Týnd kynslóð Sjálfstæðiskvenna undir forystu Bjarna Benediktssonar Jónína Sigurðardóttir, Elín Jónsdóttir, Berta Gunnarsdóttir, Karólína Íris Jónsdóttir og Ragnheiður Skúladóttir skrifa 2. nóvember 2022 16:31 Á komandi landsfundi gefst Sjálfstæðisfólki tækifæri til að kjósa nýjan formann flokksins. Í framboði eru tveir menn, einn sem stendur fyrir óbreyttu ástandi og annar sem stendur fyrir breytingar; að efla og breikka flokkinn. Af greinaskrifum síðustu daga mætti halda að Guðlaugur Þór sé í framboði til formanns gegn ungri konu. Raunin er þó sú að hann er í framboði gegn Bjarna Benediktssyni, sem er víst hvorugt af þessu tvennu. Bjarni nefnir það gjarnan að hafa stutt tvær ungar konur til setu á ráðherrastól, þær Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, til að sýna fram á að hann styðji við konur í flokknum. Við tökum undir að við Sjálfstæðisfólk getum verið stolt af því að eiga slíkar frambærilegar ungar konur í okkar röðum. Það var einmitt Guðlaugur Þór sem greiddi götu Áslaugar Örnu með því að stíga til hliðar er hún bauð sig fram til ritara á landsfundi árið 2016. Önnur frambærileg kona á uppleið sem má nefna í þessu samhengi er Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sem kom með krafti inn á sviðið í síðustu þingkosningum og hefur notið mikils stuðnings, meðal annars frá Guðlaugi. Þetta og fleira hefur Guðlaugur Þór gert til að styðja við framgang ekki bara kvenna heldur ungs öflugs fólks innan flokksins. Margar öflugar konur horfið úr flokknum Það er hins vegar hæpið að Bjarni stilli sér upp sem frambjóðanda fjölbreytileikans, þrátt fyrir að hafa valið bæði karla og konur sem ráðherra, sem ætti auðvitað að teljast sjálfsagt. Enn undarlegra er að láta eins og Guðlaugur Þór standi á einhvern hátt í vegi fyrir framgangi kvenna í flokknum, líkt og einhverjir hafa ýjað að. Við þurfum að horfast í augu við það að undir stjórn Bjarna höfum við misst stóran hluta heillar kynslóðar sjálfstæðiskvenna úr flokknum. Það var einmitt í formannstíð hans, fyrir ekki svo mörgum árum, sem 11 konur af 14 sögðu sig úr stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna vegna óánægju með stöðu jafnréttismála innan flokksins. Við höfum líka misst margar öflugar konur til Viðreisnar sem og til annarra flokka. Við þurfum að fá þær til baka í flokkinn okkar, en það gerist ekki nema við tökum markviss skref til að gera hann aðgengilegan og aðlaðandi fyrir fjölbreyttan hóp með ólíkar skoðanir. Það er hins vegar ekki nóg að styðja konur, heldur þarf með markvissum hætti að efla fjölbreytileika innan flokksins á breiðum grundvelli, bæði þegar kemur að kyni og aldri, stétt og stöðu. Við þurfum að færa flokkinn af þeirri braut að tala til sífellt þrengri hóps fólks, sem hefur því miður verið þróun síðustu ára. Guðlaugur Þór er sá frambjóðandi sem hefur sýnt það að hann getur leitt áfram fjöldahreyfingu sem sameinar fjölbreytt fólk undir sjálfstæðisstefnunni. Við, sjálfstæðiskonur úr grasrót flokksins, ætlum að kjósa breytingar á sunnudaginn og styðjum Guðlaug Þór til formanns. Jónína Sigurðardóttir, ráðgjafi í málefnum heimilislausra og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-,Bústaðar-, og Fossvogshverfi Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hlíða- og holtahverfi Berta Gunnarsdóttir, lögfræðingur Karólína Íris Jónsdóttir, fasteignasali Ragnheiður Skúladóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-, Bústaðar-, og Fossvogshverfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á komandi landsfundi gefst Sjálfstæðisfólki tækifæri til að kjósa nýjan formann flokksins. Í framboði eru tveir menn, einn sem stendur fyrir óbreyttu ástandi og annar sem stendur fyrir breytingar; að efla og breikka flokkinn. Af greinaskrifum síðustu daga mætti halda að Guðlaugur Þór sé í framboði til formanns gegn ungri konu. Raunin er þó sú að hann er í framboði gegn Bjarna Benediktssyni, sem er víst hvorugt af þessu tvennu. Bjarni nefnir það gjarnan að hafa stutt tvær ungar konur til setu á ráðherrastól, þær Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, til að sýna fram á að hann styðji við konur í flokknum. Við tökum undir að við Sjálfstæðisfólk getum verið stolt af því að eiga slíkar frambærilegar ungar konur í okkar röðum. Það var einmitt Guðlaugur Þór sem greiddi götu Áslaugar Örnu með því að stíga til hliðar er hún bauð sig fram til ritara á landsfundi árið 2016. Önnur frambærileg kona á uppleið sem má nefna í þessu samhengi er Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sem kom með krafti inn á sviðið í síðustu þingkosningum og hefur notið mikils stuðnings, meðal annars frá Guðlaugi. Þetta og fleira hefur Guðlaugur Þór gert til að styðja við framgang ekki bara kvenna heldur ungs öflugs fólks innan flokksins. Margar öflugar konur horfið úr flokknum Það er hins vegar hæpið að Bjarni stilli sér upp sem frambjóðanda fjölbreytileikans, þrátt fyrir að hafa valið bæði karla og konur sem ráðherra, sem ætti auðvitað að teljast sjálfsagt. Enn undarlegra er að láta eins og Guðlaugur Þór standi á einhvern hátt í vegi fyrir framgangi kvenna í flokknum, líkt og einhverjir hafa ýjað að. Við þurfum að horfast í augu við það að undir stjórn Bjarna höfum við misst stóran hluta heillar kynslóðar sjálfstæðiskvenna úr flokknum. Það var einmitt í formannstíð hans, fyrir ekki svo mörgum árum, sem 11 konur af 14 sögðu sig úr stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna vegna óánægju með stöðu jafnréttismála innan flokksins. Við höfum líka misst margar öflugar konur til Viðreisnar sem og til annarra flokka. Við þurfum að fá þær til baka í flokkinn okkar, en það gerist ekki nema við tökum markviss skref til að gera hann aðgengilegan og aðlaðandi fyrir fjölbreyttan hóp með ólíkar skoðanir. Það er hins vegar ekki nóg að styðja konur, heldur þarf með markvissum hætti að efla fjölbreytileika innan flokksins á breiðum grundvelli, bæði þegar kemur að kyni og aldri, stétt og stöðu. Við þurfum að færa flokkinn af þeirri braut að tala til sífellt þrengri hóps fólks, sem hefur því miður verið þróun síðustu ára. Guðlaugur Þór er sá frambjóðandi sem hefur sýnt það að hann getur leitt áfram fjöldahreyfingu sem sameinar fjölbreytt fólk undir sjálfstæðisstefnunni. Við, sjálfstæðiskonur úr grasrót flokksins, ætlum að kjósa breytingar á sunnudaginn og styðjum Guðlaug Þór til formanns. Jónína Sigurðardóttir, ráðgjafi í málefnum heimilislausra og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-,Bústaðar-, og Fossvogshverfi Elín Jónsdóttir, lögfræðingur og formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hlíða- og holtahverfi Berta Gunnarsdóttir, lögfræðingur Karólína Íris Jónsdóttir, fasteignasali Ragnheiður Skúladóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í hverfafélagi Smáíbúðar-, Bústaðar-, og Fossvogshverfi
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun