Símalaus sunnudagur – upplifum ævintýri saman Ellen Calmon skrifar 29. október 2022 14:00 Á morgun sunnudaginn 30. október fer fram Símalaus sunnudagur á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi. Glápirðu á skjáinn í tíma og ótíma? Er barnið að hnippa í þig þegar þú ert að hafa kósýkvöld og horfa á fjölskyldubíó? Segir barnið stundum – hættu að horfa á símann og horfðu á mig? Ég kannast því miður við þetta og er ekki fullkomin uppalandi frekar en mörg okkar en reyni að gera mitt besta. Á morgun höfum við tækifæri að staldra við og taka þátt í Símalausum sunnudegi og leggja símann eða önnur skjátæki frá okkur frá kl. 9-21. Það er ekki þar með sagt að það megi ekki svara í símann þegar amma hringir, en við skulum reyna að vera ekkert að glápa á hann eða strjúka skjái skjátækja þann daginn. Iðkum tengslamyndun Rannsóknir hafa sýnt að skjáirnir hafa neikvæð áhrif á tengslamyndum foreldra og barna. Þá vitum við af því að börn, þrátt fyrir að hafa ekki aldur til, eru á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau ekki þroska til þátttöku og eiga erfitt með að greina upplýsingar og áreiti sem berst í gegnum þessa miðla. Því miður vitum við líka að einelti og áreitni á sér stað á slíkum miðlum, oft í heimi sem forsjáraðilar hafa ekki aðgang að eða þekkja ekki. Það er mikilvægt að uppalendur standi saman um þessi aldurstakmörk og virði þau börnunum til heilla. Tilgangurinn með símalausa sunnudeginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Upplifum ævintýrin saman Þau sem skrá sig til leiks á www.simalaus.is geta unnið fjölskylduvæna vinninga og fá sendar hugmyndir að afþreyingu sem hentar stórum sem smáum. Ég hvet öll, foreldra, forsjáraðila, ömmur, afa, frænkur og frændur til að taka þátt í Símalausum sunnudegi – skrá sig til leiks og leita að ævintýrum utan skjáa. Njótið saman! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Á morgun sunnudaginn 30. október fer fram Símalaus sunnudagur á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi. Glápirðu á skjáinn í tíma og ótíma? Er barnið að hnippa í þig þegar þú ert að hafa kósýkvöld og horfa á fjölskyldubíó? Segir barnið stundum – hættu að horfa á símann og horfðu á mig? Ég kannast því miður við þetta og er ekki fullkomin uppalandi frekar en mörg okkar en reyni að gera mitt besta. Á morgun höfum við tækifæri að staldra við og taka þátt í Símalausum sunnudegi og leggja símann eða önnur skjátæki frá okkur frá kl. 9-21. Það er ekki þar með sagt að það megi ekki svara í símann þegar amma hringir, en við skulum reyna að vera ekkert að glápa á hann eða strjúka skjái skjátækja þann daginn. Iðkum tengslamyndun Rannsóknir hafa sýnt að skjáirnir hafa neikvæð áhrif á tengslamyndum foreldra og barna. Þá vitum við af því að börn, þrátt fyrir að hafa ekki aldur til, eru á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau ekki þroska til þátttöku og eiga erfitt með að greina upplýsingar og áreiti sem berst í gegnum þessa miðla. Því miður vitum við líka að einelti og áreitni á sér stað á slíkum miðlum, oft í heimi sem forsjáraðilar hafa ekki aðgang að eða þekkja ekki. Það er mikilvægt að uppalendur standi saman um þessi aldurstakmörk og virði þau börnunum til heilla. Tilgangurinn með símalausa sunnudeginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Upplifum ævintýrin saman Þau sem skrá sig til leiks á www.simalaus.is geta unnið fjölskylduvæna vinninga og fá sendar hugmyndir að afþreyingu sem hentar stórum sem smáum. Ég hvet öll, foreldra, forsjáraðila, ömmur, afa, frænkur og frændur til að taka þátt í Símalausum sunnudegi – skrá sig til leiks og leita að ævintýrum utan skjáa. Njótið saman! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun