Meintar rannsóknir blóðmerahalds ekki til Rósa Líf Darradóttir skrifar 31. október 2022 10:31 Samkvæmt nýlegri reglugerð matvælaráðherra um blóðtöku úr fylfullum hryssum er áfram leyfilegt að taka 40 lítra af blóði úr hryssu yfir tveggja mánaða tímabil. Reglugerðin breytti engu um aðstæður hryssanna, byggir á takmörkuðum gögnum hagsmunaaðila og ekki er farið fram á ítarlegar rannsóknir á heilsu blóðtökuhryssa. Talsmenn blóðmerahalds og starfsfólk Matvælastofnunar (MAST) hafa ítrekað vísað til rannsókna um starfsemina. Rannsókna er sýna áttu að neikvæð áhrif blóðtökunnar á heilsu þessara hryssa væru engin. Í desember á síðasta ári var kallað eftir þeim rannsóknum. Það kom svo á daginn að engar slíkar rannsóknir eru til. Það sem meira er að blóðmagn íslenskra hrossa hefur verið ofmetið um 10 lítra. Engar mælingar á járni í blóði eru til fyrir þessar hryssur en járn er nauðsynlegt fyrir myndun blóðrauða og þar með rauðra blóðkorna. Vert er að nefna að járnþörf eykst á meðgöngu hvort sem um er ræða konur eða hryssur. Engar aðrar blóðefnamælingar er til, engin gögn um blóðþrýsting, hjartsláttar- eða öndunartíðni eftir blóðtöku. Engar þyngdarmælingar hafa verið gerðar, hvorki á hryssum né folöldum þeirra. Spendýr þola ekki að missa 15-20% af blóði sínu vikulega í átta skipti án þess að verða fyrir neikvæðum áhrifum eða líða illa og þjást. Enn síður fylfullar mjólkandi hryssur sem eru samkvæmt eðli málsins viðkvæmari en ella. Þetta hafa læknar og dýralæknir tekið undir. Ef þessar tölur eru settar í samhengi við manninn þá væri þetta líkt og að taka einn lítra af blóði vikulega úr þungaðri konu með barn á brjósti yfir tveggja mánaða tímabil. Undirrituð setti sig í samband við ástralskt fyrirtæki sem framleiðir mótefni við snákaeitri úr hrossablóði. Blóðið er tekið úr tömdum geldingum sem vega 700 kg. Teknir eru 3 lítrar í hverri blóðtöku og blóðtakan framkvæmd tvisvar á ári meðan hestarnir eru slævðir. Þarna er töluverður munur á, þarna er verið að taka minna en 6% af heildarblóðmagni tvisvar á ári úr tömdum geldingum fyrir lífsbjargandi lyf. Einu gögnin sem MAST og talsmenn blóðmerahalds bera fyrir sig eru mælingar gerðar af fyrirtækinu sem hagnast af blóðtökunni. Mælingarnar eru úr minna en 2% úrtaki og eru gerðar annað hvert ár. Það kemur á óvart að sjá hversu takmörkuð gögnin eru í ljósi þess að fagfólk MAST hefur haldið því fram að til sé öflugur gagnagrunnur sem eigi að sýna að heilsu þessara hryssa sé ekki ógnað. Hann er ekki til. Guðrún Sch. Thorsteinsson læknir og Jón Thorsteinsson stærðfræðingur rýndu í mælingar þessar. Þau benda á að þó að gögnin séu virkilega takmörkuð, megi samt úr þeim lesa að margar hryssur séu langt undir heilsusamlegum mörkum í blóðrauða. Þau leggja einnig til leiðir til úrbóta en grein þeirra má sem lesa má hér. MAST sem er eftirlitsaðili með velferð dýra hefur ekki svo vitað sé beðið um eða krafist óháðrar rannsóknar, heldur þvert á móti gefið lítið fyrir rökstuddar greinargerðir vísindamanna og fagfólks sem hefur bent á þörfina fyrir frekari rannsóknir. Ákvörðun ráðherra lögfestir þessa afar umdeildu starfsemi með nýlegri reglugerð. Eðlilegt hefði verið að sú lögfesting hvíldi á vísindalegum grunni en ekki ákefð hagsmunaaðila. Tillaga starfshóps ráðherra um að sannreyna mælingarnar tímabundið er einkar óburðugt svar við skorti rannsókna. Það gefur í skyn að mælingarnar eins og þær hafa farið fram séu fullnægjandi sem er fjarri lagi. Þegar litið er til þess að matvælaráðherra lagði áherslu á að markmið hennar væri að tryggja velferð blóðtökuhryssa er átakanlegt að lögfestingin breytir engu fyrir dýrin. Starfsemin er óbreytt fyrir og eftir lögfestingu. Það er lágmarkskrafa að fram fari óháð vísindarannsókn sem leiði staðreyndir í ljós og ákvarðanir séu byggðar á þeim staðreyndum. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri reglugerð matvælaráðherra um blóðtöku úr fylfullum hryssum er áfram leyfilegt að taka 40 lítra af blóði úr hryssu yfir tveggja mánaða tímabil. Reglugerðin breytti engu um aðstæður hryssanna, byggir á takmörkuðum gögnum hagsmunaaðila og ekki er farið fram á ítarlegar rannsóknir á heilsu blóðtökuhryssa. Talsmenn blóðmerahalds og starfsfólk Matvælastofnunar (MAST) hafa ítrekað vísað til rannsókna um starfsemina. Rannsókna er sýna áttu að neikvæð áhrif blóðtökunnar á heilsu þessara hryssa væru engin. Í desember á síðasta ári var kallað eftir þeim rannsóknum. Það kom svo á daginn að engar slíkar rannsóknir eru til. Það sem meira er að blóðmagn íslenskra hrossa hefur verið ofmetið um 10 lítra. Engar mælingar á járni í blóði eru til fyrir þessar hryssur en járn er nauðsynlegt fyrir myndun blóðrauða og þar með rauðra blóðkorna. Vert er að nefna að járnþörf eykst á meðgöngu hvort sem um er ræða konur eða hryssur. Engar aðrar blóðefnamælingar er til, engin gögn um blóðþrýsting, hjartsláttar- eða öndunartíðni eftir blóðtöku. Engar þyngdarmælingar hafa verið gerðar, hvorki á hryssum né folöldum þeirra. Spendýr þola ekki að missa 15-20% af blóði sínu vikulega í átta skipti án þess að verða fyrir neikvæðum áhrifum eða líða illa og þjást. Enn síður fylfullar mjólkandi hryssur sem eru samkvæmt eðli málsins viðkvæmari en ella. Þetta hafa læknar og dýralæknir tekið undir. Ef þessar tölur eru settar í samhengi við manninn þá væri þetta líkt og að taka einn lítra af blóði vikulega úr þungaðri konu með barn á brjósti yfir tveggja mánaða tímabil. Undirrituð setti sig í samband við ástralskt fyrirtæki sem framleiðir mótefni við snákaeitri úr hrossablóði. Blóðið er tekið úr tömdum geldingum sem vega 700 kg. Teknir eru 3 lítrar í hverri blóðtöku og blóðtakan framkvæmd tvisvar á ári meðan hestarnir eru slævðir. Þarna er töluverður munur á, þarna er verið að taka minna en 6% af heildarblóðmagni tvisvar á ári úr tömdum geldingum fyrir lífsbjargandi lyf. Einu gögnin sem MAST og talsmenn blóðmerahalds bera fyrir sig eru mælingar gerðar af fyrirtækinu sem hagnast af blóðtökunni. Mælingarnar eru úr minna en 2% úrtaki og eru gerðar annað hvert ár. Það kemur á óvart að sjá hversu takmörkuð gögnin eru í ljósi þess að fagfólk MAST hefur haldið því fram að til sé öflugur gagnagrunnur sem eigi að sýna að heilsu þessara hryssa sé ekki ógnað. Hann er ekki til. Guðrún Sch. Thorsteinsson læknir og Jón Thorsteinsson stærðfræðingur rýndu í mælingar þessar. Þau benda á að þó að gögnin séu virkilega takmörkuð, megi samt úr þeim lesa að margar hryssur séu langt undir heilsusamlegum mörkum í blóðrauða. Þau leggja einnig til leiðir til úrbóta en grein þeirra má sem lesa má hér. MAST sem er eftirlitsaðili með velferð dýra hefur ekki svo vitað sé beðið um eða krafist óháðrar rannsóknar, heldur þvert á móti gefið lítið fyrir rökstuddar greinargerðir vísindamanna og fagfólks sem hefur bent á þörfina fyrir frekari rannsóknir. Ákvörðun ráðherra lögfestir þessa afar umdeildu starfsemi með nýlegri reglugerð. Eðlilegt hefði verið að sú lögfesting hvíldi á vísindalegum grunni en ekki ákefð hagsmunaaðila. Tillaga starfshóps ráðherra um að sannreyna mælingarnar tímabundið er einkar óburðugt svar við skorti rannsókna. Það gefur í skyn að mælingarnar eins og þær hafa farið fram séu fullnægjandi sem er fjarri lagi. Þegar litið er til þess að matvælaráðherra lagði áherslu á að markmið hennar væri að tryggja velferð blóðtökuhryssa er átakanlegt að lögfestingin breytir engu fyrir dýrin. Starfsemin er óbreytt fyrir og eftir lögfestingu. Það er lágmarkskrafa að fram fari óháð vísindarannsókn sem leiði staðreyndir í ljós og ákvarðanir séu byggðar á þeim staðreyndum. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun