Varamaðurinn Bale hetjan þegar Los Angeles FC varð MLS meistari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 13:30 Gareth Bale skoraði ótrúlegt jöfnunarmark í nótt. Los Angeles FC Los Angeles FC er MLS meistari eftir hádramatískan sigur á Philadelphia Union eftir vítaspyrnukeppni. Gareth Bale kom inn af bekknum og jafnaði metin í 3-3 á 128. mínútu leiksins. Markið má sjá hér að neðan. Los Angeles FC var sigurstranglegra fyrir leik enda liðið verið nær óstöðvandi það sem af er leiktíð. Vængmaðurinn knái Gareth Bale hefur verið að glíma við meiðsli og var á bekknum í nótt. Hinn 38 ára gamli miðvörður Giorgio Chiellini var líka á bekknum en það virtist ekki ætla að koma að sök þar sem Kellyn Acosta kom Los Angeles yfir eftir tæpan hálftíma. Banc Shot. #ForLosAngeles pic.twitter.com/j4ORc0Fgz7— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Daniel Gazdag jafnaði metin fyrir Philadelphia áður en Carlos Vela gaf á Jesus Murillo og Los Angeles var 2-1 yfir þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Union létu það ekkert á sig fá og hafði Jack Elliott jafnað metin aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan 2-2 þegar flautað var til loka venjulega leiktíma og því þurfti að framlengja. MURI MAGIC. #LAFC 2 - 1 @PhilaUnion pic.twitter.com/9kWnprBR7A— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Þar jókst dramatíkin en Maxime Crepeau, markvörður Los Angeles var rekinn af velli þegar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni. Mikið var um tafir og uppbótartíminn gríðarlegur. Þegar 124 mínútur voru komnar á klukkuna skoraði Elliott sitt annað mark í leiknum og virtist vera að tryggja Union sigur í MLS deildinni. HE'S GARETH ******* BALE. #ForLosAngeles pic.twitter.com/yqqi67RSdz— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 128' The latest goal in @MLS history. THIS CLUB DOES NOT QUIT. pic.twitter.com/ELXEyMyhJa— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Bale hélt nú aldeilis ekki og stangaði fyrirgjöf Diego Palacios í netið á 128. mínútu og staðan orðin 3-3. Stuttu eftir það lauk framlengingunni loks og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndust leikmenn Los Angeles mun sterkari en Union skoraði ekki úr einni af þremur spyrnum sínum. Los Angeles FC er því MLS meistari eftir hádramatískan úrslitaleik. MLS CUP CHAMPIONS! @LAFC pic.twitter.com/Ic0HjuhDPl— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022 @LAFC #Champions pic.twitter.com/tYcNdT2u9S— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022 Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Los Angeles FC var sigurstranglegra fyrir leik enda liðið verið nær óstöðvandi það sem af er leiktíð. Vængmaðurinn knái Gareth Bale hefur verið að glíma við meiðsli og var á bekknum í nótt. Hinn 38 ára gamli miðvörður Giorgio Chiellini var líka á bekknum en það virtist ekki ætla að koma að sök þar sem Kellyn Acosta kom Los Angeles yfir eftir tæpan hálftíma. Banc Shot. #ForLosAngeles pic.twitter.com/j4ORc0Fgz7— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Daniel Gazdag jafnaði metin fyrir Philadelphia áður en Carlos Vela gaf á Jesus Murillo og Los Angeles var 2-1 yfir þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Union létu það ekkert á sig fá og hafði Jack Elliott jafnað metin aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan 2-2 þegar flautað var til loka venjulega leiktíma og því þurfti að framlengja. MURI MAGIC. #LAFC 2 - 1 @PhilaUnion pic.twitter.com/9kWnprBR7A— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Þar jókst dramatíkin en Maxime Crepeau, markvörður Los Angeles var rekinn af velli þegar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni. Mikið var um tafir og uppbótartíminn gríðarlegur. Þegar 124 mínútur voru komnar á klukkuna skoraði Elliott sitt annað mark í leiknum og virtist vera að tryggja Union sigur í MLS deildinni. HE'S GARETH ******* BALE. #ForLosAngeles pic.twitter.com/yqqi67RSdz— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 128' The latest goal in @MLS history. THIS CLUB DOES NOT QUIT. pic.twitter.com/ELXEyMyhJa— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Bale hélt nú aldeilis ekki og stangaði fyrirgjöf Diego Palacios í netið á 128. mínútu og staðan orðin 3-3. Stuttu eftir það lauk framlengingunni loks og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndust leikmenn Los Angeles mun sterkari en Union skoraði ekki úr einni af þremur spyrnum sínum. Los Angeles FC er því MLS meistari eftir hádramatískan úrslitaleik. MLS CUP CHAMPIONS! @LAFC pic.twitter.com/Ic0HjuhDPl— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022 @LAFC #Champions pic.twitter.com/tYcNdT2u9S— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira