Fjölbreyttari málverk í Valhöll Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann skrifar 1. nóvember 2022 07:31 Nú er formlega hafinn formannsslagur fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um komandi helgi. Guðlaugur Þór og fylgisveinar hans ganga nú hrópandi á torgum að þeir vilji breytingar í Sjálfstæðisflokknum. Þeim gengur að vísu fremur illa að útskýra í hverju þessar breytingar ættu að felast, að öðru leyti en því að nafn formanns flokksins breyttist úr Bjarna Benediktssyni í Guðlaug Þór Þórðarson. Málverk af enn einum miðaldra karlinum yrði hengt upp í Valhöll, innan um alla hina miðaldra karlana. Þar er ekki að finna eina einustu konu, enda hefur kona aldrei gegnt formennsku í flokknum frá stofnun hans árið 1929. Í röðum flokksins eru nú tvær skeleggar ungar konur sem hafa undanfarin ár safnað mikilvægri reynslu sem þingmenn og ráðherrar, fyrir utan að hafa tekið virkan þátt í stjórnmálum um langa hríð áður en þær urðu kjörnir fulltrúar. Svo enginn vafi leiki á er hér rætt um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Báðar eru þær formannsefni framtíðarinnar og því kann Guðlaugur Þór illa, enda hefur hann undirbúið framboð sitt í formannsstólinn frá því að hann gekk í flokkinn fyrir um fjórum áratugum síðan, eða þar um bil. Guðlaugur Þór veit sem er að hans tími er liðinn og að hann á litla möguleika á sigri taki hann slaginn við aðra hvora þessara kvenskörunga. Ef æskudraumur hans á að rætast þá er það núna eða ekki, enda yrði auðveldara að verja stólinn en að sækja hann. Þetta er ástæða þess að Guðlaugur Þór fipast og vill ekki ræða málefnalegar áherslur. Hann hefur ekki sýnt að hann hafi burði til að sækja fylgi út fyrir hópinn sinn, líkt og glögglega má sjá ef rýnt er í tölur úr kjördæmi hans - þar sem hann missti þingmann einn oddvita flokksins - og myndir af einsleitum hópi sem sótti framboðsfund hans. Í öllum sínum málflutningi beinir Guðlaugur Þór sjónum að fortíðinni, gömlum slagorðum og sigrum þeirra sem á undan honum gengu, sigrum sem ekki eru hans eigin. Hans stærsti sigur er enda að hafa rétt marið Áslaugu Örnu í oddvitakjöri fyrir síðustu kosningar, með örfáum atkvæðum. Ég vil frekar horfa til framtíðar. Guðlaugur Þór Þórðarson er ekki framtíð Sjálfstæðisflokksins. Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir. Þau sem vilja raunverulegar breytingar á flokknum og sækja aukið fylgi fá það ekki með atkvæði greiddu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, svo mikið er víst. Höfundur er ung sjálfstæðiskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Nú er formlega hafinn formannsslagur fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um komandi helgi. Guðlaugur Þór og fylgisveinar hans ganga nú hrópandi á torgum að þeir vilji breytingar í Sjálfstæðisflokknum. Þeim gengur að vísu fremur illa að útskýra í hverju þessar breytingar ættu að felast, að öðru leyti en því að nafn formanns flokksins breyttist úr Bjarna Benediktssyni í Guðlaug Þór Þórðarson. Málverk af enn einum miðaldra karlinum yrði hengt upp í Valhöll, innan um alla hina miðaldra karlana. Þar er ekki að finna eina einustu konu, enda hefur kona aldrei gegnt formennsku í flokknum frá stofnun hans árið 1929. Í röðum flokksins eru nú tvær skeleggar ungar konur sem hafa undanfarin ár safnað mikilvægri reynslu sem þingmenn og ráðherrar, fyrir utan að hafa tekið virkan þátt í stjórnmálum um langa hríð áður en þær urðu kjörnir fulltrúar. Svo enginn vafi leiki á er hér rætt um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Báðar eru þær formannsefni framtíðarinnar og því kann Guðlaugur Þór illa, enda hefur hann undirbúið framboð sitt í formannsstólinn frá því að hann gekk í flokkinn fyrir um fjórum áratugum síðan, eða þar um bil. Guðlaugur Þór veit sem er að hans tími er liðinn og að hann á litla möguleika á sigri taki hann slaginn við aðra hvora þessara kvenskörunga. Ef æskudraumur hans á að rætast þá er það núna eða ekki, enda yrði auðveldara að verja stólinn en að sækja hann. Þetta er ástæða þess að Guðlaugur Þór fipast og vill ekki ræða málefnalegar áherslur. Hann hefur ekki sýnt að hann hafi burði til að sækja fylgi út fyrir hópinn sinn, líkt og glögglega má sjá ef rýnt er í tölur úr kjördæmi hans - þar sem hann missti þingmann einn oddvita flokksins - og myndir af einsleitum hópi sem sótti framboðsfund hans. Í öllum sínum málflutningi beinir Guðlaugur Þór sjónum að fortíðinni, gömlum slagorðum og sigrum þeirra sem á undan honum gengu, sigrum sem ekki eru hans eigin. Hans stærsti sigur er enda að hafa rétt marið Áslaugu Örnu í oddvitakjöri fyrir síðustu kosningar, með örfáum atkvæðum. Ég vil frekar horfa til framtíðar. Guðlaugur Þór Þórðarson er ekki framtíð Sjálfstæðisflokksins. Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir. Þau sem vilja raunverulegar breytingar á flokknum og sækja aukið fylgi fá það ekki með atkvæði greiddu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, svo mikið er víst. Höfundur er ung sjálfstæðiskona.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun