Snorri Steinn: Spennandi að sjá hvort okkar leikstíll virki á þessu sviði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 12:30 Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert Val að Íslandsmeisturum undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét Það er stórt kvöld fram undan fyrir Íslandsmeistara Vals þegar þeir taka á móti ungverska stórliðinu Ferencváros í fyrsta leik riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Það er langt síðan íslenskt handboltalið var í riðlakeppni í Evrópukeppni og nú reynir á Íslandsmeistaranna að sína sig og sanna á stóru sviði. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 í Origo höllinni á Hlíðarenda og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Stöð 2 Sport fyrir leikinn hefst klukkan 18.15. Valur og Ferencváros eru tvo af sex liðum í riðlinum en hin eru SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi, PAUC Handball frá Frakklandi, Ystads IF frá Svíþjóð og BM Benidorm frá Spáni. Þurfum að geta gert bæði í einu „Eðlilega hefur verið spenningur en við höfðum ekki viljað og ekki getað sett fókusinn á þetta. Ég lagði áherslu á það að við erum í deildinni til þess að ná árangri þar líka. Við þurfum að geta gert bæði í einu og það gekk bara þokkalega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali við Ingva Þór Sæmundsson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Klippa: Snorri Steinn: Forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu „Það er mjög gott að geta loksins farið að tala um þetta og einbeita sér að þessu. Æfa fyrir þetta og leggja línurnar fyrir svona leik. Ég finn það bara á strákunum og sjálfum mér að þetta er stærra í sniðum en deildarleikur. Það er mjög gaman og forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu,“ sagði Snorri Steinn. Ferencváros er öflugt lið með mikla breidd en fáum við að sjá Valsliðið spila sinn leik og keyra á Ungverjana. Hlaupa og hlaupa eins og þeir gera vanalega. Okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa „Já, ég ætla að gera það. Ég tók mjög snemma ákvörðun um það að vera ekkert að bakka með það. Þá frekar fæ ég það í hnakkann og kannski þarf ég einhvern tímanna að leiðrétta einhverja hluti eða draga úr því í leikjunum sjálfum. Þetta er bara okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa. Það er spennandi að sjá hvort hann virki á þessu sviði og þá hvað við þurfum að laga ef það er ekki að ganga,“ sagði Snorri Steinn. Vísir/Hulda Margrét „Við erum að fara spila við fullt af liðum sem keyra jafnmikið og við. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikirnir þróast,“ sagði Snorri Steinn en er undirbúningurinn á leikdegi eitthvað frábrugðinn. „Nei í sjálfu sér ekki. Kannski. Ég var með langan vídeófund í gær en að sama skapi er það aðeins auðveldara því menn eru móttækilegri fyrir þessu heldur en fyrir einhverjum deildarleik þegar þú þekkir liðin betur og hefur spilað margoft við þau. Það er kannski eini punkturinn sem var öðruvísi,“ sagði Snorri Steinn en bætti svo við: Það er ekki fyrir hvern deildarleik „Konan mín kom með smá bakkelsi fyrir þá og það er ekki fyrir hvern deildarleik. Það voru rúnstykki, ávextir og smá nammi,“ sagði Snorri Steinn brosandi. En horfir Snorri Steinn á þetta sem glugga fyrir hann sem ungan þjálfara eins og leikmenn gera eflaust? Vísir/Hulda Margrét „Nei, nei, eiginlega ekki en ég er alveg meðvitaður um það að þetta er gluggi fyrir alla. Ég hef áður sagt það að ég er ekki að horfa í kringum mig. Ég læt það bara gerast. Það þarf engan sérfræðing í að sjá það ef við náum í einhver úrslit eða einhver leikmaður slær í gegn í þessari deild þá geri ég ráð fyrir því að viðkomandi fái símtal. Það er ekki þar með sagt að það sé það rétta,“ sagði Snorri Steinn. „Mér finnst bara geggjað að ég að fara að þjálfa uppeldisfélagið mitt í þessari keppni. Það er stórt fyrir mig og ég er stoltur af því. Ég ætla að reyna að njóta þess og maður nýtur þess með því að ná í góð úrslit,“ sagði Snorri Steinn. Mér finnst betra að setja háleit markmið Valsmenn ætla sér upp úr riðlinum þótt að það sé mjög krefjandi markið. Er samt ekki gott að hafa markmið? „Ég sagði það allra fyrst við strákana að það sé nauðsynlegt að setja okkur markmið og krefjandi markmið. Það getur vel verið að þetta sé skot langt yfir markið hjá mér að setja okkur þetta markmið. Mér finnst betra að setja háleit markmið og ná því ekki. Þá bara lærir maður af því og fer yfir það hvað þarf til að ná því ef þú kemst aftur í þessa stöðu. Þú verður að hafa að einhverju að keppa og okkur finnst það ekki markmið að vera með eða enda í fimmta sæti í riðlinum,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira
Það er langt síðan íslenskt handboltalið var í riðlakeppni í Evrópukeppni og nú reynir á Íslandsmeistaranna að sína sig og sanna á stóru sviði. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 í Origo höllinni á Hlíðarenda og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Stöð 2 Sport fyrir leikinn hefst klukkan 18.15. Valur og Ferencváros eru tvo af sex liðum í riðlinum en hin eru SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi, PAUC Handball frá Frakklandi, Ystads IF frá Svíþjóð og BM Benidorm frá Spáni. Þurfum að geta gert bæði í einu „Eðlilega hefur verið spenningur en við höfðum ekki viljað og ekki getað sett fókusinn á þetta. Ég lagði áherslu á það að við erum í deildinni til þess að ná árangri þar líka. Við þurfum að geta gert bæði í einu og það gekk bara þokkalega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali við Ingva Þór Sæmundsson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Klippa: Snorri Steinn: Forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu „Það er mjög gott að geta loksins farið að tala um þetta og einbeita sér að þessu. Æfa fyrir þetta og leggja línurnar fyrir svona leik. Ég finn það bara á strákunum og sjálfum mér að þetta er stærra í sniðum en deildarleikur. Það er mjög gaman og forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu,“ sagði Snorri Steinn. Ferencváros er öflugt lið með mikla breidd en fáum við að sjá Valsliðið spila sinn leik og keyra á Ungverjana. Hlaupa og hlaupa eins og þeir gera vanalega. Okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa „Já, ég ætla að gera það. Ég tók mjög snemma ákvörðun um það að vera ekkert að bakka með það. Þá frekar fæ ég það í hnakkann og kannski þarf ég einhvern tímanna að leiðrétta einhverja hluti eða draga úr því í leikjunum sjálfum. Þetta er bara okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa. Það er spennandi að sjá hvort hann virki á þessu sviði og þá hvað við þurfum að laga ef það er ekki að ganga,“ sagði Snorri Steinn. Vísir/Hulda Margrét „Við erum að fara spila við fullt af liðum sem keyra jafnmikið og við. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikirnir þróast,“ sagði Snorri Steinn en er undirbúningurinn á leikdegi eitthvað frábrugðinn. „Nei í sjálfu sér ekki. Kannski. Ég var með langan vídeófund í gær en að sama skapi er það aðeins auðveldara því menn eru móttækilegri fyrir þessu heldur en fyrir einhverjum deildarleik þegar þú þekkir liðin betur og hefur spilað margoft við þau. Það er kannski eini punkturinn sem var öðruvísi,“ sagði Snorri Steinn en bætti svo við: Það er ekki fyrir hvern deildarleik „Konan mín kom með smá bakkelsi fyrir þá og það er ekki fyrir hvern deildarleik. Það voru rúnstykki, ávextir og smá nammi,“ sagði Snorri Steinn brosandi. En horfir Snorri Steinn á þetta sem glugga fyrir hann sem ungan þjálfara eins og leikmenn gera eflaust? Vísir/Hulda Margrét „Nei, nei, eiginlega ekki en ég er alveg meðvitaður um það að þetta er gluggi fyrir alla. Ég hef áður sagt það að ég er ekki að horfa í kringum mig. Ég læt það bara gerast. Það þarf engan sérfræðing í að sjá það ef við náum í einhver úrslit eða einhver leikmaður slær í gegn í þessari deild þá geri ég ráð fyrir því að viðkomandi fái símtal. Það er ekki þar með sagt að það sé það rétta,“ sagði Snorri Steinn. „Mér finnst bara geggjað að ég að fara að þjálfa uppeldisfélagið mitt í þessari keppni. Það er stórt fyrir mig og ég er stoltur af því. Ég ætla að reyna að njóta þess og maður nýtur þess með því að ná í góð úrslit,“ sagði Snorri Steinn. Mér finnst betra að setja háleit markmið Valsmenn ætla sér upp úr riðlinum þótt að það sé mjög krefjandi markið. Er samt ekki gott að hafa markmið? „Ég sagði það allra fyrst við strákana að það sé nauðsynlegt að setja okkur markmið og krefjandi markmið. Það getur vel verið að þetta sé skot langt yfir markið hjá mér að setja okkur þetta markmið. Mér finnst betra að setja háleit markmið og ná því ekki. Þá bara lærir maður af því og fer yfir það hvað þarf til að ná því ef þú kemst aftur í þessa stöðu. Þú verður að hafa að einhverju að keppa og okkur finnst það ekki markmið að vera með eða enda í fimmta sæti í riðlinum,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira