Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 07:31 Hinn sautján ára gamli Rico Lewis fagnar hér marki sínu Manchester City á móti Sevilla í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Getty/MB Media 33 mörk voru skoruð í síðustu leikjunum í E, F, G og H riðlum Meistaradeildar karla í fótbolta og nú má sjá mörkin frá gærkvöldinu hér á Vísi. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og nú er ljós hvaða sextán lið komust áfram í útsláttarkeppnina. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var þróun mála í H-riðlinum. Paris Saint-Germain vann sinn leik og var með mun betri markatölu en Benfica og því héldu að sigur myndi duga franska liðinu til að enda í fyrsta sætinu í H-riðlinum. Portúgalar voru á útivelli en tókst að komast upp í toppsætið með 6-1 útisigri á Maccabi Haifa. Benfica og Paris Saint-Germain enduðu jöfn á stigum, innbyrðis leikjum, markatölu og skoruðu mörkum en Benfica skoraði fleiri mörk á útivelli í riðlinum og tók fyrsta sætið á því. Annað sætið þýðir það fyrir Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar gætu mætt mjög sterku liði í sextán liða úrslitunum sem yrði ekki í fyrsta skiptið sem að gerist fyrir PSG. Klippa: Mörk úr Meistaradeildinni 2. nóvember 2022 Við Íslendingar fögnuðum örugglega mest marki Hákon Arnars Haraldssonar fyrir FC Kaupmannahöfn á móti Borussia Dortmund en þetta var fyrsta og eina mark danska liðsins í riðlakeppninni í ár. FCK tapaði ekki heimaleik í riðlinum en varð engu að síður að sætta sig við neðsta sætið. Argentínumaðurinn Julian Alvarez fór á kostum í framlínu Manchester City í fjarveru Erling Haaland og var með eitt mark og tvær stoðsendingar en eitt marka City skoraði hinn sautján ára gamli Rico Lewis. Svisslendingurinn Denis Zakaria var líka eins af hetjum kvöldsins en hann skoraði sigurmark Chelsea í sínum fyrsta leik með félaginu en kom á láni frá Juventus 1. september. Chelsea og Manchester City unnu bæði sinn riðil eins og Benfica og það gerði líka Real Madrid. AC Milan, RB Leipzig, Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain komust áfram úr öðru sæti sinna riðla. Hér fyrir ofan má sjá markaveislu gærkvöldsins úr Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og nú er ljós hvaða sextán lið komust áfram í útsláttarkeppnina. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var þróun mála í H-riðlinum. Paris Saint-Germain vann sinn leik og var með mun betri markatölu en Benfica og því héldu að sigur myndi duga franska liðinu til að enda í fyrsta sætinu í H-riðlinum. Portúgalar voru á útivelli en tókst að komast upp í toppsætið með 6-1 útisigri á Maccabi Haifa. Benfica og Paris Saint-Germain enduðu jöfn á stigum, innbyrðis leikjum, markatölu og skoruðu mörkum en Benfica skoraði fleiri mörk á útivelli í riðlinum og tók fyrsta sætið á því. Annað sætið þýðir það fyrir Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar gætu mætt mjög sterku liði í sextán liða úrslitunum sem yrði ekki í fyrsta skiptið sem að gerist fyrir PSG. Klippa: Mörk úr Meistaradeildinni 2. nóvember 2022 Við Íslendingar fögnuðum örugglega mest marki Hákon Arnars Haraldssonar fyrir FC Kaupmannahöfn á móti Borussia Dortmund en þetta var fyrsta og eina mark danska liðsins í riðlakeppninni í ár. FCK tapaði ekki heimaleik í riðlinum en varð engu að síður að sætta sig við neðsta sætið. Argentínumaðurinn Julian Alvarez fór á kostum í framlínu Manchester City í fjarveru Erling Haaland og var með eitt mark og tvær stoðsendingar en eitt marka City skoraði hinn sautján ára gamli Rico Lewis. Svisslendingurinn Denis Zakaria var líka eins af hetjum kvöldsins en hann skoraði sigurmark Chelsea í sínum fyrsta leik með félaginu en kom á láni frá Juventus 1. september. Chelsea og Manchester City unnu bæði sinn riðil eins og Benfica og það gerði líka Real Madrid. AC Milan, RB Leipzig, Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain komust áfram úr öðru sæti sinna riðla. Hér fyrir ofan má sjá markaveislu gærkvöldsins úr Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira