Frumvarpið taki einfaldlega ekki á áskorunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2022 10:18 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi. Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi en í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að réttindi þeirra sem fá synjun um alþjóðlega vernd falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Tekist hefur verið á um breytingar á útlendingalögum undanfarin ár. Frumvörp þess efnis hafa verið lögð fram en hingað til þeirra hafa örlög þeirra verið að sofna í nefndum Alþingis. Kristrún telur frumvarpið ekki til bóta. „Ég held að stóra myndin sé sú að þetta frumvarp tekur einfaldlega ekki á þeim áskorunum sem við erum að eiga við í dag. Við tókum þá eðlilegu ákvörðun að taka á móti hópi fólks á flótta hér í dag, meðal annars út af stríði í Evrópu, og forgangsatriðið á auðvitað að vera að sinna þeirri skuldbindingu vel; til að mynda að styrkja innviðina til þess að taka nógu vel á móti þessum hópi,“ segir Kristrún Hún segir frumvarpið ekki styrkja þá innviði og klári til að mynda ekki rammasamning ríkis við sveitarfélög, sem fjölgi sveitarfélögum sem tekið geta á móti fólki á flótta. „Mér finnst mjög eðlilegt að þjóðin og almenningur vilji vitræna og raunsæja umræðu um þennan málaflokk til lengri tíma. En þessi akút-vandi sem er verið að lýsa í dag, hann verður ekki leystur með þessu frumvarpi. Mér finnst aðalmálið að áherslurnar séu á réttum stöðum þessa dagana – ekki á sérstökum tillögum sem kannski erfitt hefur verið að koma í gegnum þingið – heldur að við setjum áhersluna á þar sem vandinn hefur verið í dag og leysum það innviðamegin,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15. október 2022 13:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi en í frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að réttindi þeirra sem fá synjun um alþjóðlega vernd falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. Tekist hefur verið á um breytingar á útlendingalögum undanfarin ár. Frumvörp þess efnis hafa verið lögð fram en hingað til þeirra hafa örlög þeirra verið að sofna í nefndum Alþingis. Kristrún telur frumvarpið ekki til bóta. „Ég held að stóra myndin sé sú að þetta frumvarp tekur einfaldlega ekki á þeim áskorunum sem við erum að eiga við í dag. Við tókum þá eðlilegu ákvörðun að taka á móti hópi fólks á flótta hér í dag, meðal annars út af stríði í Evrópu, og forgangsatriðið á auðvitað að vera að sinna þeirri skuldbindingu vel; til að mynda að styrkja innviðina til þess að taka nógu vel á móti þessum hópi,“ segir Kristrún Hún segir frumvarpið ekki styrkja þá innviði og klári til að mynda ekki rammasamning ríkis við sveitarfélög, sem fjölgi sveitarfélögum sem tekið geta á móti fólki á flótta. „Mér finnst mjög eðlilegt að þjóðin og almenningur vilji vitræna og raunsæja umræðu um þennan málaflokk til lengri tíma. En þessi akút-vandi sem er verið að lýsa í dag, hann verður ekki leystur með þessu frumvarpi. Mér finnst aðalmálið að áherslurnar séu á réttum stöðum þessa dagana – ekki á sérstökum tillögum sem kannski erfitt hefur verið að koma í gegnum þingið – heldur að við setjum áhersluna á þar sem vandinn hefur verið í dag og leysum það innviðamegin,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15. október 2022 13:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34
Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41
Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15. október 2022 13:00