„Líkamstjáning manns sem er búinn að gefast upp“ Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 15:31 Kevin Durant var niðurlútur eftir tapið gegn Indiana Pacers um helgina. Getty/Elsa Á meðal þess sem verður tekið fyrir í þætti kvöldsins af Lögmálum leiksins er skelfilegt gengi Brooklyn Nets það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta. Kevin Durant og félagar hafa tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum en þeir töpuðu gegn Indiana Pacers, 125-116, um helgina. Það var þungt yfir Durant eftir tapið og sagði Tómas Steindórsson hálfgerðan uppgjafartón hafa verið í honum í viðtali: „Við sáum líka bara KD þarna. Þetta er líkamstjáning manns sem er búinn að gefast upp. Hann var eiginlega sofnaður þegar hann var að tala þarna. Það getur ekki verið gaman að vera í Brooklyn Nets núna,“ sagði Tómas í Lögmálum leiksins, sem hefjast klukkan 21:45 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. „Þeir eru á versta stað sem hægt er að vera á sem íþróttamaður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þeir eru að tapa leikjum, þeir eru ekki búnir að finna lausnirnar og eru að leita að þeim, og þetta er svo sársaukafullt á meðan á þessu stendur. Það sem er erfiðast þegar maður horfir á þetta utan frá er að maður sér ekki alveg hvenær ljósið í enda ganganna kemur, og hvort það sé eitthvað ljós þar,“ sagði Kjartan Atli. „Það er engin kemistría þarna. Ekki innan vallar og að því er virðist ekki utan vallar heldur,“ bætti Tómas við. Klippa: Lögmál leiksins í kvöld Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Kevin Durant og félagar hafa tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum en þeir töpuðu gegn Indiana Pacers, 125-116, um helgina. Það var þungt yfir Durant eftir tapið og sagði Tómas Steindórsson hálfgerðan uppgjafartón hafa verið í honum í viðtali: „Við sáum líka bara KD þarna. Þetta er líkamstjáning manns sem er búinn að gefast upp. Hann var eiginlega sofnaður þegar hann var að tala þarna. Það getur ekki verið gaman að vera í Brooklyn Nets núna,“ sagði Tómas í Lögmálum leiksins, sem hefjast klukkan 21:45 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. „Þeir eru á versta stað sem hægt er að vera á sem íþróttamaður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þeir eru að tapa leikjum, þeir eru ekki búnir að finna lausnirnar og eru að leita að þeim, og þetta er svo sársaukafullt á meðan á þessu stendur. Það sem er erfiðast þegar maður horfir á þetta utan frá er að maður sér ekki alveg hvenær ljósið í enda ganganna kemur, og hvort það sé eitthvað ljós þar,“ sagði Kjartan Atli. „Það er engin kemistría þarna. Ekki innan vallar og að því er virðist ekki utan vallar heldur,“ bætti Tómas við. Klippa: Lögmál leiksins í kvöld Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira