Meintar rannsóknir blóðmerahalds ekki til Rósa Líf Darradóttir skrifar 31. október 2022 10:31 Samkvæmt nýlegri reglugerð matvælaráðherra um blóðtöku úr fylfullum hryssum er áfram leyfilegt að taka 40 lítra af blóði úr hryssu yfir tveggja mánaða tímabil. Reglugerðin breytti engu um aðstæður hryssanna, byggir á takmörkuðum gögnum hagsmunaaðila og ekki er farið fram á ítarlegar rannsóknir á heilsu blóðtökuhryssa. Talsmenn blóðmerahalds og starfsfólk Matvælastofnunar (MAST) hafa ítrekað vísað til rannsókna um starfsemina. Rannsókna er sýna áttu að neikvæð áhrif blóðtökunnar á heilsu þessara hryssa væru engin. Í desember á síðasta ári var kallað eftir þeim rannsóknum. Það kom svo á daginn að engar slíkar rannsóknir eru til. Það sem meira er að blóðmagn íslenskra hrossa hefur verið ofmetið um 10 lítra. Engar mælingar á járni í blóði eru til fyrir þessar hryssur en járn er nauðsynlegt fyrir myndun blóðrauða og þar með rauðra blóðkorna. Vert er að nefna að járnþörf eykst á meðgöngu hvort sem um er ræða konur eða hryssur. Engar aðrar blóðefnamælingar er til, engin gögn um blóðþrýsting, hjartsláttar- eða öndunartíðni eftir blóðtöku. Engar þyngdarmælingar hafa verið gerðar, hvorki á hryssum né folöldum þeirra. Spendýr þola ekki að missa 15-20% af blóði sínu vikulega í átta skipti án þess að verða fyrir neikvæðum áhrifum eða líða illa og þjást. Enn síður fylfullar mjólkandi hryssur sem eru samkvæmt eðli málsins viðkvæmari en ella. Þetta hafa læknar og dýralæknir tekið undir. Ef þessar tölur eru settar í samhengi við manninn þá væri þetta líkt og að taka einn lítra af blóði vikulega úr þungaðri konu með barn á brjósti yfir tveggja mánaða tímabil. Undirrituð setti sig í samband við ástralskt fyrirtæki sem framleiðir mótefni við snákaeitri úr hrossablóði. Blóðið er tekið úr tömdum geldingum sem vega 700 kg. Teknir eru 3 lítrar í hverri blóðtöku og blóðtakan framkvæmd tvisvar á ári meðan hestarnir eru slævðir. Þarna er töluverður munur á, þarna er verið að taka minna en 6% af heildarblóðmagni tvisvar á ári úr tömdum geldingum fyrir lífsbjargandi lyf. Einu gögnin sem MAST og talsmenn blóðmerahalds bera fyrir sig eru mælingar gerðar af fyrirtækinu sem hagnast af blóðtökunni. Mælingarnar eru úr minna en 2% úrtaki og eru gerðar annað hvert ár. Það kemur á óvart að sjá hversu takmörkuð gögnin eru í ljósi þess að fagfólk MAST hefur haldið því fram að til sé öflugur gagnagrunnur sem eigi að sýna að heilsu þessara hryssa sé ekki ógnað. Hann er ekki til. Guðrún Sch. Thorsteinsson læknir og Jón Thorsteinsson stærðfræðingur rýndu í mælingar þessar. Þau benda á að þó að gögnin séu virkilega takmörkuð, megi samt úr þeim lesa að margar hryssur séu langt undir heilsusamlegum mörkum í blóðrauða. Þau leggja einnig til leiðir til úrbóta en grein þeirra má sem lesa má hér. MAST sem er eftirlitsaðili með velferð dýra hefur ekki svo vitað sé beðið um eða krafist óháðrar rannsóknar, heldur þvert á móti gefið lítið fyrir rökstuddar greinargerðir vísindamanna og fagfólks sem hefur bent á þörfina fyrir frekari rannsóknir. Ákvörðun ráðherra lögfestir þessa afar umdeildu starfsemi með nýlegri reglugerð. Eðlilegt hefði verið að sú lögfesting hvíldi á vísindalegum grunni en ekki ákefð hagsmunaaðila. Tillaga starfshóps ráðherra um að sannreyna mælingarnar tímabundið er einkar óburðugt svar við skorti rannsókna. Það gefur í skyn að mælingarnar eins og þær hafa farið fram séu fullnægjandi sem er fjarri lagi. Þegar litið er til þess að matvælaráðherra lagði áherslu á að markmið hennar væri að tryggja velferð blóðtökuhryssa er átakanlegt að lögfestingin breytir engu fyrir dýrin. Starfsemin er óbreytt fyrir og eftir lögfestingu. Það er lágmarkskrafa að fram fari óháð vísindarannsókn sem leiði staðreyndir í ljós og ákvarðanir séu byggðar á þeim staðreyndum. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri reglugerð matvælaráðherra um blóðtöku úr fylfullum hryssum er áfram leyfilegt að taka 40 lítra af blóði úr hryssu yfir tveggja mánaða tímabil. Reglugerðin breytti engu um aðstæður hryssanna, byggir á takmörkuðum gögnum hagsmunaaðila og ekki er farið fram á ítarlegar rannsóknir á heilsu blóðtökuhryssa. Talsmenn blóðmerahalds og starfsfólk Matvælastofnunar (MAST) hafa ítrekað vísað til rannsókna um starfsemina. Rannsókna er sýna áttu að neikvæð áhrif blóðtökunnar á heilsu þessara hryssa væru engin. Í desember á síðasta ári var kallað eftir þeim rannsóknum. Það kom svo á daginn að engar slíkar rannsóknir eru til. Það sem meira er að blóðmagn íslenskra hrossa hefur verið ofmetið um 10 lítra. Engar mælingar á járni í blóði eru til fyrir þessar hryssur en járn er nauðsynlegt fyrir myndun blóðrauða og þar með rauðra blóðkorna. Vert er að nefna að járnþörf eykst á meðgöngu hvort sem um er ræða konur eða hryssur. Engar aðrar blóðefnamælingar er til, engin gögn um blóðþrýsting, hjartsláttar- eða öndunartíðni eftir blóðtöku. Engar þyngdarmælingar hafa verið gerðar, hvorki á hryssum né folöldum þeirra. Spendýr þola ekki að missa 15-20% af blóði sínu vikulega í átta skipti án þess að verða fyrir neikvæðum áhrifum eða líða illa og þjást. Enn síður fylfullar mjólkandi hryssur sem eru samkvæmt eðli málsins viðkvæmari en ella. Þetta hafa læknar og dýralæknir tekið undir. Ef þessar tölur eru settar í samhengi við manninn þá væri þetta líkt og að taka einn lítra af blóði vikulega úr þungaðri konu með barn á brjósti yfir tveggja mánaða tímabil. Undirrituð setti sig í samband við ástralskt fyrirtæki sem framleiðir mótefni við snákaeitri úr hrossablóði. Blóðið er tekið úr tömdum geldingum sem vega 700 kg. Teknir eru 3 lítrar í hverri blóðtöku og blóðtakan framkvæmd tvisvar á ári meðan hestarnir eru slævðir. Þarna er töluverður munur á, þarna er verið að taka minna en 6% af heildarblóðmagni tvisvar á ári úr tömdum geldingum fyrir lífsbjargandi lyf. Einu gögnin sem MAST og talsmenn blóðmerahalds bera fyrir sig eru mælingar gerðar af fyrirtækinu sem hagnast af blóðtökunni. Mælingarnar eru úr minna en 2% úrtaki og eru gerðar annað hvert ár. Það kemur á óvart að sjá hversu takmörkuð gögnin eru í ljósi þess að fagfólk MAST hefur haldið því fram að til sé öflugur gagnagrunnur sem eigi að sýna að heilsu þessara hryssa sé ekki ógnað. Hann er ekki til. Guðrún Sch. Thorsteinsson læknir og Jón Thorsteinsson stærðfræðingur rýndu í mælingar þessar. Þau benda á að þó að gögnin séu virkilega takmörkuð, megi samt úr þeim lesa að margar hryssur séu langt undir heilsusamlegum mörkum í blóðrauða. Þau leggja einnig til leiðir til úrbóta en grein þeirra má sem lesa má hér. MAST sem er eftirlitsaðili með velferð dýra hefur ekki svo vitað sé beðið um eða krafist óháðrar rannsóknar, heldur þvert á móti gefið lítið fyrir rökstuddar greinargerðir vísindamanna og fagfólks sem hefur bent á þörfina fyrir frekari rannsóknir. Ákvörðun ráðherra lögfestir þessa afar umdeildu starfsemi með nýlegri reglugerð. Eðlilegt hefði verið að sú lögfesting hvíldi á vísindalegum grunni en ekki ákefð hagsmunaaðila. Tillaga starfshóps ráðherra um að sannreyna mælingarnar tímabundið er einkar óburðugt svar við skorti rannsókna. Það gefur í skyn að mælingarnar eins og þær hafa farið fram séu fullnægjandi sem er fjarri lagi. Þegar litið er til þess að matvælaráðherra lagði áherslu á að markmið hennar væri að tryggja velferð blóðtökuhryssa er átakanlegt að lögfestingin breytir engu fyrir dýrin. Starfsemin er óbreytt fyrir og eftir lögfestingu. Það er lágmarkskrafa að fram fari óháð vísindarannsókn sem leiði staðreyndir í ljós og ákvarðanir séu byggðar á þeim staðreyndum. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun