„Hvorug glöð en bæði falleg“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 09:01 Kári Egilsson var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu. Vísir/Vilhelm Tvítugi tónlistarmaðurinn Kári Egilsson byrjaði í tónlist sjö ára gamall og hefur farið í ýmsar áttir síðan þá í ævintýralegum heimi tónlistarinnar. Hann var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu sem heitir Something Better/Moonbeams og er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í janúar. Tónlistarmannanafn hans er KÁRI og er tónlistinni lýst sem aðgengilegu og melódísku poppi í vönduðum og fjölbreyttum útsendingum. Kári byrjaði tónlistarferil sinn á píanónámi sem hófst í klassíkinni en hefur fært sig út í bæði djass og popp. Kári byrjaði að læra á píanó þegar hann var sjö ára gamall.Saga Sig „Something Better er notalegt lag undir léttum bossa nova áhrifum og Moonbeams er angurvær ballaða,“ segir í fréttatilkynningu. Blaðamaður tók púlsinn á Kára. „Lögin eru samin á Covid tímanum og eru innhverf,“ segir Kári og bætir við: „Þau eru hvorug glöð en bæði falleg.“ Hann hefur unnið hörðum höndum að plötunni en þar er að finna ólíka tónlistarstíla. „Platan er fjölbreytt, hún fer um víðan völl og snertir á alls konar mismunandi tónlistarstílum. Í kjarnann er þetta popp en hún fer líka í rokk, soul, r&b og fleira.“ Kári ætlar að gera eins góða tónlist og hann getur.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvert hann stefni í heimi tónlistarinnar segir Kári að lokum: „Ég ætla að gera eins góða tónlist og ég get og vona að fólk kveiki á því.“ Hér má heyra lögin: Kári semur lög og texta, syngur, spilar á hljómborð og útsetur fyrir strengi og lúðra. Upptökustjóri er Albert Finnbogason, sem einnig spilar á gítar og bassa í mörgum lögum. Í Moonbeams má heyra Gyðu Valtýsdóttir á selló og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Platan var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og í stúdíói Alberts Finnbogasonar. Tónlist Menning Tengdar fréttir „Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. 29. mars 2021 23:34 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarmannanafn hans er KÁRI og er tónlistinni lýst sem aðgengilegu og melódísku poppi í vönduðum og fjölbreyttum útsendingum. Kári byrjaði tónlistarferil sinn á píanónámi sem hófst í klassíkinni en hefur fært sig út í bæði djass og popp. Kári byrjaði að læra á píanó þegar hann var sjö ára gamall.Saga Sig „Something Better er notalegt lag undir léttum bossa nova áhrifum og Moonbeams er angurvær ballaða,“ segir í fréttatilkynningu. Blaðamaður tók púlsinn á Kára. „Lögin eru samin á Covid tímanum og eru innhverf,“ segir Kári og bætir við: „Þau eru hvorug glöð en bæði falleg.“ Hann hefur unnið hörðum höndum að plötunni en þar er að finna ólíka tónlistarstíla. „Platan er fjölbreytt, hún fer um víðan völl og snertir á alls konar mismunandi tónlistarstílum. Í kjarnann er þetta popp en hún fer líka í rokk, soul, r&b og fleira.“ Kári ætlar að gera eins góða tónlist og hann getur.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvert hann stefni í heimi tónlistarinnar segir Kári að lokum: „Ég ætla að gera eins góða tónlist og ég get og vona að fólk kveiki á því.“ Hér má heyra lögin: Kári semur lög og texta, syngur, spilar á hljómborð og útsetur fyrir strengi og lúðra. Upptökustjóri er Albert Finnbogason, sem einnig spilar á gítar og bassa í mörgum lögum. Í Moonbeams má heyra Gyðu Valtýsdóttir á selló og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Platan var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og í stúdíói Alberts Finnbogasonar.
Tónlist Menning Tengdar fréttir „Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. 29. mars 2021 23:34 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tónlist“ Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi. 29. mars 2021 23:34