Lula kjörinn forseti Brasilíu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. október 2022 23:32 Hér má sjá Lula heilsa stuðningsfólki sínu eftir að hann mætti á kjörstað fyrr í dag. AP/Andre Penner Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. Lula og Bolsonaro eru mjög ólíkir stjórnmálamenn, en Lula bíður ærið verkefni þar sem meirihluti þingsins er trúr Bolsonaro og gæti torveldað Lula mjög að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti víða um Brasilíu þegar fréttir bárust af því að það stefndi í sigur Lula. Hér má sjá hóp stuðningsmanna í São Paolo. Lula just surpasses Bolsonaro, and Brazilians at this bar in São Paulo are ecstatic pic.twitter.com/Leh7rGGNlw— Sofia Bettiza (@SofiaBettiza) October 30, 2022 Lula gegndi embætti forseta Brasilíu frá 2003 til 2010. Endurkoma Lula þykir merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018 fyrir mútuþægni og gat því ekki boðið fram í síðustu kosningum. Hann var síðan hreinsaður af þeim ásökunum, en ekki fyrr en hann hafði eytt tæpum sex hundruð dögum í fangaklefa. Nokkrum augnablikum áður en tilkynnt var að Lula hefði sigrað Bolsonaro tísti hann einu orði, „lýðræði“ á Twitter-reikningi sínum ásamt því að leggja áherslu á framfarir með myndbirtingu sinni. Tístið má sjá hér að neðan. Democracia. pic.twitter.com/zvnBbnQ3HG— Lula 13 (@LulaOficial) October 30, 2022 Lula vann fyrri umferð kosninganna fyrir tveimur vikum en skoðanakannanir bentu til að í þeirri seinni yrði mjótt á munum llíkt og varð raunin. Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur þó enn ekki viðurkennt ósigur sinn og óttast margir að hann muni ekki gera það, heldur halda því fram að rangt hafi verið haft við. Brasilía Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Lula og Bolsonaro eru mjög ólíkir stjórnmálamenn, en Lula bíður ærið verkefni þar sem meirihluti þingsins er trúr Bolsonaro og gæti torveldað Lula mjög að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti víða um Brasilíu þegar fréttir bárust af því að það stefndi í sigur Lula. Hér má sjá hóp stuðningsmanna í São Paolo. Lula just surpasses Bolsonaro, and Brazilians at this bar in São Paulo are ecstatic pic.twitter.com/Leh7rGGNlw— Sofia Bettiza (@SofiaBettiza) October 30, 2022 Lula gegndi embætti forseta Brasilíu frá 2003 til 2010. Endurkoma Lula þykir merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018 fyrir mútuþægni og gat því ekki boðið fram í síðustu kosningum. Hann var síðan hreinsaður af þeim ásökunum, en ekki fyrr en hann hafði eytt tæpum sex hundruð dögum í fangaklefa. Nokkrum augnablikum áður en tilkynnt var að Lula hefði sigrað Bolsonaro tísti hann einu orði, „lýðræði“ á Twitter-reikningi sínum ásamt því að leggja áherslu á framfarir með myndbirtingu sinni. Tístið má sjá hér að neðan. Democracia. pic.twitter.com/zvnBbnQ3HG— Lula 13 (@LulaOficial) October 30, 2022 Lula vann fyrri umferð kosninganna fyrir tveimur vikum en skoðanakannanir bentu til að í þeirri seinni yrði mjótt á munum llíkt og varð raunin. Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur þó enn ekki viðurkennt ósigur sinn og óttast margir að hann muni ekki gera það, heldur halda því fram að rangt hafi verið haft við.
Brasilía Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43