Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 4. nóvember 2022 11:49 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir Sigríði Björk ríkislögreglustjóra hafa gert allt eftir bókinni þegar málið kom upp. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, þegar húsleit var gerð á heimili hans í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Undanfarna daga hafa vopnaviðskipti Guðjóns, sem er umsvifamikill vopnasali, verið til umfjöllunar. Minnst þrír menn hafa haldið því fram að hafa keypt hálfsjálfvirka riffla af Guðjóni og einn þeirra var sakfelldur fyrir eign ólöglega vopnsins í Landsrétti. Fram kemur í gögnum málins að lögreglumaðurinn sem sér um skráningu skotvopna á höfuðborgarsvæðinu hafi hvorki skoðað byssuna né óskað eftir upprunavottorði þegar hann skráði hana. Lögreglumaðurinn hafi þannig byggt skráninguna á vitnisburði Guðjóns um að byssan væri lögleg. Þá sagðist maðurinn hafa borgað 1,5 milljón fyrir byssuna í reiðufé en Guðjón sagðist hafa selt hana fyrir 700 þúsund. Hvorki kvittanir né reikningur voru til fyrir viðskiptunum. Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu en lögmenn hafa undanfarna daga furðað sig á að hann hafi ekki verið rannsakaður frekar og látinn hafa réttarstöðu sakbornings. Málið kom upp í Reykjavík þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Embættið sagði sig frá málinu og rannsóknin flutt yfir til lögreglunnar á Vesturlandi. Lögreglan hefur verið sökuð um að hafa hlýft Guðjóni í málinu. „Ég hef engar upplýsingar um að slíkt hafi átt sér stað. Í þessu tilfelli sem kom upp þegar ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þá greindi hún frá tengslum sínum við ráðuneytið, hún sagði sig frá málinu og málið flutt til annars lögreglustjóraembættis,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Ljóst sé að breyta þurfi lögum um vopn. „Sú vinna stendur yfir, eins og ég hef boðað og ég geri ráð fyrir að henni ljúki jafnvel fyrir árslok. Þannig að það verði að sjá breytingar á vopnalöggjöfinni eftir áramót.“ Horfa má á viðtalið við Jón í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Tengdar fréttir Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, þegar húsleit var gerð á heimili hans í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Undanfarna daga hafa vopnaviðskipti Guðjóns, sem er umsvifamikill vopnasali, verið til umfjöllunar. Minnst þrír menn hafa haldið því fram að hafa keypt hálfsjálfvirka riffla af Guðjóni og einn þeirra var sakfelldur fyrir eign ólöglega vopnsins í Landsrétti. Fram kemur í gögnum málins að lögreglumaðurinn sem sér um skráningu skotvopna á höfuðborgarsvæðinu hafi hvorki skoðað byssuna né óskað eftir upprunavottorði þegar hann skráði hana. Lögreglumaðurinn hafi þannig byggt skráninguna á vitnisburði Guðjóns um að byssan væri lögleg. Þá sagðist maðurinn hafa borgað 1,5 milljón fyrir byssuna í reiðufé en Guðjón sagðist hafa selt hana fyrir 700 þúsund. Hvorki kvittanir né reikningur voru til fyrir viðskiptunum. Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu en lögmenn hafa undanfarna daga furðað sig á að hann hafi ekki verið rannsakaður frekar og látinn hafa réttarstöðu sakbornings. Málið kom upp í Reykjavík þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Embættið sagði sig frá málinu og rannsóknin flutt yfir til lögreglunnar á Vesturlandi. Lögreglan hefur verið sökuð um að hafa hlýft Guðjóni í málinu. „Ég hef engar upplýsingar um að slíkt hafi átt sér stað. Í þessu tilfelli sem kom upp þegar ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þá greindi hún frá tengslum sínum við ráðuneytið, hún sagði sig frá málinu og málið flutt til annars lögreglustjóraembættis,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Ljóst sé að breyta þurfi lögum um vopn. „Sú vinna stendur yfir, eins og ég hef boðað og ég geri ráð fyrir að henni ljúki jafnvel fyrir árslok. Þannig að það verði að sjá breytingar á vopnalöggjöfinni eftir áramót.“ Horfa má á viðtalið við Jón í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Tengdar fréttir Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19
„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06
„Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09