Ætla að koma allri starfsemi IKEA á einn stað Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2022 14:42 Eins og sjá má eru vinnuvélar mættar í hraunið til að sinna jarðvegsvinnu. Myndin var tekin í morgun. Vísir/Vilhelm Miklar framkvæmdir eru hafnar við IKEA í Kauptúni í Garðabæ sem miða að því að koma allri starfsemi fyrirtækisins á einn stað. Að framkvæmdum loknum mun IKEA loka vöruhúsum sínum við Suðurhraun 10 og Kauptúni 3 í Garðabæ. Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að framkvæmdir hafi hafist þann 3. október síðastlðinn. Þá hafi verið búið að klára skipulagsvinnu og öll leyfi verið komin í hús. Hann segir að IKEA muni eftir breytingar stækka um rúmlega þriðjung, um 12.500 fermetra. „Þetta er mjög spennandi. Húsnæði okkar í Kauptúni 4 er löngu sprungið. Nú er verið að undirbúa jarðveginn, koma öllu í rétta hæð, til að geta svo hafið sjálfa byggingavinnuna. Sá verkþáttur mun standa eitthvað fram á vor enda mikill jarðvegur sem þarf að flytja í burtu,“ segir Stefán. Teikningar af nýja vöruhúsinu.Aðsend Stefán segir að til standi að reisa nýtt vöruhús, nýja vörumóttöku, nýja skrifstofubyggingu sem og tengibyggingu milli nýju byggingarinnar og verslunarinnar sem fyrir er. „Við erum þegar byrjuð að byggja sérstaka tæknibyggingu, sem verður þá inntak fyrir vatn og rafmagn,“ segir Stefán. Stefán R. Dagsson er framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.IKEA Framkvæmdastjórinn segist gera ráð fyrir að verkið verði tilbúið síðla árs 2024. „Verslunin sjálf stækkar ekki en við stækkum lagerinn verulega og svo verða skrifstofur fyrirtækisins stækkaðar og sameinaðar á einn stað. Stækkunin felur einnig í sér stækkun á heimsendingasvæðinu okkar og betri aðstöðu fyrir þjónustu sem við hófum í upphafi faraldursins – Smelltu og sæktu. Þá fáum við aðstöðu til að bjóða upp á nýjar lausnir sem verða kynntar síðar til sögunnar. Teikning af nýja húsinu.Aðsend Framkvæmdirnar hafa gengið mjög vel til þessa og eru á áætlun. Það verður mikil hagræðing í þessu fyrir okkur en mun einnig fela í sér þægindi fyrir viðskiptavini þar sem þeir muni ekki þurfa að fara á marga staði til að sækja vörur,“ segir Stefán. Hann segir að aðkoma að versluninni sjálfri verði óbreytt og framkvæmdir muni ekki raska neinu fyrir framan versluninna. Í fundargerð bæjarstjórnar Garðarbæjar, þar sem fjallað er um fyrirhugaðar framkvæmdir, segir að lóð IKEA muni stækka um 16.866 fermetra og fara úr 56.403 fermetra í 73.269 fermetra. Stefán segir að alls starfi nú um 450 manns hjá fyrirtækinu og eru stöðugildin 360. Framkvæmdir eru hafnar í Kauptúni í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Aðsend IKEA Garðabær Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að framkvæmdir hafi hafist þann 3. október síðastlðinn. Þá hafi verið búið að klára skipulagsvinnu og öll leyfi verið komin í hús. Hann segir að IKEA muni eftir breytingar stækka um rúmlega þriðjung, um 12.500 fermetra. „Þetta er mjög spennandi. Húsnæði okkar í Kauptúni 4 er löngu sprungið. Nú er verið að undirbúa jarðveginn, koma öllu í rétta hæð, til að geta svo hafið sjálfa byggingavinnuna. Sá verkþáttur mun standa eitthvað fram á vor enda mikill jarðvegur sem þarf að flytja í burtu,“ segir Stefán. Teikningar af nýja vöruhúsinu.Aðsend Stefán segir að til standi að reisa nýtt vöruhús, nýja vörumóttöku, nýja skrifstofubyggingu sem og tengibyggingu milli nýju byggingarinnar og verslunarinnar sem fyrir er. „Við erum þegar byrjuð að byggja sérstaka tæknibyggingu, sem verður þá inntak fyrir vatn og rafmagn,“ segir Stefán. Stefán R. Dagsson er framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.IKEA Framkvæmdastjórinn segist gera ráð fyrir að verkið verði tilbúið síðla árs 2024. „Verslunin sjálf stækkar ekki en við stækkum lagerinn verulega og svo verða skrifstofur fyrirtækisins stækkaðar og sameinaðar á einn stað. Stækkunin felur einnig í sér stækkun á heimsendingasvæðinu okkar og betri aðstöðu fyrir þjónustu sem við hófum í upphafi faraldursins – Smelltu og sæktu. Þá fáum við aðstöðu til að bjóða upp á nýjar lausnir sem verða kynntar síðar til sögunnar. Teikning af nýja húsinu.Aðsend Framkvæmdirnar hafa gengið mjög vel til þessa og eru á áætlun. Það verður mikil hagræðing í þessu fyrir okkur en mun einnig fela í sér þægindi fyrir viðskiptavini þar sem þeir muni ekki þurfa að fara á marga staði til að sækja vörur,“ segir Stefán. Hann segir að aðkoma að versluninni sjálfri verði óbreytt og framkvæmdir muni ekki raska neinu fyrir framan versluninna. Í fundargerð bæjarstjórnar Garðarbæjar, þar sem fjallað er um fyrirhugaðar framkvæmdir, segir að lóð IKEA muni stækka um 16.866 fermetra og fara úr 56.403 fermetra í 73.269 fermetra. Stefán segir að alls starfi nú um 450 manns hjá fyrirtækinu og eru stöðugildin 360. Framkvæmdir eru hafnar í Kauptúni í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Aðsend
IKEA Garðabær Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira