„Hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 12:00 Valsmenn fagna sigri á móti Ferencváros í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís deild karla, þekkir ágætlega til BM Benidorm liðsins sem er að fara spila við Val í Evrópudeildinni í kvöld. Einar mætti BM Benidorm í æfingaferð til Spánar fyrir tímabilið. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson um mótherja kvöldsins en leikur BM Benidorm og Vals hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. BM Benidorm tapaði með fimm mörkum á móti SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi í fyrstu umferð riðilsins en á sama tíma unnu Valsmenn fjögurra marka sigur á ungverska liðinu Ferencvárosi TC. Verður mjög erfiður leikur Valur lék einstaklega vel í fyrsta leik sínum en Benidorm er snúinn andstæðingur. „Þetta er mjög flott lið. Þeir eru vel þjálfaðir, spila vel saman og þekkja hvern annan mjög vel. Þetta er bara hörku lið og ég held að þetta verði mjög erfiður leikur,“ sagði Einar Jónsson. „Miðað við úrslitin undanfarin ár þá eru þeir mjög sterkir á heimavelli og þetta verður því erfiður leikur fyrir Val,“ sagði Einar en hvað þurfa Valsmenn að varast. Spiluðu frábæran leik síðast „Ég held að þeir þurfi bara að einbeita sér að sjálfum sér. Þeir spiluðu frábæran leik síðast á móti Ferencváros og eru bara með frábært lið. Þeir hafa sín einkenni og þurfa stóla svolítið á það,“ sagði Einar. Einar Jónsson, þjálfari FramHulda Margrét „Ég held að Benidorm geti lent í vandræðum með að hlaupa með Valsliðinu en ef þetta fer mikið í að vera sex á sex á hálfum velli þá held ég að Benidorm hafi betur. Eg Valur nær upp tempóinu þá vinna þeir þennan leik. Þeir þurfa kannski að varast að láta þá ekki draga sig niður á þeirra tempó,“ sagði Einar. Spánverjarnir spila mikið sjö á móti sex en eru þeir erfiðir þar? „Þeir eru klókir og þekkja hvern annan rosalega vel. Þeir gerðu það á móti Flensburg og hafa verið að gera það annars slagið. Þeir gerðu það ekki á móti okkur í æfingarleiknum fyrir mótið. Maður sá að þeir þekkja hvern annan mjög vel og eru mjög klókir,“ sagði Einar. Klippa: Einar Jóns um lið BM Benidorm sem mætir Val Spánverjarnir eru klókir Gauði spurði Einar hvort að hann haldi að Valur tapi þessum leik stórt. „Ég vona að Valur vinni en það fer svolítið eftir því hvernig leikurinn þróast. Erum við að fara að sjá þennan gríðarlega hraða sem við sáum í leiknum á móti Ferencváros. Ég held ekki því Spánverjarnir eru klókir og geta dregið niður hraðann,“ sagði Einar. „Ég held að Valur vinni með svona þremur til fimm mörkum. Ég er rosalega bjartsýnn,“ sagði Einar. Þáttaka Vals í Evrópukeppninni hefur þýðingu fyrir handboltann hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið. Það er ekki mikið búið, bara einn leikur, en hann var gjörsamlega frábær. Valsliðið hefur sýnt það síðustu ár að það er algjörlega stórkostlegt,“ sagði Einar. „Það er gaman að sjá okkar besta lið vera að máta sig við toppliðin á Spáni, Þýskalandi og fleiri löndum. Það er líka smá pressa á Snorra og liðinu að skila góðri frammistöðu. Við viljum sjá að við séum á svipuðum stað og þessi lið sem þeir eru að spila við. Ég veit að það er mjög erfitt,“ sagði Einar. Það má sjá allt viðtal Gaupa við Einar Jónsson um Benidorm liðið hér í myndbandinu fyrir ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira
Einar mætti BM Benidorm í æfingaferð til Spánar fyrir tímabilið. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson um mótherja kvöldsins en leikur BM Benidorm og Vals hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. BM Benidorm tapaði með fimm mörkum á móti SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi í fyrstu umferð riðilsins en á sama tíma unnu Valsmenn fjögurra marka sigur á ungverska liðinu Ferencvárosi TC. Verður mjög erfiður leikur Valur lék einstaklega vel í fyrsta leik sínum en Benidorm er snúinn andstæðingur. „Þetta er mjög flott lið. Þeir eru vel þjálfaðir, spila vel saman og þekkja hvern annan mjög vel. Þetta er bara hörku lið og ég held að þetta verði mjög erfiður leikur,“ sagði Einar Jónsson. „Miðað við úrslitin undanfarin ár þá eru þeir mjög sterkir á heimavelli og þetta verður því erfiður leikur fyrir Val,“ sagði Einar en hvað þurfa Valsmenn að varast. Spiluðu frábæran leik síðast „Ég held að þeir þurfi bara að einbeita sér að sjálfum sér. Þeir spiluðu frábæran leik síðast á móti Ferencváros og eru bara með frábært lið. Þeir hafa sín einkenni og þurfa stóla svolítið á það,“ sagði Einar. Einar Jónsson, þjálfari FramHulda Margrét „Ég held að Benidorm geti lent í vandræðum með að hlaupa með Valsliðinu en ef þetta fer mikið í að vera sex á sex á hálfum velli þá held ég að Benidorm hafi betur. Eg Valur nær upp tempóinu þá vinna þeir þennan leik. Þeir þurfa kannski að varast að láta þá ekki draga sig niður á þeirra tempó,“ sagði Einar. Spánverjarnir spila mikið sjö á móti sex en eru þeir erfiðir þar? „Þeir eru klókir og þekkja hvern annan rosalega vel. Þeir gerðu það á móti Flensburg og hafa verið að gera það annars slagið. Þeir gerðu það ekki á móti okkur í æfingarleiknum fyrir mótið. Maður sá að þeir þekkja hvern annan mjög vel og eru mjög klókir,“ sagði Einar. Klippa: Einar Jóns um lið BM Benidorm sem mætir Val Spánverjarnir eru klókir Gauði spurði Einar hvort að hann haldi að Valur tapi þessum leik stórt. „Ég vona að Valur vinni en það fer svolítið eftir því hvernig leikurinn þróast. Erum við að fara að sjá þennan gríðarlega hraða sem við sáum í leiknum á móti Ferencváros. Ég held ekki því Spánverjarnir eru klókir og geta dregið niður hraðann,“ sagði Einar. „Ég held að Valur vinni með svona þremur til fimm mörkum. Ég er rosalega bjartsýnn,“ sagði Einar. Þáttaka Vals í Evrópukeppninni hefur þýðingu fyrir handboltann hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur hérna heima. Mér finnst stórkostlegt að sjá liðið. Það er ekki mikið búið, bara einn leikur, en hann var gjörsamlega frábær. Valsliðið hefur sýnt það síðustu ár að það er algjörlega stórkostlegt,“ sagði Einar. „Það er gaman að sjá okkar besta lið vera að máta sig við toppliðin á Spáni, Þýskalandi og fleiri löndum. Það er líka smá pressa á Snorra og liðinu að skila góðri frammistöðu. Við viljum sjá að við séum á svipuðum stað og þessi lið sem þeir eru að spila við. Ég veit að það er mjög erfitt,“ sagði Einar. Það má sjá allt viðtal Gaupa við Einar Jónsson um Benidorm liðið hér í myndbandinu fyrir ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira