Miklar tíðablæðingar skráðar sem aukaverkanir af völdum Covid-bóluefna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2022 06:33 Bóluefnin frá Pfizer/BioNTech og Moderna voru þau bóluefni sem flestir Íslendingar fengu gegn Covid-19. Vísir/Vilhelm Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) ákvað á fundi sínum dagana 24. til 27. október að leggja til að miklar tíðablæðingar yrðu skráðar sem möguleg aukaverkun af bóluefnunum Comirnaty og Spikevax gegn Covid-19. Comirnaty er bóluefni Pfizer og BioNTech en Spikevax er framleitt af Moderna. Á vef Lyfjastofnunar segir að um sé að ræða „miklar tíðablæðingar“ þegar blæðingar standa lengur eða magn tíðablóðs er meira en vanalega og þær hafa áhrif á lífsgæði einstaklingsins. Tilkynningar hafi borist um slík tilfelli eftir grunn- og örvunarbólusetningar með bæði Comirnaty og Spikevax. „Til að meta þetta öryggisboð fór PRAC yfir gögn úr klínískum rannsóknum, aukaverkanatilkynningar úr Eudravigilance gagnagrunninum og upplýsingar úr klínískum textum. Niðurstaðan var að það væri að minnsta kosti raunhæfur möguleiki aðtengsl væru á milli bólusetninga með þessum bóluefnum og miklum tíðablæðingum. Aukaverkanirnar voru í flestum tilfellum tímabundnar og ekki alvarlegar. Mælt var með að uppfæra lyfjatexta bóluefnanna með tilliti til þessa,“ segir Lyfjastofnun. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að röskun tíðahringsins sé almennt fremur algeng og geti orðið af ýmsum ástæðum. Allir sem fá blæðingar eftir breytingaskeið eða hafi áhyggjur af tíðahring sínum ættu hins vegar að hafa samband við lækni. Ekkert bendi til þess að aukaverkanir sem tilkynntar hefðu verið hefðu áhrif á frjósemi. Einnig sýndu gögn að svokölluð mRNA bóluefni að þau væru örugg á og eftir meðgöngu. „Nefndin tekur fram að öll gögn bendi til þess að ávinningurinn sé töluvert meiri en áhættan af notkun bóluefnanna. Heilbrigðisstarfsfólk og almenningur eru þó beðin um að halda áfram að tilkynna grun um aukaverkun ef miklar tíðablæðingar verða eftir bólusetningu. PRAC mun halda áfram að fylgjast með tilfellunum og uppfæra tilmæli sín ef þörf þykir.“ Bólusetningar Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Comirnaty er bóluefni Pfizer og BioNTech en Spikevax er framleitt af Moderna. Á vef Lyfjastofnunar segir að um sé að ræða „miklar tíðablæðingar“ þegar blæðingar standa lengur eða magn tíðablóðs er meira en vanalega og þær hafa áhrif á lífsgæði einstaklingsins. Tilkynningar hafi borist um slík tilfelli eftir grunn- og örvunarbólusetningar með bæði Comirnaty og Spikevax. „Til að meta þetta öryggisboð fór PRAC yfir gögn úr klínískum rannsóknum, aukaverkanatilkynningar úr Eudravigilance gagnagrunninum og upplýsingar úr klínískum textum. Niðurstaðan var að það væri að minnsta kosti raunhæfur möguleiki aðtengsl væru á milli bólusetninga með þessum bóluefnum og miklum tíðablæðingum. Aukaverkanirnar voru í flestum tilfellum tímabundnar og ekki alvarlegar. Mælt var með að uppfæra lyfjatexta bóluefnanna með tilliti til þessa,“ segir Lyfjastofnun. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að röskun tíðahringsins sé almennt fremur algeng og geti orðið af ýmsum ástæðum. Allir sem fá blæðingar eftir breytingaskeið eða hafi áhyggjur af tíðahring sínum ættu hins vegar að hafa samband við lækni. Ekkert bendi til þess að aukaverkanir sem tilkynntar hefðu verið hefðu áhrif á frjósemi. Einnig sýndu gögn að svokölluð mRNA bóluefni að þau væru örugg á og eftir meðgöngu. „Nefndin tekur fram að öll gögn bendi til þess að ávinningurinn sé töluvert meiri en áhættan af notkun bóluefnanna. Heilbrigðisstarfsfólk og almenningur eru þó beðin um að halda áfram að tilkynna grun um aukaverkun ef miklar tíðablæðingar verða eftir bólusetningu. PRAC mun halda áfram að fylgjast með tilfellunum og uppfæra tilmæli sín ef þörf þykir.“
Bólusetningar Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira