Segir marga sakna Messi því það fylgist svo fáir með franska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 13:00 Lionel Messi spilar með Paris Saint Germain en flestir sjá hann bara í Meistaradeildinni. Getty/Marcio Machado Forseti spænsku deildarinnar er einn af þeim sem talar fyrir endurkomu Lionel Messi í lið Barcelona. Messi átti magnaðan feril með Barcelona en yfirgaf félagið mjög óvænt í ágúst 2021 þegar Barcelona var í það miklum fjárhagsvandræðum að félagið átti ekki fyrir samningi við sinn besta leikmann. Messi samdi þess í stað við franska félagið Paris Saint Germain og eftir erfiðleika á fyrsta tímabili hefur Argentínumaðurinn farið á kostum á þessu tímabili. La Liga president Javier Tebas has claimed that Paris Saint-Germain (PSG) star Lionel Messi has lost the spotlight in the eyes of his fans since leaving Barcelona last summer. https://t.co/rARpmOk6fh— Sportskeeda Football (@skworldfootball) November 2, 2022 Barcelona hefur verið í miklum vandræðum án Messi og missti af útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar bæði árin „Ég tel að það sé ekki bara La Liga sem saknar Messi heldur allur fótboltaheimurinn því franska deildin er eins og hún er ekki satt. Ég þekki engan sem er að horfa á leiki PSG við Nantes,“ sagði hinn umdeildi Javier Tebas, foreti La Liga. Hann var ekki hættur að skjóta á frönsku deildina og talaði um eins og Messi sé falinn fyrir heiminum með því að spila í Frakklandi. „Þannig er það. Þótt að hann sé hjá PSG þá er fylgst miklu minna með honum en þegar hann var hjá Barcelona. Við skulum vona að hann eigi frábæra heimsmeistarakeppni af því að þá munum við fá tækifæri til að sjá hann á ný,“ sagði Tebas. Tebas: "Por mucho que esté en el PSG, a Messi se le sigue mucho menos que cuando estaba en el Barcelona"https://t.co/ZLjYqohHYL— MARCA (@marca) November 2, 2022 Messi er nú 35 ára gamall og hann er með samning til júní 2023 með möguleika á að framlengja hann um eitt ár í viðbót. Tebas segir að það væri gott fyrir bæði Barcelona og Messi ef hann kæmi aftur til Barca. „Ég veit ekki hvort Messi fá annað tækifæri til að spila með Barca því það ræðst á honum sjálfum. Vonandi kemur hann aftur. Það væri fyrst og fremst gott fyrir hann sjálfan að koma aftur í spænska boltann og ekki síst til félagsins þar sem hann óx og dafnaði hjá. Það er mitt mat að það hafi verið mistök hjá honum að rifta sambandinu því bæði Barca og Messi hefði grætt mikið um ókomna tíð á því sambandi,“ sagði Tebas. Messi hefur unnið 35 titla á ferlinum þar á meðal fjóra Meistaradeildartitla. Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Messi átti magnaðan feril með Barcelona en yfirgaf félagið mjög óvænt í ágúst 2021 þegar Barcelona var í það miklum fjárhagsvandræðum að félagið átti ekki fyrir samningi við sinn besta leikmann. Messi samdi þess í stað við franska félagið Paris Saint Germain og eftir erfiðleika á fyrsta tímabili hefur Argentínumaðurinn farið á kostum á þessu tímabili. La Liga president Javier Tebas has claimed that Paris Saint-Germain (PSG) star Lionel Messi has lost the spotlight in the eyes of his fans since leaving Barcelona last summer. https://t.co/rARpmOk6fh— Sportskeeda Football (@skworldfootball) November 2, 2022 Barcelona hefur verið í miklum vandræðum án Messi og missti af útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar bæði árin „Ég tel að það sé ekki bara La Liga sem saknar Messi heldur allur fótboltaheimurinn því franska deildin er eins og hún er ekki satt. Ég þekki engan sem er að horfa á leiki PSG við Nantes,“ sagði hinn umdeildi Javier Tebas, foreti La Liga. Hann var ekki hættur að skjóta á frönsku deildina og talaði um eins og Messi sé falinn fyrir heiminum með því að spila í Frakklandi. „Þannig er það. Þótt að hann sé hjá PSG þá er fylgst miklu minna með honum en þegar hann var hjá Barcelona. Við skulum vona að hann eigi frábæra heimsmeistarakeppni af því að þá munum við fá tækifæri til að sjá hann á ný,“ sagði Tebas. Tebas: "Por mucho que esté en el PSG, a Messi se le sigue mucho menos que cuando estaba en el Barcelona"https://t.co/ZLjYqohHYL— MARCA (@marca) November 2, 2022 Messi er nú 35 ára gamall og hann er með samning til júní 2023 með möguleika á að framlengja hann um eitt ár í viðbót. Tebas segir að það væri gott fyrir bæði Barcelona og Messi ef hann kæmi aftur til Barca. „Ég veit ekki hvort Messi fá annað tækifæri til að spila með Barca því það ræðst á honum sjálfum. Vonandi kemur hann aftur. Það væri fyrst og fremst gott fyrir hann sjálfan að koma aftur í spænska boltann og ekki síst til félagsins þar sem hann óx og dafnaði hjá. Það er mitt mat að það hafi verið mistök hjá honum að rifta sambandinu því bæði Barca og Messi hefði grætt mikið um ókomna tíð á því sambandi,“ sagði Tebas. Messi hefur unnið 35 titla á ferlinum þar á meðal fjóra Meistaradeildartitla.
Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira