„Fyrir mér er listsköpun eilíf leit að sjálfinu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. október 2022 10:00 Harmóníkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson var að senda frá sér plötuna Fikta. Niklas Ottander Síðastliðinn föstudag sendi harmóníkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson frá plötuna FIKTA. Þar má finna íslensk verk en platan er gefin út með dönsku plötuútgáfunni Dacapo Records. Blaðamaður heyrði í Jónasi Ásgeiri. Tileinkuð Guðmundi Samúelssyni Aðspurður hvenær tónlistaráhuginn kviknaði fyrst segir Jónas: „Ég byrjaði í forskóla hjá Tónskóla Eddu Borg þegar ég var sjö ára gamall. Þegar ég varð níu hóf ég harmóníkunám með Guðmundi Samúelssyni og fylgdi honum alla tíð fram að framhaldsstigsprófi 2013. Ári seinna hóf ég nám í Kaupmannahöfn við konunglega danska tónlistarháskólann. Ég útskrifaðist þaðan í september síðastliðnum með post-graduate gráðu. Guðmundur féll frá 2. október síðastliðinn og tileinka ég honum plötuna.“ Skapandi listamenn innblásturinn Á plötunni eru einnig áður nær óþekkt verk eftir tvö mikilvægustu tónskáld Íslands á liðinni öld, Þorkel Sigurbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson. Þessi verk voru í raun kveikurinn að FIKTA. Jónasi Ásgeiri finnst mest spennandi að ögra stöðluðum listgreinum og listframsetningu.Tómas Örn Tómasson „Það sem hefur veitt mér mestan innblástur er að vinna með skapandi listamönnum. Ég frumflutti verkið Fikta eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson 2018 sem platan er nefnd eftir. Það að hafa stuðlað að svona fallegu verki eftir ungt íslenskt tónskáld sem er vinur í þokkabót var afskaplega gefandi og mikil hvatning til að vinna að fleiri verkefnum með íslenskum listamönnum, þar á meðal þessari plötu. Annars finnst mér mest spennandi að ögra stöðluðum listgreinum og listframsetningu. Mér líður best utan flokkunar, á milli væntinga. Utan comfort zone. Tímaritið Seismograf skrifaði gagnrýni um plötuna þar sem kom fram að hún væri leit að sjálfsímyndinni og sjálfstúlkun. Þar hittu þau naglann á höfuðið, fyrir mér er listsköpun eilíf leit að sjálfinu. Ef maður heldur að maður hafi fundið sinn sess, þá er tími til að leita á önnur mið.“ View this post on Instagram A post shared by Jónas Ásgeir Ásgeirsson (@asgeirssonjonas) Áhrif faraldursins Stærsta verk plötunnar er Accordion Concerto, harmóníkukonsert Finns Karlssonar sem saminn var fyrir Jónas árið 2020 og var hljóðritaður með kammersveitinni Elju og Bjarna Frímanni, stjórnanda. Konsertinn var verk ársins á íslensku tónlistarverðlaununum 2021 í flokknum sígild-og samtímatónlist. Flutningur hans hefur verið einstaklega litaður af covid og hefur hann einungis verið fluttur í Miðgarði í Varmahlíð með skertan áhorfendafjölda. „Öllum flutningum síðan hefur verið aflýst vegna faraldursins, sex talsins í heildina. Höfuðborgarbúar fá hins vegar tækifæri til að hlýða á verkið á tónleikum Elju um næstu áramót. Accordion Concerto er fyrsti íslenski harmóníkukonsertinn saminn fyrir Íslending.“ Jónas Ásgeir Ásgeirsson lítur á listsköpun sem eilífa leit að sjálfinu og forðast það að staðna.Efi Anagnostidou Dönsk plötuútgáfa með íslenskri tónlist Eins og áður segir er platan gefin út af dönsku plötuútgáfunni Dacapo Records. „Ég hafði samband við þau í mars 2021. Þau voru einmitt um þær mundir að fá það staðfest hjá styrktaraðilum þeirra að þau fengu leyfi til að vinna að verkefnum sem innihalda ekki danska tónlist. Þetta er því fyrsta verkefnið að ég held eftir þessa breytingu.“ Samhliða FIKTA fylgir listrænt tónlistarmyndband í leikstjórn Stephan Stephensen af krefjandi einleiksverki Atla Ingólfssonar, Radioflakes, en verkið verður einnig á plötunni. Sviðsmynd myndbandsins er listaverk frá listasýningunni Arctic Creatures eftir Hrafnkel Sigurðsson, Óskar Jónasson og Stefán Jónsson. Tónlist Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tileinkuð Guðmundi Samúelssyni Aðspurður hvenær tónlistaráhuginn kviknaði fyrst segir Jónas: „Ég byrjaði í forskóla hjá Tónskóla Eddu Borg þegar ég var sjö ára gamall. Þegar ég varð níu hóf ég harmóníkunám með Guðmundi Samúelssyni og fylgdi honum alla tíð fram að framhaldsstigsprófi 2013. Ári seinna hóf ég nám í Kaupmannahöfn við konunglega danska tónlistarháskólann. Ég útskrifaðist þaðan í september síðastliðnum með post-graduate gráðu. Guðmundur féll frá 2. október síðastliðinn og tileinka ég honum plötuna.“ Skapandi listamenn innblásturinn Á plötunni eru einnig áður nær óþekkt verk eftir tvö mikilvægustu tónskáld Íslands á liðinni öld, Þorkel Sigurbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson. Þessi verk voru í raun kveikurinn að FIKTA. Jónasi Ásgeiri finnst mest spennandi að ögra stöðluðum listgreinum og listframsetningu.Tómas Örn Tómasson „Það sem hefur veitt mér mestan innblástur er að vinna með skapandi listamönnum. Ég frumflutti verkið Fikta eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson 2018 sem platan er nefnd eftir. Það að hafa stuðlað að svona fallegu verki eftir ungt íslenskt tónskáld sem er vinur í þokkabót var afskaplega gefandi og mikil hvatning til að vinna að fleiri verkefnum með íslenskum listamönnum, þar á meðal þessari plötu. Annars finnst mér mest spennandi að ögra stöðluðum listgreinum og listframsetningu. Mér líður best utan flokkunar, á milli væntinga. Utan comfort zone. Tímaritið Seismograf skrifaði gagnrýni um plötuna þar sem kom fram að hún væri leit að sjálfsímyndinni og sjálfstúlkun. Þar hittu þau naglann á höfuðið, fyrir mér er listsköpun eilíf leit að sjálfinu. Ef maður heldur að maður hafi fundið sinn sess, þá er tími til að leita á önnur mið.“ View this post on Instagram A post shared by Jónas Ásgeir Ásgeirsson (@asgeirssonjonas) Áhrif faraldursins Stærsta verk plötunnar er Accordion Concerto, harmóníkukonsert Finns Karlssonar sem saminn var fyrir Jónas árið 2020 og var hljóðritaður með kammersveitinni Elju og Bjarna Frímanni, stjórnanda. Konsertinn var verk ársins á íslensku tónlistarverðlaununum 2021 í flokknum sígild-og samtímatónlist. Flutningur hans hefur verið einstaklega litaður af covid og hefur hann einungis verið fluttur í Miðgarði í Varmahlíð með skertan áhorfendafjölda. „Öllum flutningum síðan hefur verið aflýst vegna faraldursins, sex talsins í heildina. Höfuðborgarbúar fá hins vegar tækifæri til að hlýða á verkið á tónleikum Elju um næstu áramót. Accordion Concerto er fyrsti íslenski harmóníkukonsertinn saminn fyrir Íslending.“ Jónas Ásgeir Ásgeirsson lítur á listsköpun sem eilífa leit að sjálfinu og forðast það að staðna.Efi Anagnostidou Dönsk plötuútgáfa með íslenskri tónlist Eins og áður segir er platan gefin út af dönsku plötuútgáfunni Dacapo Records. „Ég hafði samband við þau í mars 2021. Þau voru einmitt um þær mundir að fá það staðfest hjá styrktaraðilum þeirra að þau fengu leyfi til að vinna að verkefnum sem innihalda ekki danska tónlist. Þetta er því fyrsta verkefnið að ég held eftir þessa breytingu.“ Samhliða FIKTA fylgir listrænt tónlistarmyndband í leikstjórn Stephan Stephensen af krefjandi einleiksverki Atla Ingólfssonar, Radioflakes, en verkið verður einnig á plötunni. Sviðsmynd myndbandsins er listaverk frá listasýningunni Arctic Creatures eftir Hrafnkel Sigurðsson, Óskar Jónasson og Stefán Jónsson.
Tónlist Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira