„Við erum að stækka sem félag“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 29. október 2022 16:15 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA er gríðarlega sáttur við tímabil sinna manna. Vísir „Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning. Við erum gríðarlega ánægðir og stoltir í dag,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA ánægður eftir 2-0 sigur á Valsmönnum á KA vellinum í dag. Sigurinn gulltryggði KA annað sæti deildarinnar. „Við unnum gott lið í dag. Það breytist mikið við rauða spjaldið, þar klúðrum við í raun færi en hann ver boltann með hendinni og þar með rautt spjald. Við það breytist leikurinn og við sigldum þessu heim, allt KA fólk í bænum er gríðarlega ánægt með annað sætið.“ KA byrjaði leikinn passíft og voru Valsmenn sterkari til að byrja með. „Það var ekki viljandi. Valur er bara mjög gott lið og héldu boltanum vel, við vorum ekki nógu grimmir á móti þeim og þeir náðu að sækja á okkur. Mér finnst við búnir að vera passífir í síðustu leikjum, það er búið að vera að plaga liðið þó án þess að lið séu að ná að skapa sér mikið á móti okkur.“ Það var fagnað vel eftir leik og tóku leikmenn meðal annars lagið Angels með stuðningsfólki eftir leik. „Þetta er lag sem við tökum alltaf saman inn í klefa, leyfum krökkum að koma inn og syngja með okkur og við ákváðum að taka þetta saman með okkar fólki þar sem þetta var síðasti leikurinn og þetta fólk er búið að styðja okkur í allt sumar. Það er mikið búið að vera að gerast á KA svæðinu, það var verið að byggja stúku fyrir okkur og mikið að sjálfboðaliðum búið að aðstoða við það og okkur langar að gefa til baka.“ KA endar fimm stigum fyrir ofan Víking Reykjavík. „Það var markmiðið eftir að ég tók við að enda fyrir ofan Víking Reykjavík og ná þessu öðru sæti og það tókst. Fólk getur kannski farið að átta sig á því að það eru fleiri lið en Víkingur og Breiðablik í þessari deild, tvö frábær lið en við erum búnir að standa okkur gríðarlega vel. Allt frá því að við byrjuðum sumarið þegar Arnar Grétarsson var hér og svo tók ég við. Teymið og allt í kringum þetta er búið að vera frábært, allir að leggja hönd á plóg. Við erum að stækka sem félag, við erum að fara fá ennþá betri aðstöðu og ætlum okkur bara meiri hluti á næsta tímabili.“ KA var fyrir mótið spáð neðarlega eða í 7, 8 og 9 sæti af miðlum. „Við erum mun sterkari en það, við erum búnir að vera að vinna í ákveðnum atriðum núna í tvö ár og erum bara komnir lengra. Við töldum okkur fyrir tímabilið vera sterkari en það og við vissum að við ættum möguleika á að vera ofarlega en það þýðir ekkert endilega að það takist alltaf en það tókst hjá okkur og mér finnst við eiga það fullkomlega skilið. Ég er gríðarlega ánægður og stoltur af strákunum.“ Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði með KA lengst af móti og endaði með 17 mörk og þar með varð hann markakóngur þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðustu leikina af mótinu, ásamt því hafa margir leikmenn verið að stíga upp hjá KA. „Það er alltaf þannig að þegar lið eru góð að þá eru alltaf einhverjir sem skína aðeins meira og Nökkvi stóð sig ótrúlega vel í sumar. Við seljum hann fyrir úrslitakeppnina en samt höldum við dampi. Við missum tvo stráka í meiðsli út tímabilið á móti Breiðablik en samt höldum við áfram, við fengum enga leikmenn inn en okkar strákar stóðu sig ótrúlega vel. Það sýnir bara hvað KA hjartað er sterkt í þessum hóp.“ KA Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
„Við unnum gott lið í dag. Það breytist mikið við rauða spjaldið, þar klúðrum við í raun færi en hann ver boltann með hendinni og þar með rautt spjald. Við það breytist leikurinn og við sigldum þessu heim, allt KA fólk í bænum er gríðarlega ánægt með annað sætið.“ KA byrjaði leikinn passíft og voru Valsmenn sterkari til að byrja með. „Það var ekki viljandi. Valur er bara mjög gott lið og héldu boltanum vel, við vorum ekki nógu grimmir á móti þeim og þeir náðu að sækja á okkur. Mér finnst við búnir að vera passífir í síðustu leikjum, það er búið að vera að plaga liðið þó án þess að lið séu að ná að skapa sér mikið á móti okkur.“ Það var fagnað vel eftir leik og tóku leikmenn meðal annars lagið Angels með stuðningsfólki eftir leik. „Þetta er lag sem við tökum alltaf saman inn í klefa, leyfum krökkum að koma inn og syngja með okkur og við ákváðum að taka þetta saman með okkar fólki þar sem þetta var síðasti leikurinn og þetta fólk er búið að styðja okkur í allt sumar. Það er mikið búið að vera að gerast á KA svæðinu, það var verið að byggja stúku fyrir okkur og mikið að sjálfboðaliðum búið að aðstoða við það og okkur langar að gefa til baka.“ KA endar fimm stigum fyrir ofan Víking Reykjavík. „Það var markmiðið eftir að ég tók við að enda fyrir ofan Víking Reykjavík og ná þessu öðru sæti og það tókst. Fólk getur kannski farið að átta sig á því að það eru fleiri lið en Víkingur og Breiðablik í þessari deild, tvö frábær lið en við erum búnir að standa okkur gríðarlega vel. Allt frá því að við byrjuðum sumarið þegar Arnar Grétarsson var hér og svo tók ég við. Teymið og allt í kringum þetta er búið að vera frábært, allir að leggja hönd á plóg. Við erum að stækka sem félag, við erum að fara fá ennþá betri aðstöðu og ætlum okkur bara meiri hluti á næsta tímabili.“ KA var fyrir mótið spáð neðarlega eða í 7, 8 og 9 sæti af miðlum. „Við erum mun sterkari en það, við erum búnir að vera að vinna í ákveðnum atriðum núna í tvö ár og erum bara komnir lengra. Við töldum okkur fyrir tímabilið vera sterkari en það og við vissum að við ættum möguleika á að vera ofarlega en það þýðir ekkert endilega að það takist alltaf en það tókst hjá okkur og mér finnst við eiga það fullkomlega skilið. Ég er gríðarlega ánægður og stoltur af strákunum.“ Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði með KA lengst af móti og endaði með 17 mörk og þar með varð hann markakóngur þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðustu leikina af mótinu, ásamt því hafa margir leikmenn verið að stíga upp hjá KA. „Það er alltaf þannig að þegar lið eru góð að þá eru alltaf einhverjir sem skína aðeins meira og Nökkvi stóð sig ótrúlega vel í sumar. Við seljum hann fyrir úrslitakeppnina en samt höldum við dampi. Við missum tvo stráka í meiðsli út tímabilið á móti Breiðablik en samt höldum við áfram, við fengum enga leikmenn inn en okkar strákar stóðu sig ótrúlega vel. Það sýnir bara hvað KA hjartað er sterkt í þessum hóp.“
KA Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira