Aron Elís hefur verið orðaður við endurkomu í uppeldisfélag sitt Víking en hann hóf leik kvöldsins á varamannabekknum líkt og Elías Rafn Ólafsson gerði hjá Midtjylland. Staðan var 1-1 og aðeins fjórar mínútur til leiksloka þegar Aron Elís kom inn af bekknum.
Það var svo á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Víkingurinn fyrrverandi skoraði sigurmark leiksins eftir sendingu Charly Horneman. Fagnaðarlætin í kjölfarið voru ósvikin.
Sådan fejrer man at blive matchvinder lige inden dommeren fløjter af #obdk #fcmob #sldk pic.twitter.com/p9IBgkJ59C
— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) October 31, 2022
Sigurinn lyftir OB upp í 4. sæti deildarinnar með 22 stig að loknum 15 leikjum. Deildin er einkar jöfn en Bröndby er í 9. sæti með 20 stig á meðan Randers er í 3. sæti með 23 stig.
Í Svíþjóð lagði Sveinn Aron Guðjohnsen upp eitt af þremur mörkum Elfsborg í 3-0 sigri á Helsingborg. Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborg.
Alexander Bernhardsson utökar till 2-0 för Elfsborg hemma mot Helsingborg!
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 31, 2022
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIP5v pic.twitter.com/U71L6SQGh0
Arnór Sigurðsson, Arnór Ingvi Traustason og Andri Lucas Guðjohnsen gátu ekki komið í veg fyrir 1-0 tap Norrköping gegn Djurgården.
Þegar ein umferð er eftir er Elfsborg með 46 stig í 6. sæti en Norrköping í 12. sæti með 33 stig.