Fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig í 15.-16.sæti deildarinnar með ellefu stig eftir ellefu leiki en leikurinn í dag fór fram á heimavelli Pisa.
Sigur liðsins var nokkuð öruggur en staðan í hálfleik var 2-0 og Pisa komst síðan í 3-0 rétt um miðbik síðari hálfleiks. Lokatölur 3-1 en með sigrinum lyftir Pisa sér upp í 13.sæti Serie B.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum hjá liði Paris Saint Germain sem tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni í frönsku úrvalsdeildinni.
PSG lenti undir í dag leiknum gegn Montpellier en sneri leiknum sér í vil með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikspásuna. Montpellier tókst hins vegar að jafna undir lokin og lokatölur 2-2.
Parísarliðið er í 2.sæti deildarinnar með sautján stig, einu stigi minna en Lyon sem er efst en á leik til góða. Montpellier er í 4.sæti með ellefu stig.