Heimamenn í Inter komust yfir eftir rétt rúmar 20 mínútur þegar Hakan Çalhanoğlu tók hornspyrnu á kollinn á Stefan de Vrij sem stangaði boltann í netið. Nicolò Barella tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiksins með góðu skoti.
Um miðbik síðari hálfleiks gerði Joaquín Correa endanlega út um leikinn með þriðja marki heimamanna. Lokatölur 3-0 og Inter búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum.
Inter er nú með 24 stig ásamt Lazio og Atalanta sem eru í sætunum tveimur fyrir ofan. Þau eiga þó leik til góða.