Mætt aftur fílefld eftir „skrautleg þrjú ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 13:17 Ísleifur Þórhallsson hátíðarstjóri Iceland airwaves setur hátíðina á Grund í morgun. Vísir/Vilhelm Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett við hátíðlega athöfn á hjúkrunarheimilinu Grund í morgun, í fyrsta sinn síðan 2019. Hátíðarstjóri er fullur tilhlökkunar fyrir helginni en uppselt er á hátíðina, sem hefur ekki gerst í áratug. Hljómsveitin Sycamore Tree og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant fluttu ljúfa tóna fyrir fullum sal heimilismanna Grundar í Vesturbænnum í morgun. Yngsta kynslóðin lét sig heldur ekki vanta, í fremstu röð sátu leikskólabörn sem hlýddu átekta á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þegar hann setti hátíðina. Opnunarathöfnina má horfa á í heild hér. Morguninn markar ákveðin tímamót en Iceland Airwaves, ein rótgrónasta tónlistarhátíð landsins, hefur ekki verið haldin síðan 2019 sökum kórónuveirufaraldursins. Og tónlistarunnendur eru greinilega spenntir - í morgun var tilkynnt að uppselt væri á hátíðina. Ísleifur Þórhallsson er hátíðarstjóri. „Það er alveg ótrúlega mikið fagnaðarefni. Þetta eru náttúrulega búin að vera skrautleg þrjú ár eins og allir vita en við héldum velli og erum með frábæra hátíð. Við vissum svosem ekkert hvað væri að fara að gerast því ástandið á þessum tónleikamarkaði er skrýtið og miðasala er mjög ófyrirsjáanleg og undarleg. Þannig að þetta eru ótrúlegar gleðifréttir að það sé uppselt á Iceland airwaves í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Ég held það séu tíu ár síðan það hefur gerst,“ segir Ísleifur. Alls er reiknað með um átta þúsund gestum á hátíðina um helgina en hún klárast á sunnudag. Um helmingur gesta er erlendis frá, að sögn Ísleifs. „Sumir vilja sjá útlendinga, sumir Íslendinga, sumir stóru böndin og sumir litlu böndin. En þarna er Arlo Parks, Metronomy, DJ-sett frá Röyksopp, Laufey er í Fríkirkjunni. Þannig að þetta er endalaus listi. Fólk þarf að kíkja á dagskrána og búa til sína eigin dagskrá, og örugglega flestir búnir að gera það,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves. Airwaves Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36 Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01 Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Hljómsveitin Sycamore Tree og tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant fluttu ljúfa tóna fyrir fullum sal heimilismanna Grundar í Vesturbænnum í morgun. Yngsta kynslóðin lét sig heldur ekki vanta, í fremstu röð sátu leikskólabörn sem hlýddu átekta á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þegar hann setti hátíðina. Opnunarathöfnina má horfa á í heild hér. Morguninn markar ákveðin tímamót en Iceland Airwaves, ein rótgrónasta tónlistarhátíð landsins, hefur ekki verið haldin síðan 2019 sökum kórónuveirufaraldursins. Og tónlistarunnendur eru greinilega spenntir - í morgun var tilkynnt að uppselt væri á hátíðina. Ísleifur Þórhallsson er hátíðarstjóri. „Það er alveg ótrúlega mikið fagnaðarefni. Þetta eru náttúrulega búin að vera skrautleg þrjú ár eins og allir vita en við héldum velli og erum með frábæra hátíð. Við vissum svosem ekkert hvað væri að fara að gerast því ástandið á þessum tónleikamarkaði er skrýtið og miðasala er mjög ófyrirsjáanleg og undarleg. Þannig að þetta eru ótrúlegar gleðifréttir að það sé uppselt á Iceland airwaves í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Ég held það séu tíu ár síðan það hefur gerst,“ segir Ísleifur. Alls er reiknað með um átta þúsund gestum á hátíðina um helgina en hún klárast á sunnudag. Um helmingur gesta er erlendis frá, að sögn Ísleifs. „Sumir vilja sjá útlendinga, sumir Íslendinga, sumir stóru böndin og sumir litlu böndin. En þarna er Arlo Parks, Metronomy, DJ-sett frá Röyksopp, Laufey er í Fríkirkjunni. Þannig að þetta er endalaus listi. Fólk þarf að kíkja á dagskrána og búa til sína eigin dagskrá, og örugglega flestir búnir að gera það,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves.
Airwaves Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36 Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01 Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Uppselt á Iceland Airwaves Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 3. nóvember 2022 10:36
Bein útsending: Opnunarhátíð Iceland Airwaves á Grund Iceland Airwaves fer formlega af stað í dag, þó að Önnu Jónu son hafi verið með opnunartónleika í gær. Formlegur opnunarviðburður tónlistarhátíðarinnar er í uppáhaldi hjá mörgum. 3. nóvember 2022 09:01
Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31. október 2022 12:31