Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2022 14:44 Frá Tromsö. EPA-EFE/MARIANNE LOEVLAND NORWAY OUT Norska öryggislögreglan hefur handtekið mann sem lögreglu grunar að hafi dvalið í Noregi í um eitt ár sem rússneskur njósnari undir fölsku flaggi sem brasilískur vísindamaður. Lögregla vill að honum verði vísað úr landi. NRK greinir frá og segir að um sé að ræða mann á fertugsaldri sem lögreglu grunar að hafi síðustu tólf mánuði byggt upp persónu sem brasilískur fræðimaður á sviði Norðurslóða. Hann er hins vegar sakaður um að hafa verið að njósna fyrir Rússa þann tíma sem hann hefur dvalið í Noregi. Maðurinn hefur starfað við Háskólann í Tromsö þar sem hann hefur verið við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Norska öryggislögreglan óttast að manninum hafi tekist að byggja upp einhvers konar net eða þekkingu á stefnu Noregis í þessum málum. Þó ekki sé endilega talið að maðurinn hafi aflað sér upplýsinga sem ógni öryggi Noregs óttast lögregla að Rússar geti á einhvern hátt nýtt sér þær upplýsingar sem hann hefur aflað. Maðurinn var handtekinn í gær en í frétt NRK er málinu líkt við leiknu bandarísku sjónvarpsþættina The Americans sem fjallaði um sovéska útsendara sem þóttust vera Bandaríkjamenn, á sama tíma og þeir njósnuðu um Bandaríkin. Lögregla vill að manninum verði tafarlaust vísað frá Noregi. Hann neitar alfarið sök. Rússland Noregur Norðurslóðir Tengdar fréttir Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
NRK greinir frá og segir að um sé að ræða mann á fertugsaldri sem lögreglu grunar að hafi síðustu tólf mánuði byggt upp persónu sem brasilískur fræðimaður á sviði Norðurslóða. Hann er hins vegar sakaður um að hafa verið að njósna fyrir Rússa þann tíma sem hann hefur dvalið í Noregi. Maðurinn hefur starfað við Háskólann í Tromsö þar sem hann hefur verið við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Norska öryggislögreglan óttast að manninum hafi tekist að byggja upp einhvers konar net eða þekkingu á stefnu Noregis í þessum málum. Þó ekki sé endilega talið að maðurinn hafi aflað sér upplýsinga sem ógni öryggi Noregs óttast lögregla að Rússar geti á einhvern hátt nýtt sér þær upplýsingar sem hann hefur aflað. Maðurinn var handtekinn í gær en í frétt NRK er málinu líkt við leiknu bandarísku sjónvarpsþættina The Americans sem fjallaði um sovéska útsendara sem þóttust vera Bandaríkjamenn, á sama tíma og þeir njósnuðu um Bandaríkin. Lögregla vill að manninum verði tafarlaust vísað frá Noregi. Hann neitar alfarið sök.
Rússland Noregur Norðurslóðir Tengdar fréttir Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49