó Messi hafi hvergi verið sjáanlegur í dag þá voru Kylian Mbappé, Neymar, Marco Veratti og fleiri í byrjunarliði PSG. Það var ljóst að Parísarliðið þyrfti að gefa allt í leikinn en Lorient hefur komið á óvart í upphafi tímabils.
Neymar kom sínum mönnum yfir á níundi mínútu leiksins en það var eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari jafnaði Terem Moffi metin fyrir heimamenn og var staðan jöfn allt þangað til á 81. mínútu leiksins. Pereira skallaði þá hornspyrnu Neymar í netið og tryggði Frakklandsmeisturum PSG dýrmætan 2-1 sigur.
PSG er komið með fimm stiga forystu á Lens á toppi deildarinnar, meistararnir með 38 stig á meðan Lens er með 33 stig. Lorient er í 4. sæti með 27 stig.