Gangast loks við því að útvega Rússum dróna Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 09:10 Leifar þess sem Úkraínuher segir íranskan Shahed-dróna sem var skotinn niður nærri borginni Kúpjansk. AP/Úkraínuher Utanríkisráðherra Írans viðurkenndi í fyrsta skipti í dag að ríkisstjórn hans hefði útvegað Rússum dróna sem hafa verið notaðir í sprengjuárásir í Úkraínu. Hann fullyrðir að drónarnir hafi verið afhentir áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst. Íranskir drónar hafa verið notaðir í sprengjuárásum Rússa á orkuinnviði og óbreytta borgara í Úkraínu á undanförnum vikum. Fram að þessu hafa írönsk stjórnvöld þó neitað því að vopna Rússa í stríðinu. Sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði ásakanir um slíkt „algerlega stoðlausar“ fyrr í þessari viku. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, træddi við fréttamenn í Teheran í morgun. „Við létum Rússa fá takmarkað magn dróna mörgum mánuðum fyrir stríðið í Úkraínu,“ fullyrti ráðherrann, að sögn AP-fréttastofunnar. Írönsk stjórnvöld hefðu ekki vitað af því að drónarnir væru notaðir í Úkraínu og þau væru staðráðin í að stöðva átökin. „Ef Úkraína hefur einhver gögn undir höndum um að Rússland hafi notað íranska dróna í Úkraínu ættu þeir að láta okkur fá þau. Ef það er sannað fyrir okkur að Rússland hafi notað íranska dróna í stríði gegn Úkraínu látum við okkur það ekki í léttu rúmi liggja,“ sagði Amirabdollahian. Bandaríkin og fleiri vestræn ríki sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa krafist þess að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri samtakanna, láti rannsaka hvort að Rússar hafi notað íranska dróna til að ráðast á óbreytta borgara í Úkraínu. Íran Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Íranskir drónar hafa verið notaðir í sprengjuárásum Rússa á orkuinnviði og óbreytta borgara í Úkraínu á undanförnum vikum. Fram að þessu hafa írönsk stjórnvöld þó neitað því að vopna Rússa í stríðinu. Sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði ásakanir um slíkt „algerlega stoðlausar“ fyrr í þessari viku. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, træddi við fréttamenn í Teheran í morgun. „Við létum Rússa fá takmarkað magn dróna mörgum mánuðum fyrir stríðið í Úkraínu,“ fullyrti ráðherrann, að sögn AP-fréttastofunnar. Írönsk stjórnvöld hefðu ekki vitað af því að drónarnir væru notaðir í Úkraínu og þau væru staðráðin í að stöðva átökin. „Ef Úkraína hefur einhver gögn undir höndum um að Rússland hafi notað íranska dróna í Úkraínu ættu þeir að láta okkur fá þau. Ef það er sannað fyrir okkur að Rússland hafi notað íranska dróna í stríði gegn Úkraínu látum við okkur það ekki í léttu rúmi liggja,“ sagði Amirabdollahian. Bandaríkin og fleiri vestræn ríki sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa krafist þess að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri samtakanna, láti rannsaka hvort að Rússar hafi notað íranska dróna til að ráðast á óbreytta borgara í Úkraínu.
Íran Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34
Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17
Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54