Fíknsjúkdómur í stærra samhengi Júlía Guðrún Aspelund skrifar 1. nóvember 2022 08:01 Fíknsjúkdómur er langvinnur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Hann má sjá fyrir sér sem róf (sjá mynd) með vægri fíkniröskun á nærendanum en fíknsjúkdóminn á fjar. Þetta er einfölduð leið til að horfa á mjög breitt og flókið heilbrigðisvandamál sem þarfnast aðkomu margra til að aðstoða þá sem þjást vegna þess, en getur að sama skapi verið hjálpleg til að ná utan um það. Á Íslandi höfum hugað vel að forvörnum síðustu 20 ár og höfum náð eftirtektarverðum árangri (td. „Íslenska módelið“). Dregið hefur verulega úr neyslu ungmenna og síðan um aldamót hafa sífellt færri ungmenni greinst með fíkniröskun og fíknsjúkdóm hjá SÁÁ. Spurningin er: Getum við gert enn betur? Ekki bara gagnvart ungmennunum okkar heldur gagnvart öllum þeim sem lenda í vandræðum þegar kemur að neyslu áfengis- eða vímuefna neyslu. Væri hægt að grípa fyrr inn og mögulega koma í veg fyrir að einhverjir þrói með sér fíknsjúkdóm? Hugtakið forstig fíkniröskunar (Pre-addiction) kom fyrst fram í grein sem birtist á liðnu sumri1. Hugtakið vísar til þessa nærenda fíkniröskunarrófsins og hvernig hægt er að þróa slíkt hugtak til að grípa fyrr inn í og koma jafnvel í veg fyrir þróun alvarlegra ástands. Dregin eru líkindi á milli þessa hugtaks og hugtaksins „forstig sykursýkis“ (e. Pre-diabetes) sem innkirtlasérfæðingar þróuðu til að grípa inn í þróun sykursýki týpu 2, með góðum árangri. Tilgangurinn með þessari hugtakanotkun væri að finna með markvissum hætti þá sem farnir eru að finna fyrir neikvæðum afleiðingum neyslu en þó ekki komnir með fíknsjúkdóm, með það að markmiði að grípa inní og afstýra þróun yfir í alvarlegan langvinnan sjúkdóm. Væg til miðlungs fíkniröskun myndi mögulega falla undir þessa skilgreiningu. Með þessu móti væri mögulega hægt að skilgreina og skilja þróun fíknsjúkdómsins betur og veita aðstoð fyrr. Slíka þjónustu væri hægt að veita með ódýrari hætti en sértæk inngrip á síðari stigum og er líkleg til að skila meiri árangri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Það eru til ýmsar gagnreyndar aðferðir sem unnt er að nota sem snemmtækt inngrip við forstig fíkniröskunar, en þær helstu sem hafa sýnt sig skila árangri erlendis eru: Skimun, stutt inngrip og tilvísun í meðferð (e. Screening, brief intervention and referral to treatment) og hinsvegar Hugræn atferlismeðferð (e. Cognitive behavioral therapy) Báðar þessar aðferðir eru stutt inngrip sem hjálpa fólki að átta sig á sinni stöðu í neyslu áfengis – og vímuefna og hægt að nýta til að skima fyrir þörf og áhugahvöt fyrir breytinga. Með því að innleiða hugtakið og hugmyndafræðina á bakvið forstig fíkniröskunar væri hægt að þróa fordómalausan farveg þar sem heilbrigðisstarfsfólk gæti skimað og hafið samtal um aðferðir til að stuðla að betri heilsu, rétt eins gert er í forvarnarskyni gagnvart öðrum langvinnum sjúkdómum s.s sykursýki týpu 2. Höfundur er verkefnisstjóri SÁÁ. 1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fíknsjúkdómur er langvinnur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Hann má sjá fyrir sér sem róf (sjá mynd) með vægri fíkniröskun á nærendanum en fíknsjúkdóminn á fjar. Þetta er einfölduð leið til að horfa á mjög breitt og flókið heilbrigðisvandamál sem þarfnast aðkomu margra til að aðstoða þá sem þjást vegna þess, en getur að sama skapi verið hjálpleg til að ná utan um það. Á Íslandi höfum hugað vel að forvörnum síðustu 20 ár og höfum náð eftirtektarverðum árangri (td. „Íslenska módelið“). Dregið hefur verulega úr neyslu ungmenna og síðan um aldamót hafa sífellt færri ungmenni greinst með fíkniröskun og fíknsjúkdóm hjá SÁÁ. Spurningin er: Getum við gert enn betur? Ekki bara gagnvart ungmennunum okkar heldur gagnvart öllum þeim sem lenda í vandræðum þegar kemur að neyslu áfengis- eða vímuefna neyslu. Væri hægt að grípa fyrr inn og mögulega koma í veg fyrir að einhverjir þrói með sér fíknsjúkdóm? Hugtakið forstig fíkniröskunar (Pre-addiction) kom fyrst fram í grein sem birtist á liðnu sumri1. Hugtakið vísar til þessa nærenda fíkniröskunarrófsins og hvernig hægt er að þróa slíkt hugtak til að grípa fyrr inn í og koma jafnvel í veg fyrir þróun alvarlegra ástands. Dregin eru líkindi á milli þessa hugtaks og hugtaksins „forstig sykursýkis“ (e. Pre-diabetes) sem innkirtlasérfæðingar þróuðu til að grípa inn í þróun sykursýki týpu 2, með góðum árangri. Tilgangurinn með þessari hugtakanotkun væri að finna með markvissum hætti þá sem farnir eru að finna fyrir neikvæðum afleiðingum neyslu en þó ekki komnir með fíknsjúkdóm, með það að markmiði að grípa inní og afstýra þróun yfir í alvarlegan langvinnan sjúkdóm. Væg til miðlungs fíkniröskun myndi mögulega falla undir þessa skilgreiningu. Með þessu móti væri mögulega hægt að skilgreina og skilja þróun fíknsjúkdómsins betur og veita aðstoð fyrr. Slíka þjónustu væri hægt að veita með ódýrari hætti en sértæk inngrip á síðari stigum og er líkleg til að skila meiri árangri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Það eru til ýmsar gagnreyndar aðferðir sem unnt er að nota sem snemmtækt inngrip við forstig fíkniröskunar, en þær helstu sem hafa sýnt sig skila árangri erlendis eru: Skimun, stutt inngrip og tilvísun í meðferð (e. Screening, brief intervention and referral to treatment) og hinsvegar Hugræn atferlismeðferð (e. Cognitive behavioral therapy) Báðar þessar aðferðir eru stutt inngrip sem hjálpa fólki að átta sig á sinni stöðu í neyslu áfengis – og vímuefna og hægt að nýta til að skima fyrir þörf og áhugahvöt fyrir breytinga. Með því að innleiða hugtakið og hugmyndafræðina á bakvið forstig fíkniröskunar væri hægt að þróa fordómalausan farveg þar sem heilbrigðisstarfsfólk gæti skimað og hafið samtal um aðferðir til að stuðla að betri heilsu, rétt eins gert er í forvarnarskyni gagnvart öðrum langvinnum sjúkdómum s.s sykursýki týpu 2. Höfundur er verkefnisstjóri SÁÁ. 1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652
1. McLellan AT, Koob GF, Volkow ND. Preaddiction—A Missing Concept for Treating Substance Use Disorders. JAMA Psychiatry. 2022;79(8):749–751. doi:10.1001/jamapsychiatry.2022.1652
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun