Ert þú að fara á landsfund? Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 31. október 2022 18:31 Ef þú ert að fara á landsfund Sjálfstæðisflokksins næstu helgi þá er líklegt að þú, eins og vafalaust margir aðrir, sért ekki búin að ákveða hvort að Guðlaugur eða Bjarni fái atkvæðið þitt. Ég vil hér fara yfir kosningabaráttuna eins og hún blasir við mér. Innantómur hræðsluáróður Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram í bæði opinberum yfirlýsingum og í símtölum við Sjálfstæðisfólk að ríkisstjórnin muni springa verði hann ekki kjörin formaður. Katrín Jakobsdóttir komst hins vegar vel að orði í Reykjavík síðdegis þegar hún sagði orðrétt: „Þetta er bara Sjálfstæðismanna að útkljá“ og tók þar með fyrir þá raulu. Það er ágætt að minna á að ríkisstjórnarsamstarfið byggir á málefnasamningi þriggja flokka, ekki þriggja einstaklinga. Þeir sem fleyta fram þessum áróðri ættu að spyrja sig hvort að ríkisstjórnin myndi springa ef Framsókn myndi velja sér nýjan formann. Við vitum að svarið við því er nei. Því miður hefur orðið vart við það að Bjarni sjálfur og hans nánasta stuðningsfólk dreifi nú þessum hræðsluáróðri til sjálfstæðisfólks. Kannski þarf að minna fólk á það að enginn einn maður er stærri en flokkurinn. Kosningabarátta Bjarna hefur fram til þessa einkennst af því að hann biður ekki um stuðning vegna eigin verðleika, heldur talar um þær „ýmsu hamfarir“ sem munu orsakast af mögulegri formennsku Guðlaugs. Þegar menn reka kosningabaráttu sína á hræðsluáróðri er tvennt sem gæti útskýrt það. Annað hvort ertu ekki með nægilega góða ferilskrá og neyðist því til að mála mótherjann sem verri kost en þig, eða þú hræðist að lúta í lægra haldi og grípur til niðurrifs sem síðasta úrræðis. Hnignandi staða Sjálfstæðisflokksins Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli í of langan tíma. Staðan er sú að eini hægri flokkur landsins mælist nú með á milli 19-22% fylgi í skoðanakönnunum. Að horfast ekki í augu við þá staðreynd er að stinga hausnum í sandinn. Bjarni Benediktsson hefur þjónað landi og þjóð vel sem fjármálaráðherra, en við Sjálfstæðismenn erum ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra. Við erum við að kjósa okkur formann sem getur leitt flokkinn áfram 73% svarenda í könnun Reykjavík Síðdegis í síðustu viku sögðust líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Guðlaug Þór sem formann. Þrátt fyrir það að könnunin sé ekki hávísindaleg, þá gefur hún okkur ágætis mynd af því hvor frambjóðandinn er líklegri til að afla flokknum fylgis. Alls svöruðu 5,700 könnuninni og þar af vildu rúmlega 4,100 sjá Guðlaug í brúnni. Stétt með stétt Kjörorð Sjálfstæðisflokksins voru eitt sinn stétt með stétt og var fylgi hans þverskurður af samfélaginu, hlutfallslega jafn mikið meðal mismunandi hópa óháð samfélagsstöðu. Sú er ekki tíðin lengur. Samkvæmt mælingum hefur flokkurinn misst fylgi sitt meðal lágtekjufólks, sem er nú undir 15%, og meðaltekjufólks sem er hrunið í um það bil 20%, á meðan fylgið helst yfir 40% meðal tekjuhárra. Þróunin hefur átt sér stað með Bjarna Benediktsson við stýrið. Flokkurinn þarf að bæta ásýnd sína og það tekur tíma. Venjulegt fólk, sama inn í hvernig fjölskylduaðstæður það fæðist, á að geta fundið sig í sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisstefnan stuðlar að samfélagi byggt á frelsi, tækifærum og ábyrgð. Samfélagi þar sem allir geta náð langt. Það er að minnsta kosti. ástæðan fyrir því að ég skráði mig í flokkinn, vinn í grasrótinni og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Suðurkjördæmi Ég er Suðurnesjamaður og er lánsamur að eiga mér fólk að víðsvegar um Suðurkjördæmi. Ef þú ert landsfundarfulltrúi frá Suðurkjördæmi þá væri ekki verra að spyrja sig: „Hvernig hefur Bjarni sinnt kjördæminu sem formaður?“. Ef þú hugsar málið, tel ég líklegt að hið augljósa svar sé: Afar illa. Að lokum Þessi pistill er ekki ætlaður til þess að rífa Bjarna niður. Ég hef stutt hann lengi og það er ekki auðveld ákvörðun að styðja ekki formann flokksins. Hins vegar væri glapræði að horfast ekki í augu við staðreyndir. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá fyrsta degi af formennsku hans, fólk sækist í minna mæli eftir því að taka þátt í grasrótinni og það sjá allir að ákveðinn klíkuskapur er farin að hreiðra um sig í flokknum. Þegar fyrirtæki missir markaðshlutdeild sína og það hefur bara gerst undir einum framkvæmdastjóra, þá er kannski kominn tími til að skipta. Höfundur er stjórnarmeðlimur Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Sjá meira
Ef þú ert að fara á landsfund Sjálfstæðisflokksins næstu helgi þá er líklegt að þú, eins og vafalaust margir aðrir, sért ekki búin að ákveða hvort að Guðlaugur eða Bjarni fái atkvæðið þitt. Ég vil hér fara yfir kosningabaráttuna eins og hún blasir við mér. Innantómur hræðsluáróður Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram í bæði opinberum yfirlýsingum og í símtölum við Sjálfstæðisfólk að ríkisstjórnin muni springa verði hann ekki kjörin formaður. Katrín Jakobsdóttir komst hins vegar vel að orði í Reykjavík síðdegis þegar hún sagði orðrétt: „Þetta er bara Sjálfstæðismanna að útkljá“ og tók þar með fyrir þá raulu. Það er ágætt að minna á að ríkisstjórnarsamstarfið byggir á málefnasamningi þriggja flokka, ekki þriggja einstaklinga. Þeir sem fleyta fram þessum áróðri ættu að spyrja sig hvort að ríkisstjórnin myndi springa ef Framsókn myndi velja sér nýjan formann. Við vitum að svarið við því er nei. Því miður hefur orðið vart við það að Bjarni sjálfur og hans nánasta stuðningsfólk dreifi nú þessum hræðsluáróðri til sjálfstæðisfólks. Kannski þarf að minna fólk á það að enginn einn maður er stærri en flokkurinn. Kosningabarátta Bjarna hefur fram til þessa einkennst af því að hann biður ekki um stuðning vegna eigin verðleika, heldur talar um þær „ýmsu hamfarir“ sem munu orsakast af mögulegri formennsku Guðlaugs. Þegar menn reka kosningabaráttu sína á hræðsluáróðri er tvennt sem gæti útskýrt það. Annað hvort ertu ekki með nægilega góða ferilskrá og neyðist því til að mála mótherjann sem verri kost en þig, eða þú hræðist að lúta í lægra haldi og grípur til niðurrifs sem síðasta úrræðis. Hnignandi staða Sjálfstæðisflokksins Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli í of langan tíma. Staðan er sú að eini hægri flokkur landsins mælist nú með á milli 19-22% fylgi í skoðanakönnunum. Að horfast ekki í augu við þá staðreynd er að stinga hausnum í sandinn. Bjarni Benediktsson hefur þjónað landi og þjóð vel sem fjármálaráðherra, en við Sjálfstæðismenn erum ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra. Við erum við að kjósa okkur formann sem getur leitt flokkinn áfram 73% svarenda í könnun Reykjavík Síðdegis í síðustu viku sögðust líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Guðlaug Þór sem formann. Þrátt fyrir það að könnunin sé ekki hávísindaleg, þá gefur hún okkur ágætis mynd af því hvor frambjóðandinn er líklegri til að afla flokknum fylgis. Alls svöruðu 5,700 könnuninni og þar af vildu rúmlega 4,100 sjá Guðlaug í brúnni. Stétt með stétt Kjörorð Sjálfstæðisflokksins voru eitt sinn stétt með stétt og var fylgi hans þverskurður af samfélaginu, hlutfallslega jafn mikið meðal mismunandi hópa óháð samfélagsstöðu. Sú er ekki tíðin lengur. Samkvæmt mælingum hefur flokkurinn misst fylgi sitt meðal lágtekjufólks, sem er nú undir 15%, og meðaltekjufólks sem er hrunið í um það bil 20%, á meðan fylgið helst yfir 40% meðal tekjuhárra. Þróunin hefur átt sér stað með Bjarna Benediktsson við stýrið. Flokkurinn þarf að bæta ásýnd sína og það tekur tíma. Venjulegt fólk, sama inn í hvernig fjölskylduaðstæður það fæðist, á að geta fundið sig í sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisstefnan stuðlar að samfélagi byggt á frelsi, tækifærum og ábyrgð. Samfélagi þar sem allir geta náð langt. Það er að minnsta kosti. ástæðan fyrir því að ég skráði mig í flokkinn, vinn í grasrótinni og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Suðurkjördæmi Ég er Suðurnesjamaður og er lánsamur að eiga mér fólk að víðsvegar um Suðurkjördæmi. Ef þú ert landsfundarfulltrúi frá Suðurkjördæmi þá væri ekki verra að spyrja sig: „Hvernig hefur Bjarni sinnt kjördæminu sem formaður?“. Ef þú hugsar málið, tel ég líklegt að hið augljósa svar sé: Afar illa. Að lokum Þessi pistill er ekki ætlaður til þess að rífa Bjarna niður. Ég hef stutt hann lengi og það er ekki auðveld ákvörðun að styðja ekki formann flokksins. Hins vegar væri glapræði að horfast ekki í augu við staðreyndir. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá fyrsta degi af formennsku hans, fólk sækist í minna mæli eftir því að taka þátt í grasrótinni og það sjá allir að ákveðinn klíkuskapur er farin að hreiðra um sig í flokknum. Þegar fyrirtæki missir markaðshlutdeild sína og það hefur bara gerst undir einum framkvæmdastjóra, þá er kannski kominn tími til að skipta. Höfundur er stjórnarmeðlimur Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun