Neanderdalsfjölskylda finnst í fyrsta sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. október 2022 14:00 Þrettán Neanderdalsmenn fundust í Síberíu. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Mike Kemp Vísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjölskyldu Neanderdalsmanna á einum og sama staðnum. Uppgötvunin veitir meiri upplýsingar en nokkru sinni fyrr um samfélag þessa nána ættingja nútímamannsins. Feðgin og frændsystkin þeirra fundust í sama hellinum Á meðal þeirra 13 Neanderdalsmanna sem fundust í tveimur hellum í sunnanverðri Síberíu voru faðir og unglingsdóttir hans og tveir ættingjar feðginanna, barn og fullorðin kona. Greint er frá fundinum og niðurstöðum dna-rannsókna á fólkinu í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Nature. Teymi vísindamanna undir forystu Svante Pääbo, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, rannsakaði genamengi þessara 13 Neanderdalsmanna og bar þau saman við aðra 18 Neanderdalsmenn sem fundist hafa hér og þar í gegnum tíðina. Voru flest uppi á sama tíma Niðurstöðurnar sýna að 13-menningarnir voru margir uppi á svipuðum tíma sem gerir fundinn enn merkilegri en ella og gefur betri mynd af samfélagi Neanderdalsmanna en áður hefur verið til. Vísindamennirnir segja þetta tímamótafund, þetta sé í fyrsta sinn sem segja má að náðst hafi fjölskyldumynd af Neanderdalsmönnum. Samfélög Neanderdalsmanna voru afar fámenn Rannsóknirnar benda til þess að samfélög Neanderdalsmanna hafi verið óvenju fámenn, rétt um 10 til 30 einstaklingar. Það hefur líklega leitt til mikillar skyldleikaræktunar sem hefur átt sinn þátt í að Neanderdalsmaðurinn dó út fyrir um 40.000 árum, en talið er að þessar leifar séu um 54.000 ára gamlar. Rannsóknin sýnir að erfðamengi hvatbera sem berst frá móður til barns var mun fjölbreyttara en Y-litningurinn sem feður gefa. Þetta staðfestir að í Neanderdalssamfélögum yfirgáfu konur fjölskyldur sínar til að fara og búa með öðrum hópum og eignast börn, en karlarnir héldu kyrru fyrir. Þannig virðist sem forfeður, eða í öllu falli formæður okkar, hafi með einhverjum hætti vitað að það væri nauðsynlegt, til að viðhalda kynstofninum og draga úr skyldleikaræktun. Vonast til að finna fleiri ættingja Auk þess fundust í hellunum dýrabein og þúsundir steinverkfæra. Einungis er búið að rannsaka um þriðjung þessa hellasvæðis, og því eru menn vongóðir um að enn fleiri Neanderdalsmenn finnist á næstunni, hugsanlega jafnvel móðir unglingsstúlkunnar sem fannst þarna ásamt föður sínum. Fornminjar Vísindi Rússland Tengdar fréttir Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Feðgin og frændsystkin þeirra fundust í sama hellinum Á meðal þeirra 13 Neanderdalsmanna sem fundust í tveimur hellum í sunnanverðri Síberíu voru faðir og unglingsdóttir hans og tveir ættingjar feðginanna, barn og fullorðin kona. Greint er frá fundinum og niðurstöðum dna-rannsókna á fólkinu í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Nature. Teymi vísindamanna undir forystu Svante Pääbo, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, rannsakaði genamengi þessara 13 Neanderdalsmanna og bar þau saman við aðra 18 Neanderdalsmenn sem fundist hafa hér og þar í gegnum tíðina. Voru flest uppi á sama tíma Niðurstöðurnar sýna að 13-menningarnir voru margir uppi á svipuðum tíma sem gerir fundinn enn merkilegri en ella og gefur betri mynd af samfélagi Neanderdalsmanna en áður hefur verið til. Vísindamennirnir segja þetta tímamótafund, þetta sé í fyrsta sinn sem segja má að náðst hafi fjölskyldumynd af Neanderdalsmönnum. Samfélög Neanderdalsmanna voru afar fámenn Rannsóknirnar benda til þess að samfélög Neanderdalsmanna hafi verið óvenju fámenn, rétt um 10 til 30 einstaklingar. Það hefur líklega leitt til mikillar skyldleikaræktunar sem hefur átt sinn þátt í að Neanderdalsmaðurinn dó út fyrir um 40.000 árum, en talið er að þessar leifar séu um 54.000 ára gamlar. Rannsóknin sýnir að erfðamengi hvatbera sem berst frá móður til barns var mun fjölbreyttara en Y-litningurinn sem feður gefa. Þetta staðfestir að í Neanderdalssamfélögum yfirgáfu konur fjölskyldur sínar til að fara og búa með öðrum hópum og eignast börn, en karlarnir héldu kyrru fyrir. Þannig virðist sem forfeður, eða í öllu falli formæður okkar, hafi með einhverjum hætti vitað að það væri nauðsynlegt, til að viðhalda kynstofninum og draga úr skyldleikaræktun. Vonast til að finna fleiri ættingja Auk þess fundust í hellunum dýrabein og þúsundir steinverkfæra. Einungis er búið að rannsaka um þriðjung þessa hellasvæðis, og því eru menn vongóðir um að enn fleiri Neanderdalsmenn finnist á næstunni, hugsanlega jafnvel móðir unglingsstúlkunnar sem fannst þarna ásamt föður sínum.
Fornminjar Vísindi Rússland Tengdar fréttir Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38
Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34