Gæddi framhjáflug Juno hjá Evrópu lífi Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 20:31 Ein af myndunum fjórum sem Juno tók af Evrópu og Björn setti saman í hreyfimynd af framhjáfluginu. Nærflugið tók aðeins um tvo tíma enda þeyttist Juno fram hjá á meira en 23 kílómetra hraða á sekúndu. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Björn Jónsson Ístunglið Evrópa birtist ljóslifandi á hreyfimynd sem íslenskur tölvunarfræðingur vann upp úr myndum bandaríska geimfarsins Juno þegar það þeyttist þar fram hjá á dögunum. Evrópa þykir eitt mest spennandi fyrirbæri sólkerfisins. Juno flaug fram hjá Evrópu, fjórða stærsta tungli Júpíters, 29. september. Myndirnar sem geimfarið náði af íshnettinum voru þær fyrstu frá því að Galíleó-geimfarið átti leið hjá fyrir 22 árum og þær skörpustu sem nokkru sinni hafa verið teknir af Evrópu. Þegar Juno flaug sem næst Evrópu var geimfarið í rétt rúmlega 350 kílómetra hæð yfir hrjóstrugu yfirborðinu. Áhugamál Björn Jónssonar, tölvunarfræðings, er að vinna myndir frá geimförum sem hafa heimsótt ytra sólkerfið í frítíma sínum. Hann hefur náð góðum árangri á því sviði og er meðal annars talinn hafa unnið nákvæmasta kort sem til er af yfirborði Evrópu með myndum frá Voyager 2 og Galíleó. Björn tók fjórar myndir sem JunoCam-myndavél Juno tók af Evrópu á meðan á framhjáfluginu stóð og gerði úr þeim hreyfimynd sem gæddi flugið lífi. „Ég setti myndirnar saman í kort af þessu tungli. Síðan eru þetta í rauninni bara þvívíddarmyndir af þessu korti þegar það er sett til baka yfir á kúlu,“ segir Björn við Vísi. Til þess notaði hann bæði hugbúnað sem hann hefur smíðað sjálfur og tól sem geimmyndvinnslusamfélagið vinnur með. Hreyfimyndin hefst við næturhlið Evrópu rétt eftir að Juno var sem næst tunglinu og 93 sekúndum áður en fyrsta myndin var tekin. Hreyfimyndin, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, er á þreföldum rauntíma. Henni lýkur þegar síðasta myndin var tekin. Juno's PJ45 Europa flyby (speeded up by a factor of 3) from Bjorn Jonsson on Vimeo. Tilgátur um líf í neðanjarðarhafi Þó að yfirborð Evrópu sé sprungin og kvörnuð ísskorpa svo langt sem augað eygir þykir hún einhver áhugaverðasti hnöttur sólkerfisins. Vísindamenn telja að undir ísnum leynist víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns, þökk sé hita sem myndast þegar flóðkraftar Júpíters toga tungli og teygja að innan. Á jörðinni þrífast örverur við jarðhitastrýtur á hafsbotninum þó að sólarljóss njóti ekki við. Þetta hefur vakið vonir um að líf gæti einnig hafa kviknað og þrifist í evrópska neðanjarðarhafinu. Til stendur að rannsaka Evrópu nánar í Clipper-leiðangri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem hefst í fyrsta lagi upp úr miðjum áratugnum. Clipper-geimfarinu yrði komið fyrir á víðri braut um Evrópu og látið fljúga ítrekað fram hjá til að leita að merkjum um hvort að þar kunni aðstæður að vera lífvænlegar. Geimurinn Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira
Juno flaug fram hjá Evrópu, fjórða stærsta tungli Júpíters, 29. september. Myndirnar sem geimfarið náði af íshnettinum voru þær fyrstu frá því að Galíleó-geimfarið átti leið hjá fyrir 22 árum og þær skörpustu sem nokkru sinni hafa verið teknir af Evrópu. Þegar Juno flaug sem næst Evrópu var geimfarið í rétt rúmlega 350 kílómetra hæð yfir hrjóstrugu yfirborðinu. Áhugamál Björn Jónssonar, tölvunarfræðings, er að vinna myndir frá geimförum sem hafa heimsótt ytra sólkerfið í frítíma sínum. Hann hefur náð góðum árangri á því sviði og er meðal annars talinn hafa unnið nákvæmasta kort sem til er af yfirborði Evrópu með myndum frá Voyager 2 og Galíleó. Björn tók fjórar myndir sem JunoCam-myndavél Juno tók af Evrópu á meðan á framhjáfluginu stóð og gerði úr þeim hreyfimynd sem gæddi flugið lífi. „Ég setti myndirnar saman í kort af þessu tungli. Síðan eru þetta í rauninni bara þvívíddarmyndir af þessu korti þegar það er sett til baka yfir á kúlu,“ segir Björn við Vísi. Til þess notaði hann bæði hugbúnað sem hann hefur smíðað sjálfur og tól sem geimmyndvinnslusamfélagið vinnur með. Hreyfimyndin hefst við næturhlið Evrópu rétt eftir að Juno var sem næst tunglinu og 93 sekúndum áður en fyrsta myndin var tekin. Hreyfimyndin, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, er á þreföldum rauntíma. Henni lýkur þegar síðasta myndin var tekin. Juno's PJ45 Europa flyby (speeded up by a factor of 3) from Bjorn Jonsson on Vimeo. Tilgátur um líf í neðanjarðarhafi Þó að yfirborð Evrópu sé sprungin og kvörnuð ísskorpa svo langt sem augað eygir þykir hún einhver áhugaverðasti hnöttur sólkerfisins. Vísindamenn telja að undir ísnum leynist víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns, þökk sé hita sem myndast þegar flóðkraftar Júpíters toga tungli og teygja að innan. Á jörðinni þrífast örverur við jarðhitastrýtur á hafsbotninum þó að sólarljóss njóti ekki við. Þetta hefur vakið vonir um að líf gæti einnig hafa kviknað og þrifist í evrópska neðanjarðarhafinu. Til stendur að rannsaka Evrópu nánar í Clipper-leiðangri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem hefst í fyrsta lagi upp úr miðjum áratugnum. Clipper-geimfarinu yrði komið fyrir á víðri braut um Evrópu og látið fljúga ítrekað fram hjá til að leita að merkjum um hvort að þar kunni aðstæður að vera lífvænlegar.
Geimurinn Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira
Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24