Þórunn Sveinbjarnardóttir og Ömurlegir eðalkratar Birgir Dýrfjörð skrifar 23. október 2022 13:02 20.október s.l. var í Fréttablaðinu ógeðfelld grein eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur. Í niðurstöðu greinarinnar segir; „Það er ömurlegt að fylgjast með svokölluðum eðalkrötum leggja lykkju á leið sína til að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.“ Grein sinni lýkur Þórunn með dylgjum að hætti vábeiðu. Hún skrifar; „Ég vona bara að tilvonandi formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, fái að njóta sannmælis“ Mikið er þetta ósmekklegt og ógeðfellt. Þórunn lætur að því liggja að lýðræðis-jafnaðarmenn, sem hún kallar eðalkrata muni ekki láta Kristrúnu Frostadóttir njóta sannamælis sem formaður. 1958 þegar Hermann Jónassonmyndaði ríkisstjórnina, sem færði landhelgina út í 50 mílur, þá sat ég í 25 manna miðstjórn Alþýðuflokksins, og hef starfað í honum og Samfylkingunni alla tíð síðan. Ég er því oft kallaður eðalkrati, og ég biðst því undan ómaklegum dylgjum Þórunnar. Nú er spurt, af hverju lætur Þórunn í það skína að, „svokallaðir eðalkratar“ komi í veg fyrir ,að nýr formaður fá notið sannmælis í starfi. Af hverju gerir hún sig svona smáa frammi fyrir alþjóð? Ég tel mig vita svarið. Það er kunnugt að smár hollustu-hópur heldur því fram að aumur árangur Þórunnar Sveinbjarnardóttur í síðustu Alþingiskosningum sé, „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þeir hafi brugðist. Sú kenning stenst ekki. Til þess eru „eðal-kratarnir“ of fáir. Eftir skipan Þórunnar í efsta sæti þá lýstu margir því yfir, að þeir myndu skila auðu atkvæði á kjördegi. Auðir atkvæðaseðlar reyndust vera 1096. Það var Íslandsmet. Þessu til viðbótar varð flokkurinn að una 28% fylgistapi frá kosningum þar áður. Þær kosningar voru þó grátlega rýrar í kjörfylgi. Fylgishrunið var ekki „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þar var mest um að kenna, að lýðræðið var sniðgengið þegar efsta sæti listans var ákveðið. Venja lýðræðis-krata er, að flokksfólkið fái sjálft að ráða efstu sætum (með prófkjöri). Efsta sæti listans var troðið með handafli upp í flokksfólk. Því var meinað að koma að skipan þess. Stór hluti kjósenda neitaði að kyngja aðferðinni og skilaði auðu. Aðrir kusu annan flokk, því miður. Og það var ekki „eðalkrötum“ að kenna, heldur þeim, sem tóku sér það vald að raða einir á listann. Öll viljum við vera jafnaðarfólk, umburðarlynd og sanngjörn. Gæðaflokkun fólks eftir pólitískum uppruna, að hætti Þórunnar Sveinbjarnardóttur er því ekki bara ósmekkleg. Hún er ógáfuleg og leiðir til sundrungar í flokknum. Höfundur er Lýðræðis-jafnaðarmaður (sósíal-demokrati). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Birgir Dýrfjörð Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
20.október s.l. var í Fréttablaðinu ógeðfelld grein eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur. Í niðurstöðu greinarinnar segir; „Það er ömurlegt að fylgjast með svokölluðum eðalkrötum leggja lykkju á leið sína til að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.“ Grein sinni lýkur Þórunn með dylgjum að hætti vábeiðu. Hún skrifar; „Ég vona bara að tilvonandi formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, fái að njóta sannmælis“ Mikið er þetta ósmekklegt og ógeðfellt. Þórunn lætur að því liggja að lýðræðis-jafnaðarmenn, sem hún kallar eðalkrata muni ekki láta Kristrúnu Frostadóttir njóta sannamælis sem formaður. 1958 þegar Hermann Jónassonmyndaði ríkisstjórnina, sem færði landhelgina út í 50 mílur, þá sat ég í 25 manna miðstjórn Alþýðuflokksins, og hef starfað í honum og Samfylkingunni alla tíð síðan. Ég er því oft kallaður eðalkrati, og ég biðst því undan ómaklegum dylgjum Þórunnar. Nú er spurt, af hverju lætur Þórunn í það skína að, „svokallaðir eðalkratar“ komi í veg fyrir ,að nýr formaður fá notið sannmælis í starfi. Af hverju gerir hún sig svona smáa frammi fyrir alþjóð? Ég tel mig vita svarið. Það er kunnugt að smár hollustu-hópur heldur því fram að aumur árangur Þórunnar Sveinbjarnardóttur í síðustu Alþingiskosningum sé, „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þeir hafi brugðist. Sú kenning stenst ekki. Til þess eru „eðal-kratarnir“ of fáir. Eftir skipan Þórunnar í efsta sæti þá lýstu margir því yfir, að þeir myndu skila auðu atkvæði á kjördegi. Auðir atkvæðaseðlar reyndust vera 1096. Það var Íslandsmet. Þessu til viðbótar varð flokkurinn að una 28% fylgistapi frá kosningum þar áður. Þær kosningar voru þó grátlega rýrar í kjörfylgi. Fylgishrunið var ekki „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þar var mest um að kenna, að lýðræðið var sniðgengið þegar efsta sæti listans var ákveðið. Venja lýðræðis-krata er, að flokksfólkið fái sjálft að ráða efstu sætum (með prófkjöri). Efsta sæti listans var troðið með handafli upp í flokksfólk. Því var meinað að koma að skipan þess. Stór hluti kjósenda neitaði að kyngja aðferðinni og skilaði auðu. Aðrir kusu annan flokk, því miður. Og það var ekki „eðalkrötum“ að kenna, heldur þeim, sem tóku sér það vald að raða einir á listann. Öll viljum við vera jafnaðarfólk, umburðarlynd og sanngjörn. Gæðaflokkun fólks eftir pólitískum uppruna, að hætti Þórunnar Sveinbjarnardóttur er því ekki bara ósmekkleg. Hún er ógáfuleg og leiðir til sundrungar í flokknum. Höfundur er Lýðræðis-jafnaðarmaður (sósíal-demokrati).
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun