ADHD hjá fullorðnum, röskun eða? Sigrún Heimisdóttir skrifar 25. október 2022 21:31 Október er tileinkaður vitundarvakningu um ADHD (Attention deficit/hyperactivity disorder). ADHD er skilgreint sem taugaþroskaröskun og læknisfræðilegt heiti á íslensku er: „Truflun á virkni og athygli”. Síðustu vikur hefur átt sér stað mikilvæg umræða í fjölmiðlum tengd offitusjúkdómnum, greiningu hans og meðferð. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir hefur staðið í framlínu þeirrar vitundarvakningar og bent á að mikilvægt sé að breyta viðhorfum til þeirra sem takast á við ofþyngd. Sú umræða og þessi stóra spurning, hvenær einkenni eða ástand er orðið að röskun eða sjúkdómi, sem þarf að greina og meðhöndla, gæti alveg eins átt við um ADHD. Í daglegu tali skellum við fram allskonar fullyrðingum og staðalímyndum t.d. „ég er svo ofvirk í dag“ eða „geðveik“ eða „feit“. Sjaldan heyrist þó „ég er svo kransæðastífluð í dag“, „vöðvabólguð“ eða „mjó“ svo það eru einungis sum einkenni, raskanir eða sjúkdómar sem við tengjum við dagsformið, á meðan annað kemst ekki á blað í því samhengi. Svona tal þarf ekki endilega að vera neikvætt, en skapar þó mögulega hættu á því að þeir sem raunverulega finna fyrir erfiðleikum vegna viðvarandi einkenna fái ekki skilning, mat á vanda sínum eða meðferð við hæfi. Hvenær er þá mikil virkni eða athyglisvandi orðið að röskuninni ADHD? Flest þekkjum við nefnilega eitthvað af þessum einkennum hjá okkur. Við erum með athyglisbrest annað slagið, erum virkari þennan daginn en góðu hófi gegnir, en rólegri þann næsta. Gleymum og klikkum á að skipuleggja okkur eða höldum ekki skipulagið út. Samfélagið ýtir svo kannski bara undir allt saman með hraða nútímans og kröfum. Greining á þeirri hömlun sem einkenni ADHD geta haft á daglegt líf er flókin og yfirgripsmikil, bæði hjá börnum og fullorðnum. Í orðunum „truflun á virkni og athygli“ felst að það er vandi til staðar, eitthvað sem truflar. Í greiningarferli fullorðinna, er fyrst skimað fyrir því hvort taugaþroskaröskunin sé mögulega til staðar og hvort einkenni séu hamlandi. Alveg eins og þegar skimað er fyrir annarskonar heilsuvanda, er verið að útiloka að eitthvað annað geti valdið einkennum. Þetta heitir mismunagreining og snýst um að kanna allar mögulegar tilgátur eða skýringar aðrar. Þar byrja flækjurnar því margt í okkar daglega lífi hefur áhrif á athyglisgetu og virkni. Sálfræðingur sem greinir röskunina er því með margar tilgátur í kollinum á meðan hann talar við skjólstæðing sinn. Dæmi um mögulega áhrifaþætti er tilfinningalegt ástand, áfallareynsla, langvarandi streita eða álag, nýlegt álag eða erfiðleikar tengt núverandi aðstæðum, svefnóregla eða hverskonar innri eða ytri streituvaldar. Einnig líkamlegir þættir s.s. efnaskiptabúskapur, næring, hreyfing og lífsstíll. Enn fremur er metið hvort einkenni skýrist af öðrum taugaröskunareinkennum s.s. sértækum námsörðugleikum, þroskafrávikum, byrjandi heilabilun nú eða geti verið tilkomin vegna uppeldis eða félagsmótunar. Til að flækja enn frekar greiningarmyndina eru fylgiraskanir tiltölulega algengar. Ef skimun bendir enn til hamlandi einkenna vegna ADHD og þau ólíkleg til að skýrast af öðru, er metið nánar hvaða einkenni þetta eru og hversu alvarleg. Greiningin felur einnig í sér mat á mögulegum tilfinningavanda og fylgiröskunum, styrkleikum í aðstæðum viðkomandi og veikleikum. Niðurstöður og ráðleggingar um meðferð eru settar fram í skýrslu þannig að öll þessi kortlagning nýtist einstaklingnum sem best. Meðferð með lyfjum er í mörgum tilvikum gagnleg og fer fram mat á þeim meðferðarmöguleikum hjá lækni í framhaldi af greiningu sálfræðings. Mikilvægt er að fólk með hamlandi ADHD hafi tök á stuðningi eða meðferð vegna vandans t.d. hjá sálfræðingi, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi eða öðrum fagaðilum sem hafa sérþekkingu á taugakerfi, hegðun, tilfinningavanda og fylgiröskunum. Vitundarvakning skiptir máli og er hvatning til allra sem grunar að þeir geti verið með einkenni sem hamla í daglegu lífi, til að sækja sér upplýsingar, fá mat á vandanum, stuðning eða meðferð. Hvort sem vandinn heitir taugaröskunin ADHD, ofþyngd eða annað. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri Heilsu og sálfræðiþjónustunnar, miðstöðvar heilsueflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Lyf Heilbrigðismál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Október er tileinkaður vitundarvakningu um ADHD (Attention deficit/hyperactivity disorder). ADHD er skilgreint sem taugaþroskaröskun og læknisfræðilegt heiti á íslensku er: „Truflun á virkni og athygli”. Síðustu vikur hefur átt sér stað mikilvæg umræða í fjölmiðlum tengd offitusjúkdómnum, greiningu hans og meðferð. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir hefur staðið í framlínu þeirrar vitundarvakningar og bent á að mikilvægt sé að breyta viðhorfum til þeirra sem takast á við ofþyngd. Sú umræða og þessi stóra spurning, hvenær einkenni eða ástand er orðið að röskun eða sjúkdómi, sem þarf að greina og meðhöndla, gæti alveg eins átt við um ADHD. Í daglegu tali skellum við fram allskonar fullyrðingum og staðalímyndum t.d. „ég er svo ofvirk í dag“ eða „geðveik“ eða „feit“. Sjaldan heyrist þó „ég er svo kransæðastífluð í dag“, „vöðvabólguð“ eða „mjó“ svo það eru einungis sum einkenni, raskanir eða sjúkdómar sem við tengjum við dagsformið, á meðan annað kemst ekki á blað í því samhengi. Svona tal þarf ekki endilega að vera neikvætt, en skapar þó mögulega hættu á því að þeir sem raunverulega finna fyrir erfiðleikum vegna viðvarandi einkenna fái ekki skilning, mat á vanda sínum eða meðferð við hæfi. Hvenær er þá mikil virkni eða athyglisvandi orðið að röskuninni ADHD? Flest þekkjum við nefnilega eitthvað af þessum einkennum hjá okkur. Við erum með athyglisbrest annað slagið, erum virkari þennan daginn en góðu hófi gegnir, en rólegri þann næsta. Gleymum og klikkum á að skipuleggja okkur eða höldum ekki skipulagið út. Samfélagið ýtir svo kannski bara undir allt saman með hraða nútímans og kröfum. Greining á þeirri hömlun sem einkenni ADHD geta haft á daglegt líf er flókin og yfirgripsmikil, bæði hjá börnum og fullorðnum. Í orðunum „truflun á virkni og athygli“ felst að það er vandi til staðar, eitthvað sem truflar. Í greiningarferli fullorðinna, er fyrst skimað fyrir því hvort taugaþroskaröskunin sé mögulega til staðar og hvort einkenni séu hamlandi. Alveg eins og þegar skimað er fyrir annarskonar heilsuvanda, er verið að útiloka að eitthvað annað geti valdið einkennum. Þetta heitir mismunagreining og snýst um að kanna allar mögulegar tilgátur eða skýringar aðrar. Þar byrja flækjurnar því margt í okkar daglega lífi hefur áhrif á athyglisgetu og virkni. Sálfræðingur sem greinir röskunina er því með margar tilgátur í kollinum á meðan hann talar við skjólstæðing sinn. Dæmi um mögulega áhrifaþætti er tilfinningalegt ástand, áfallareynsla, langvarandi streita eða álag, nýlegt álag eða erfiðleikar tengt núverandi aðstæðum, svefnóregla eða hverskonar innri eða ytri streituvaldar. Einnig líkamlegir þættir s.s. efnaskiptabúskapur, næring, hreyfing og lífsstíll. Enn fremur er metið hvort einkenni skýrist af öðrum taugaröskunareinkennum s.s. sértækum námsörðugleikum, þroskafrávikum, byrjandi heilabilun nú eða geti verið tilkomin vegna uppeldis eða félagsmótunar. Til að flækja enn frekar greiningarmyndina eru fylgiraskanir tiltölulega algengar. Ef skimun bendir enn til hamlandi einkenna vegna ADHD og þau ólíkleg til að skýrast af öðru, er metið nánar hvaða einkenni þetta eru og hversu alvarleg. Greiningin felur einnig í sér mat á mögulegum tilfinningavanda og fylgiröskunum, styrkleikum í aðstæðum viðkomandi og veikleikum. Niðurstöður og ráðleggingar um meðferð eru settar fram í skýrslu þannig að öll þessi kortlagning nýtist einstaklingnum sem best. Meðferð með lyfjum er í mörgum tilvikum gagnleg og fer fram mat á þeim meðferðarmöguleikum hjá lækni í framhaldi af greiningu sálfræðings. Mikilvægt er að fólk með hamlandi ADHD hafi tök á stuðningi eða meðferð vegna vandans t.d. hjá sálfræðingi, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi eða öðrum fagaðilum sem hafa sérþekkingu á taugakerfi, hegðun, tilfinningavanda og fylgiröskunum. Vitundarvakning skiptir máli og er hvatning til allra sem grunar að þeir geti verið með einkenni sem hamla í daglegu lífi, til að sækja sér upplýsingar, fá mat á vandanum, stuðning eða meðferð. Hvort sem vandinn heitir taugaröskunin ADHD, ofþyngd eða annað. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri Heilsu og sálfræðiþjónustunnar, miðstöðvar heilsueflingar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar