Svandís ávarpar aðildarríkjafund í Egyptalandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 15:19 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra verður fulltrúi Íslands á tuttugasta og sjöunda aðildarríkjafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP27). Fundurinn stendur nú yfir í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Svandís kemur til með að ávarpa ráðherrafund og taka þátt í hliðarviðburðum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytur ávarp á viðburði á vegum Hringborðs Norðurslóða í gegnum streymi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. „Sendinefnd Íslands er skipuð 17 fulltrúum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, matvælaráðuneytinu, Umhverfisstofnun og Orkustofnun. Þá styrkir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fulltrúa ungmenna til þátttöku á fundinum og er þetta í annað sinn sem fulltrúi ungmenna er í opinberu sendinefndinn,“ segir í tilkynningunni. Ekki verði vikið frá markmiði Parísarsamningsins Áherslur Íslands eru að ekki verði vikið frá markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun jarðar frá iðnbyltingu innan við 1,5 °C. Samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna duga núverandi loforð ríkja um samdrátt í losun ekki til að markmiðið náist. Í tilkynningunni frá Matvælaráðuneytinu kemur fram að Ísland styðji nú í fyrsta sinn Aðlögunarsjóðinn með framlögum og framlög til Græna loftslagssjóðsins hafa verið aukin. Ísland eigi nú varamann í stjórn sjóðsins og geti því betur fylgst með og haft áhrif á ákvarðanatökur innan sjóðsins. 50 þátttakendur frá Íslandi „Auk hinnar formlegu sendinefndar sækja þingmenn og fulltrúar frá félagasamtökum og fyrirtækjum viðburði sem tengjast loftslagsráðstefnunni beint eða óbeint, en um 50 þátttakendur frá Íslandi eru skráð á COP27 og tengda viðburði. Áætlað er að í kringum 20 þúsund manns taki þátt í loftslagsráðstefnunni og tengdum viðburðum í Sharm El Sheikh,“ segir í tilkynningunni. Nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu COP27. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Svandís kemur til með að ávarpa ráðherrafund og taka þátt í hliðarviðburðum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytur ávarp á viðburði á vegum Hringborðs Norðurslóða í gegnum streymi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. „Sendinefnd Íslands er skipuð 17 fulltrúum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, matvælaráðuneytinu, Umhverfisstofnun og Orkustofnun. Þá styrkir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fulltrúa ungmenna til þátttöku á fundinum og er þetta í annað sinn sem fulltrúi ungmenna er í opinberu sendinefndinn,“ segir í tilkynningunni. Ekki verði vikið frá markmiði Parísarsamningsins Áherslur Íslands eru að ekki verði vikið frá markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun jarðar frá iðnbyltingu innan við 1,5 °C. Samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna duga núverandi loforð ríkja um samdrátt í losun ekki til að markmiðið náist. Í tilkynningunni frá Matvælaráðuneytinu kemur fram að Ísland styðji nú í fyrsta sinn Aðlögunarsjóðinn með framlögum og framlög til Græna loftslagssjóðsins hafa verið aukin. Ísland eigi nú varamann í stjórn sjóðsins og geti því betur fylgst með og haft áhrif á ákvarðanatökur innan sjóðsins. 50 þátttakendur frá Íslandi „Auk hinnar formlegu sendinefndar sækja þingmenn og fulltrúar frá félagasamtökum og fyrirtækjum viðburði sem tengjast loftslagsráðstefnunni beint eða óbeint, en um 50 þátttakendur frá Íslandi eru skráð á COP27 og tengda viðburði. Áætlað er að í kringum 20 þúsund manns taki þátt í loftslagsráðstefnunni og tengdum viðburðum í Sharm El Sheikh,“ segir í tilkynningunni. Nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu COP27.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira