Segir millitekjufólk í vandræðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 13:16 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Formaður Starfsgreinasambandsins segir kröfugerð Eflingar raunhæfa og vel unna. Nauðsynlegt væri að ná fram krónutöluhækkun enda hafi framfærslukostnaður launafólks hækkað svo gríðarlega að nú væri millitekjufólk að berjast í bökkum. Í gær afhenti Efling Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstímabili. Formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á kröfugerðina, segir hana vel unna og raunhæfa. „Og harmónerar í raun og veru algjörlega við það hvernig ég sér fyrir mér að við nálgumst þetta verkefni. Eina sem liggur ekki fyrir hjá okkur í Starfsgreinasambandinu er tímalengd samningsins og hversu langur hann verður. Það er ástæðan fyrir því að við í Starfsgreinasambandinu vorum ekki búin að koma okkur niður á hver krónutalan ætti að vera, það fer eftir því hversu langur samningurinn er. Þessi tala sem þau nefna þarna finnst mér algjörlega vera mjög góð,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Hann segir framfærslukostnað launafólks hafa hækkað gríðarlega á undanförnum tólf til fjórtán mánuðum. „Það er alveg ljóst að það er ekki bara lágtekjufólk sem á í erfiðleikum með að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn, heldur er það líka orðið venjulegt millitekjufólk sem hefur verið að lenda í vandræðum sökum mikillar hækkunar á vaxtabyrði, leigu eða öðru slíku.“ Hann væri persónulega tilbúinn að styðja kröfugerð Eflingar. Viðræður bandalags Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verlzunarmanna við Samtök atvinnulífsins eru á góðu róli að sögn Vilhjálms en í dag væri fyrirhugaður þriggja tíma fundur með þeim. Vill Eflingu með Þetta bandalag ykkar, fer Efling með í það? „Staðan er bara þannig að það er réttur hvers stéttarfélags fyrir sig að vera með samningsumboðið sitt hjá sér en ég hef alla tíð sagt það að því fleiri sem við erum saman því sterkari afl erum við. Að sjálfsögðu myndi ég vilja sjá Eflingu með okkur í þessu bandalagi“ Kjaramál Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. 31. október 2022 21:16 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Í gær afhenti Efling Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstímabili. Formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á kröfugerðina, segir hana vel unna og raunhæfa. „Og harmónerar í raun og veru algjörlega við það hvernig ég sér fyrir mér að við nálgumst þetta verkefni. Eina sem liggur ekki fyrir hjá okkur í Starfsgreinasambandinu er tímalengd samningsins og hversu langur hann verður. Það er ástæðan fyrir því að við í Starfsgreinasambandinu vorum ekki búin að koma okkur niður á hver krónutalan ætti að vera, það fer eftir því hversu langur samningurinn er. Þessi tala sem þau nefna þarna finnst mér algjörlega vera mjög góð,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Hann segir framfærslukostnað launafólks hafa hækkað gríðarlega á undanförnum tólf til fjórtán mánuðum. „Það er alveg ljóst að það er ekki bara lágtekjufólk sem á í erfiðleikum með að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn, heldur er það líka orðið venjulegt millitekjufólk sem hefur verið að lenda í vandræðum sökum mikillar hækkunar á vaxtabyrði, leigu eða öðru slíku.“ Hann væri persónulega tilbúinn að styðja kröfugerð Eflingar. Viðræður bandalags Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verlzunarmanna við Samtök atvinnulífsins eru á góðu róli að sögn Vilhjálms en í dag væri fyrirhugaður þriggja tíma fundur með þeim. Vill Eflingu með Þetta bandalag ykkar, fer Efling með í það? „Staðan er bara þannig að það er réttur hvers stéttarfélags fyrir sig að vera með samningsumboðið sitt hjá sér en ég hef alla tíð sagt það að því fleiri sem við erum saman því sterkari afl erum við. Að sjálfsögðu myndi ég vilja sjá Eflingu með okkur í þessu bandalagi“
Kjaramál Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. 31. október 2022 21:16 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. 31. október 2022 21:16
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent