Sport

Dagskráin í dag: Subway-deild karla, Rafíþróttir og lokaumferð í Evrópu- og Sambandsdeildum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Domynikas Milka og félagar hans í Keflavík taka á móti Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05 í kvöld.
Domynikas Milka og félagar hans í Keflavík taka á móti Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05 í kvöld.

Líkt og vanalega verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og kvöld. Hæst ber að nefna lokaumferðir í bæði Evrópudeildinni og Sambandsdeild Evrópu og þá fara fram áhugaverðir leikir í Subway-deild karla.

Sambandsdeildin fer af stað strax klukkan 15:20 þegar Íslandsvinirnir í Istanbul Basaksehir taka á móti Hearts í Sambandsdeildinni. 

Klukkan 17:00 verður Hörður Unnsteinsson á sínum stað þar sem Subway Körfuboltakvöld fer yfir síðustu umferð í Subway-deild kvenna. Klukkan 18:05 verður svo leikur Breiðabliks og ÍR í Subway-deild karla í beinni útsendingu.

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar Arsenal verður í eldlínunni gegn Zurich í Evrópudeildinni en leikur liðanna verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:50. Á sama tíma á Stöð 2 Sport 3 hefst leikur Roma og Ludogorets en það er hreinn úrslitaleikur um sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Keflavík og Haukar mætast síðan í Subway-deild karla í Keflavík en útsending frá þeim leik hefst á Stöð 2 Sport og í kjölfarið verða Subway-tilþrifin á dagskrá klukkan 22:00. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×