Sport

Dag­skráin í dag: Körfu­bolta­kvöld, Manchester United, stór­leikur í Garða­bæ, Stefán Teitur mætir Hömrunum og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fær Ronaldo aftur tækifæri í byrjunarliði Manchester United?
Fær Ronaldo aftur tækifæri í byrjunarliði Manchester United? AP Photo/Jon Super

Það er sannkallaður lúxus fimmtudagur á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Við bjóðum upp á Evrópu- og Sambandsdeildina í fótbolta, Subway deild karla í körfubolta og golf.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.10 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway-deildar kvenna.

Klukkan 18.05 er komið að beinni útsendingu frá leik Grindavíkur og ÍR í Subway deild karla í körfubolta. Klukkan 20.05 hefst svo útsending frá stórleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í sömu deild.

Klukkan 22.00 er komið að Tilþrifunum þar sem farið verður yfir hápunkta kvöldsins í Subway deild karla.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.35 hefst bein útsending frá Rómarborg þar sem Lazio tekur á móti Midtjylland í Evrópudeildinni í fótbolta. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Elías Rafn Ólafsson fái loks tækifæri milli stanganna hjá danska liðinu.

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Manchester-borg þar sem heimamenn í Man United taka á móti FC Sheriff í Evrópudeildinni.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.35 hefst leikur Slovacko og Köln í Sambandsdeildinni í fótbolta. Klukkan 18.50 hefst útsending frá leik West Ham United og Silkeborg í Sambandsdeildinni. Reikna má með að Stefán Teitur Þórðarson verði á sínum stað í byrjunarliði gestanna.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 12.00 hefst Portugal Masters í golfi en það er hluti af DP World-mótaröðinni. Klukkan 17.30 er komið að Bermuda Championship mótinu í golfi, það er hluti af PGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Esport

Klukkan 19.15 hefst bein útsending frá leikjum kvöldsins í Ljósleiðaradeildinni. Í fyrri leik kvöldsins mætast SAGA og Dusty á meðan Þór og Breiðablik mætast í síðari leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×