Áhugavert fyrsta rekstrarár eftir að hafa opnað hótel í upphafi faraldurs Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2022 22:55 Ólöf Ýrr Atladóttir er fyrrverandi ferðamálastjóri og eigandi sveitahótelsins Sóta Summits í Fljótum. Sigurjón Ólason Hún var ferðamálastjóri í áratug áður en hún keypti aflagðan sveitaskóla nyrst í Skagafirði og breytti í hótel með ærnum kostnaði. Sama dag og Ólöf Ýrr Atladóttir og maður hennar opnuðu var hins vegar öllu skellt í lás vegna covid. Í fréttum Stöðvar 2 voru Fljótin í Skagafirði heimsótt. Frá því nýr skóli reis að Sólgörðum árið 1985 hafði gamla skólahúsið drabbast niður allt þar til Ólöf Ýrr og eiginmaður hennar, Arnar Þór Árnason, hófu að gera það upp árið 2017, eins og Ólöf lýsti þegar við hittum hana á staðnum í byrjun septembermánaðar. Frá Sólgörðum í Fljótum. Þegar nýi skólinn til vinstri var tekinn í notkun árið 1985 var hætt að nota gamla skólann til hægri. Jarðhiti er á staðnum og þar er sundlaug sveitarinnar, Barðslaug.Sigurjón Ólason „Það þurfti talsvert mikið að gera. Það þurfti að klæða það að utan, skipta út öllum gluggum, setja nýtt þak og gera allar innréttingar og allt. Og lukum því og opnuðum hér 13. mars 2020 sem, eins og ég hef sagt, var líklega besti dagur mannkynssögunnar til að opna hótel,“ segir Ólöf og hlær. Já, það var sama dag og ríkisstjórnin tilkynnti um víðtækt samkomubann vegna covid-faraldurs. Þau ákváðu að þrauka með tilbúið gistirými fyrir fimmtán manns í hóteli sem kennt er við Sótahnjúk, strýtulagað fjall sem blasir við frá Sólgörðum. Hótelið er nefnt eftir Sótahnjúki, strýtulagaða fjallinu til vinstri. Fjallið er sagt kennt við Sóta, leysingja Hrafna-Flóka, sem nam Flókadal, en dalurinn sést til hægri.Sigurjón Ólason „Eins og þú manst, þá var alltaf.. „þetta verður nú búið í næsta mánuði“ - maður er svona eiginlega leiddur áfram og er kominn með allskonar skuldbindingar sem maður getur ekki hætt við. Þannig að þetta var mjög áhugavert fyrsta rekstrarár, getum við sagt. En það kannski góða í því var að það neyddi mann svolítið til þess að hugsa út fyrir það sem við höfðum kannski hugsað okkur fyrst,“ segir Ólöf Ýrr. Þau fengu sér ferðaskrifstofuleyfi og ákváðu að höfða til íslenskra hópa með pakkaferðum um náttúru Fljótanna, jafnt sumar sem vetur; buðu upp á gönguferðir, kajakferðir, hjólaferðir og gönguskíðaferðir. „Og svo þar að auki þá er auðvitað fjallaskíðamennskan, sem er að koma sterk inn.“ Gamla skólahúsið var upphaflega byggt á stríðsárunum sem skjól fyrir siglfirsk börn þegar hætta var talin á loftárásum þýskra flugvéla á Siglufjörð.Sigurjón Ólason Sundlaugina við hliðina nýta þau í fljótandi djúpslökun fyrir gestina. Þegar við spyrjum hvort það séu ekki aðallega konur sem stundi slíkt svarar Ólöf því ákveðið neitandi. Karlarnir komi líka í flotið. „Þeir einmitt flissa og skríkja þarna fyrst. Eru voða meðvitaðir. Svo þegar þeir byrja að fljóta þá bara fljóta þeir. Þeir bara sofna og þeir slaka allir og maður þarf bara að hala þá inn þarna eftirá oft. Þarna náið þið loksins að teygja úr ykkur svona almennilega,“ segir eigandi Sóta Summits og fyrrverandi ferðamálastjóri. Ítarlegri umfjöllun er í þættinum Um land allt, sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Skagafjörður Fjallabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Um land allt Tengdar fréttir Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. 1. nóvember 2022 17:57 Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir. 12. október 2022 22:22 Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. 11. september 2022 07:57 Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Fljótin í Skagafirði heimsótt. Frá því nýr skóli reis að Sólgörðum árið 1985 hafði gamla skólahúsið drabbast niður allt þar til Ólöf Ýrr og eiginmaður hennar, Arnar Þór Árnason, hófu að gera það upp árið 2017, eins og Ólöf lýsti þegar við hittum hana á staðnum í byrjun septembermánaðar. Frá Sólgörðum í Fljótum. Þegar nýi skólinn til vinstri var tekinn í notkun árið 1985 var hætt að nota gamla skólann til hægri. Jarðhiti er á staðnum og þar er sundlaug sveitarinnar, Barðslaug.Sigurjón Ólason „Það þurfti talsvert mikið að gera. Það þurfti að klæða það að utan, skipta út öllum gluggum, setja nýtt þak og gera allar innréttingar og allt. Og lukum því og opnuðum hér 13. mars 2020 sem, eins og ég hef sagt, var líklega besti dagur mannkynssögunnar til að opna hótel,“ segir Ólöf og hlær. Já, það var sama dag og ríkisstjórnin tilkynnti um víðtækt samkomubann vegna covid-faraldurs. Þau ákváðu að þrauka með tilbúið gistirými fyrir fimmtán manns í hóteli sem kennt er við Sótahnjúk, strýtulagað fjall sem blasir við frá Sólgörðum. Hótelið er nefnt eftir Sótahnjúki, strýtulagaða fjallinu til vinstri. Fjallið er sagt kennt við Sóta, leysingja Hrafna-Flóka, sem nam Flókadal, en dalurinn sést til hægri.Sigurjón Ólason „Eins og þú manst, þá var alltaf.. „þetta verður nú búið í næsta mánuði“ - maður er svona eiginlega leiddur áfram og er kominn með allskonar skuldbindingar sem maður getur ekki hætt við. Þannig að þetta var mjög áhugavert fyrsta rekstrarár, getum við sagt. En það kannski góða í því var að það neyddi mann svolítið til þess að hugsa út fyrir það sem við höfðum kannski hugsað okkur fyrst,“ segir Ólöf Ýrr. Þau fengu sér ferðaskrifstofuleyfi og ákváðu að höfða til íslenskra hópa með pakkaferðum um náttúru Fljótanna, jafnt sumar sem vetur; buðu upp á gönguferðir, kajakferðir, hjólaferðir og gönguskíðaferðir. „Og svo þar að auki þá er auðvitað fjallaskíðamennskan, sem er að koma sterk inn.“ Gamla skólahúsið var upphaflega byggt á stríðsárunum sem skjól fyrir siglfirsk börn þegar hætta var talin á loftárásum þýskra flugvéla á Siglufjörð.Sigurjón Ólason Sundlaugina við hliðina nýta þau í fljótandi djúpslökun fyrir gestina. Þegar við spyrjum hvort það séu ekki aðallega konur sem stundi slíkt svarar Ólöf því ákveðið neitandi. Karlarnir komi líka í flotið. „Þeir einmitt flissa og skríkja þarna fyrst. Eru voða meðvitaðir. Svo þegar þeir byrja að fljóta þá bara fljóta þeir. Þeir bara sofna og þeir slaka allir og maður þarf bara að hala þá inn þarna eftirá oft. Þarna náið þið loksins að teygja úr ykkur svona almennilega,“ segir eigandi Sóta Summits og fyrrverandi ferðamálastjóri. Ítarlegri umfjöllun er í þættinum Um land allt, sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Skagafjörður Fjallabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Um land allt Tengdar fréttir Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. 1. nóvember 2022 17:57 Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir. 12. október 2022 22:22 Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. 11. september 2022 07:57 Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. 1. nóvember 2022 17:57
Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir. 12. október 2022 22:22
Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. 11. september 2022 07:57
Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30