Skoða hvað gerðist ef allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2022 12:46 Guðmundur segir það hafa verið til skoðunar á vormánuðum til hvaða ráða sé hægt að grípa ef allir strengirnir detta út á sama tíma. Vísir/Sigurjón Áhættumat hefur verið unnið vegna mögulegs tjóns á sæstrengjunum sem liggja frá Íslandi. Að sögn Guðmundar Arnars Sigmundssonar, sviðsstjóra hjá Fjarskiptastofu og forstöðumanns netöryggissveitar CERT-IS, er fjarskiptasamband Íslands við umheimin ekki í hættu eins og er. Frá þessu greinir RÚV. Tveir sæstrengir eru í notkun eins og er en sá þriðji verður tekinn í notkun á næsta ári. Menn hafa verið uggandi vegna mögulegra skemmdarverka á sæstrengjunum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, ekki síst vegna aukinnar kafbátaumferðar og skemmda á gasleiðslum í Eystrasalti. Guðmundur segir kerfið hannað þannig að ef einn sæstrengur dettur út beinist netumferðin um hina. Einn strengur ráði raunar við netálagið á Íslandi en strengirnir séu fleiri öryggisins vegna. „Við erum með tvo virka nútímalega strengi, Farice og Danice. Annar fer frá Íslandi til Danmerkur og hinn fer frá Íslandi til Skotlands. Netumferð Íslands til útlanda fer fyrst og fremst í gegnum þessa strengi. Síðan er búið að leggja nýjan streng, Irice. Hann er ekki kominn í gagnið en við reiknum með að hann komist í gagnið snemma á vormánuðum á næsta ári og verður gífurleg búbót fyrir Ísland, bæði hvað flutningsgetu varðar og hvað okkar margumtalaða öryggi okkar varðar,“ segir Guðmundur. Hann segir vitað að skemmdarverk hafi verið unnin á sæstrengjum á síðustu misserum en um það bil 500 slíkir liggi heimsálfa á milli. Hér á landi sé eftirlit með sæstrengjunum á borði Landhelgisgæslunnar, sem fái ráðgjöf erlendis frá um það hvernig hægt er að vernda strengina. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV. Tveir sæstrengir eru í notkun eins og er en sá þriðji verður tekinn í notkun á næsta ári. Menn hafa verið uggandi vegna mögulegra skemmdarverka á sæstrengjunum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, ekki síst vegna aukinnar kafbátaumferðar og skemmda á gasleiðslum í Eystrasalti. Guðmundur segir kerfið hannað þannig að ef einn sæstrengur dettur út beinist netumferðin um hina. Einn strengur ráði raunar við netálagið á Íslandi en strengirnir séu fleiri öryggisins vegna. „Við erum með tvo virka nútímalega strengi, Farice og Danice. Annar fer frá Íslandi til Danmerkur og hinn fer frá Íslandi til Skotlands. Netumferð Íslands til útlanda fer fyrst og fremst í gegnum þessa strengi. Síðan er búið að leggja nýjan streng, Irice. Hann er ekki kominn í gagnið en við reiknum með að hann komist í gagnið snemma á vormánuðum á næsta ári og verður gífurleg búbót fyrir Ísland, bæði hvað flutningsgetu varðar og hvað okkar margumtalaða öryggi okkar varðar,“ segir Guðmundur. Hann segir vitað að skemmdarverk hafi verið unnin á sæstrengjum á síðustu misserum en um það bil 500 slíkir liggi heimsálfa á milli. Hér á landi sé eftirlit með sæstrengjunum á borði Landhelgisgæslunnar, sem fái ráðgjöf erlendis frá um það hvernig hægt er að vernda strengina.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira