Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2022 19:21 Oft hefur verið boðað til mótmæla á undanförnum árum þegar vísa hefur átt hælisleitendum úr landi. Stöð 2/SigurjónÓ Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum. Áður en dómsmálaráðherra komst að til að mæla fyrir frumvarpi sínu um útlendinga í dag fór fram um hálfrar klukkustundar löng umræða um fundarstjórn forseta þar sem ráðherrann var gagnrýndur harðlega. Hann var sagður hafa brotið lög með því að skipa Útlendingastofnun að afhenda ekki gögn um umsækjanedur til Alþingis um ríkisborgargararétt á liðnu þingi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata telur dómsmálaráðherra hafa gert sig brotlegan við mörg lög, meðal annars um lög um ráðherraábyrgð.Vísir/Vilhelm Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata og fleiri veltu fyrir sér hvort Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefði ekki einnig brotið lög um ráðherraábyrgð og bæri því að stefna honum fyrir landsdóm. „Ég sé ekki betur en að hæstvirtur dómsmálaráðherra hafi gerst brotlegur við ráðherraábyrgð og skal því sæta þeirri ábyrgð,“ sagði Gísli Rafn. Loks gat ráðherra mælt fyrir þessari fimmtu tilraun til að koma breytingum á útlendingalögum í gegnum þingið. Jón Gunnarsson reynir nú í fimmta sinn að koma frumvarpi innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingar á útlendingalögum í gegn. Við hlið hans situr Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra sem ekki sá sér fært að verða við ósk stjórnarandstöðuþingmanna að vera viðstaddur umræðuna.Vísir/Vilhelm „Við framkvæmd núgildandi laga hefur komið í ljós að þörf er á að lagafæra, endurskoða og breyta all mörgum ákvæðum laganna um alþjóðlega vernd. Svo framkvæmd og meðferð mála sem undir þau falla sé skýr og gagnsæ,“ sagði Jón meðal annars. Þá hefði þeim fjölgað mikið sem sæktu um alþjóðlega vernd á Íslandi. „Útlit er fyrir að heildarfjöldi umsókna um vernd á árinu verði yfir fimm þúsund. Sem er meira en fjörutíu sinnum fleiri umsóknir en fyrir tíu árum,“ sagði Jón og hlutfallslega fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að frumvarp dómsmálaráðherra hafi þynnst og spyr hvort það hefði nokkur áhrif að samþykkja það.Vísir/Vilhelm Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka gagnrýndu að frumvarpið gengi of langt nema þingmenn Miðflokksins em töldu það ganga of skammt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greip til myndlíkingar um þynningu kaffis á árum áður þegar margar vörur voru skammtaðar á Íslandi. „Það er ekki annað að sjá nú þegar þetta mál kemur hér fram í fimmta skipti að það sé enn búið að þynna það út. Það sé enn búið að bæta í kaffibætinn og minnka kaffið,“ sagði Sigmundur Davíð. Dómsmálaráðherra gat ekki tekið undir það og nefndi dæmi um breytingar. „Það eru teknir út þeir hvatar sem eru í núverandi löggjöf til að láta reyna á þá fresti sem eru til staðar til að fá mál sitt tekið fyrir að nýju. Þannig að því leyti tel ég að þetta leysi mikinn vanda,“ sagði Jón. En samkvæmt frumvarpinu fer neikvæð afgreiðsla umsókna strax í kæruferli en nú ákveða umsækjendur sjálfir hvort og þá hvenær þeir kæra. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar sagði hlutfall hælilsleitenda hér á landi í samanburði við önnur lönd ekki skipta máli.Vísir/Vilhelm Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar sagði að first og fresmt ætti að horfa til neyðar fólks sem sæktu um vernd hér á landi. „Hverju breytir það hvort við erum að taka hlutfallslega fleiri en aðrir. Skiptir það einhverju máli,“ spurði Guðbrandur. Jón Gunnarsson túlkaði þessi orð þingmannsins svona: „Það er ekki hægt að skilja háttvirtan þingmann öðruvísi en svo að hann vilji hér bara opna landamærin og hafa þetta alveg óheft. Hann má hafa þá skoðun. Ég er bara algerlega ósammála því,“ sagði dómsmálaráðherra. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Jón Gunnarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarpið taki einfaldlega ekki á áskorunum Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi. 22. október 2022 10:18 Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. 19. október 2022 11:46 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Áður en dómsmálaráðherra komst að til að mæla fyrir frumvarpi sínu um útlendinga í dag fór fram um hálfrar klukkustundar löng umræða um fundarstjórn forseta þar sem ráðherrann var gagnrýndur harðlega. Hann var sagður hafa brotið lög með því að skipa Útlendingastofnun að afhenda ekki gögn um umsækjanedur til Alþingis um ríkisborgargararétt á liðnu þingi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata telur dómsmálaráðherra hafa gert sig brotlegan við mörg lög, meðal annars um lög um ráðherraábyrgð.Vísir/Vilhelm Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata og fleiri veltu fyrir sér hvort Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefði ekki einnig brotið lög um ráðherraábyrgð og bæri því að stefna honum fyrir landsdóm. „Ég sé ekki betur en að hæstvirtur dómsmálaráðherra hafi gerst brotlegur við ráðherraábyrgð og skal því sæta þeirri ábyrgð,“ sagði Gísli Rafn. Loks gat ráðherra mælt fyrir þessari fimmtu tilraun til að koma breytingum á útlendingalögum í gegnum þingið. Jón Gunnarsson reynir nú í fimmta sinn að koma frumvarpi innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingar á útlendingalögum í gegn. Við hlið hans situr Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra sem ekki sá sér fært að verða við ósk stjórnarandstöðuþingmanna að vera viðstaddur umræðuna.Vísir/Vilhelm „Við framkvæmd núgildandi laga hefur komið í ljós að þörf er á að lagafæra, endurskoða og breyta all mörgum ákvæðum laganna um alþjóðlega vernd. Svo framkvæmd og meðferð mála sem undir þau falla sé skýr og gagnsæ,“ sagði Jón meðal annars. Þá hefði þeim fjölgað mikið sem sæktu um alþjóðlega vernd á Íslandi. „Útlit er fyrir að heildarfjöldi umsókna um vernd á árinu verði yfir fimm þúsund. Sem er meira en fjörutíu sinnum fleiri umsóknir en fyrir tíu árum,“ sagði Jón og hlutfallslega fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að frumvarp dómsmálaráðherra hafi þynnst og spyr hvort það hefði nokkur áhrif að samþykkja það.Vísir/Vilhelm Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka gagnrýndu að frumvarpið gengi of langt nema þingmenn Miðflokksins em töldu það ganga of skammt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greip til myndlíkingar um þynningu kaffis á árum áður þegar margar vörur voru skammtaðar á Íslandi. „Það er ekki annað að sjá nú þegar þetta mál kemur hér fram í fimmta skipti að það sé enn búið að þynna það út. Það sé enn búið að bæta í kaffibætinn og minnka kaffið,“ sagði Sigmundur Davíð. Dómsmálaráðherra gat ekki tekið undir það og nefndi dæmi um breytingar. „Það eru teknir út þeir hvatar sem eru í núverandi löggjöf til að láta reyna á þá fresti sem eru til staðar til að fá mál sitt tekið fyrir að nýju. Þannig að því leyti tel ég að þetta leysi mikinn vanda,“ sagði Jón. En samkvæmt frumvarpinu fer neikvæð afgreiðsla umsókna strax í kæruferli en nú ákveða umsækjendur sjálfir hvort og þá hvenær þeir kæra. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar sagði hlutfall hælilsleitenda hér á landi í samanburði við önnur lönd ekki skipta máli.Vísir/Vilhelm Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar sagði að first og fresmt ætti að horfa til neyðar fólks sem sæktu um vernd hér á landi. „Hverju breytir það hvort við erum að taka hlutfallslega fleiri en aðrir. Skiptir það einhverju máli,“ spurði Guðbrandur. Jón Gunnarsson túlkaði þessi orð þingmannsins svona: „Það er ekki hægt að skilja háttvirtan þingmann öðruvísi en svo að hann vilji hér bara opna landamærin og hafa þetta alveg óheft. Hann má hafa þá skoðun. Ég er bara algerlega ósammála því,“ sagði dómsmálaráðherra.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Jón Gunnarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarpið taki einfaldlega ekki á áskorunum Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi. 22. október 2022 10:18 Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. 19. október 2022 11:46 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Frumvarpið taki einfaldlega ekki á áskorunum Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi. 22. október 2022 10:18
Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34
Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41
Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. 19. október 2022 11:46