Voru þau nánar tiltekið sakfelld fyrir að hafa smyglað 408,41 grammi af kristölluðu metamfetamíni, 2996 töflum af Alprazolam Krka, 1440 töflum af Rivotril, 854 töflum af OxyContin og 995 töflum af öðrum ávana og fíknilyfjum.
Héraðsdómur hafði dæmt konurnar í eins og hálfs árs fangelsi og manninn í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þyngdi Landsréttur því hvern dóm um hálft ár. Leit rétturinn til þess að fólkið hefði í tvö skipti staðið að innflutningi mikils magns hættulegra fíkniefna sem ætlað var til dreifingar.
Í dómnum er því lýst hvernig lögregla komst á snoðir um innflutninginn. Tóku þeir eftir einkennilegum ferðum þeirra kvenna frá Wrocklaw til Íslands og frá Íslandi til Varsjár þann 21. september. Við komu þeirra hingað til lands 5. október var þeim veitt eftirför og tók maður þá á móti þeim á Keflavíkurflugvelli, skutlaði þeim á hótelherbergi og var svo handtekinn af lögreglu nokkru síðar.
Við húsleit lögreglu hjá manninum fannst mikið magn fíkniefna í bakpoka og í skápum í bílskúr mannsins. Konurnar höfðu flutt efnin að stórum hluta til í pakkningum í brjóstarhaldara sínum.
Gífurleg aukning hefur verið á smygli ópíóíðalyfja hingað til lands líkt og fréttir af smyglinu undanfarið bera með sér. Innlögnum á Vog hefur einnig fjölgað stöðugt vegna ópíóíða.
Kompás fjallaði um málið fyrr á þessu ári: