Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 10:21 Amnesty International saka íslensk stjórnvöld um ómannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem hafa þegar fengið stöðu sína sem flóttamenn viðurkennda í Grikklandi. Vísir/Vilhelm Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. Fimmtán hælisleitendur voruð leitaðir uppi og sendir úr landi til Grikklands í skjóli nætur í vikunni, þar á meðal fatlaður írakskur karlmaður. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmdi að í hópnum hefði verið ungmenni sem kom hingað sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð lögráða. Nú bætist Íslandsdeild Amnesty International í hóp samtaka sem fordæma brottvísanirnar. Í yfirlýsingu sem deildin sendi frá sér í morgun segir að hún hafi ítrekað gagnrýnt brottvísanir til Grikklands og stefnu íslenskra stjórnvalda um að taka ekki til efnislegrar meðferðar mál einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. „Aðbúnaður flóttafólks í Grikklandi hefur verið gagnrýndur af m.a. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Amnesty International. Fjölmargar heimildir, svo sem skýrslur Evrópuráðsins, og mannréttinda- og frjálsra félagasamtaka gefa til kynna að raunverulegar aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu óviðunandi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi fréttaflutnings af brottvísun fatlaðs einstaklings sem glímir við alvarleg veikindi og notast við hjólastól bendir Íslandsdeild Amnesty International á þá alþjóðlegu mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að, meðal annars samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Mannréttindasáttmála Evrópu. „Samkvæmt framangreindum samningum skulu aðildarríki þeirra gera allar ráðstafanir til að vernda fólk, þar á meðal fatlaða einstaklinga, fyrir pyndingum eða annarri grimmilegri, ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu,“ segir Íslandsdeildin. Í hópnum sem var vísað úr landi í vikunni voru tvær írakskar unglingsstúlkur sem hafa stundað nám við Framhaldsskólann í Ármúla. Íslandsdeildin áréttar mikilvægi þess að tekið sé sérstakt tillit til stöðu og þarfa kvenna og stúlkna við mat á umsóknum fólks um alþjóðlega vernd. „Kyn og kyngervi skiptir miklu máli þegar fjallað er um málefni flóttafólks. Það er staðreynd að staða kvenna í neyð og á flótta er sérstaklega viðkvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjölþættri mismunun, svo sem á kynbundinni mismunun og kynferðislegu ofbeldi,“ segir í yfirlýsingunni. Mannréttindi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Fimmtán hælisleitendur voruð leitaðir uppi og sendir úr landi til Grikklands í skjóli nætur í vikunni, þar á meðal fatlaður írakskur karlmaður. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmdi að í hópnum hefði verið ungmenni sem kom hingað sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð lögráða. Nú bætist Íslandsdeild Amnesty International í hóp samtaka sem fordæma brottvísanirnar. Í yfirlýsingu sem deildin sendi frá sér í morgun segir að hún hafi ítrekað gagnrýnt brottvísanir til Grikklands og stefnu íslenskra stjórnvalda um að taka ekki til efnislegrar meðferðar mál einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. „Aðbúnaður flóttafólks í Grikklandi hefur verið gagnrýndur af m.a. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Amnesty International. Fjölmargar heimildir, svo sem skýrslur Evrópuráðsins, og mannréttinda- og frjálsra félagasamtaka gefa til kynna að raunverulegar aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu óviðunandi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi fréttaflutnings af brottvísun fatlaðs einstaklings sem glímir við alvarleg veikindi og notast við hjólastól bendir Íslandsdeild Amnesty International á þá alþjóðlegu mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að, meðal annars samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Mannréttindasáttmála Evrópu. „Samkvæmt framangreindum samningum skulu aðildarríki þeirra gera allar ráðstafanir til að vernda fólk, þar á meðal fatlaða einstaklinga, fyrir pyndingum eða annarri grimmilegri, ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu,“ segir Íslandsdeildin. Í hópnum sem var vísað úr landi í vikunni voru tvær írakskar unglingsstúlkur sem hafa stundað nám við Framhaldsskólann í Ármúla. Íslandsdeildin áréttar mikilvægi þess að tekið sé sérstakt tillit til stöðu og þarfa kvenna og stúlkna við mat á umsóknum fólks um alþjóðlega vernd. „Kyn og kyngervi skiptir miklu máli þegar fjallað er um málefni flóttafólks. Það er staðreynd að staða kvenna í neyð og á flótta er sérstaklega viðkvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjölþættri mismunun, svo sem á kynbundinni mismunun og kynferðislegu ofbeldi,“ segir í yfirlýsingunni.
Mannréttindi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5. nóvember 2022 07:45