Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 13:53 Kevin Spacey (f.m.) yfirgefur dómshús í New York eftir að dómur var kveðinn upp í gær. AP/Andres Kudacki Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. Rapp fullyrðir að Spacey hafi reynt að misnota sig kynferðislega eftir samkvæmi þegar hann var sjálfur fjórtán ára en Spacey var 26 ára árið 1986. Hvorugur þeirra var þekktur leikari á þeim tíma. Rapp krafðist fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði meira en 5,8 milljarða íslenskra króna, í miskabætur í einkamálinu sem hann höfðaði gegn Spacey. Það tók kviðdóm aðeins klukkustund að komast að þeirri niðurstöðu að lögmenn Rapp hefðu ekki fært nægjanlegar sönnur fyrir ásökununum og sýkna Spacey, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvorki Spacey né Rapp tjáðu sig beint við fjölmiðla eftir að dómur féll. Lögmenn Spacey fögnuðu því að kviðdómurinn hefði séð í gegnum „falskar ásakanir“ á hendur honum en lögmaður Rapp fullyrti í lokamálflutningsræðu sinni að Spacey hefði borið ljúgvitni. Í vitnastúku sagði Spacey kviðdómendum að atvikið hefði aldrei átt sér stað og að hann hefði aldrei laðast að manneskju sem væri fjórtán ára gömul. Fjöldi annarra karlmanni stigu fram og sökuðu Spacey um áreitni og ofbeldi eftir að Rapp sagði frá sinni reynslu. Dómsmál gegn Spacey vegna ásakana um að hann hafi brotið á þremur karlmönnum stendur nú yfir í London í Bretlandi. Þá staðfesti dómari í Los Angeles nýlega úrskurð gerðardómara að Spacey þyrfti að greiða framleiðendum þáttaraðarinnar „Spilaborgar“ meira en þrjátíu milljónir dollara, jafnvirði um 4,5 milljarða íslenskra króna. Leikarinn var talinn hafa brotið samning sinn með því að áreita starfsfólk kynferðislega. Mál Kevin Spacey Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Spacey laus gegn tryggingu Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi. 16. júní 2022 21:39 Spacey dæmdur til að greiða framleiðendum House of Cards fjóra milljarða Gerðardómur hefur ákveðið að leikarinn Kevin Spacey eigi að greiða MRC kvikmyndaverinu 31 milljón dala í skaðabætur fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum samnings síns við framleiðslu á þáttunum House of Cards, sem sýndir voru á Netflix. 23. nóvember 2021 07:31 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Rapp fullyrðir að Spacey hafi reynt að misnota sig kynferðislega eftir samkvæmi þegar hann var sjálfur fjórtán ára en Spacey var 26 ára árið 1986. Hvorugur þeirra var þekktur leikari á þeim tíma. Rapp krafðist fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði meira en 5,8 milljarða íslenskra króna, í miskabætur í einkamálinu sem hann höfðaði gegn Spacey. Það tók kviðdóm aðeins klukkustund að komast að þeirri niðurstöðu að lögmenn Rapp hefðu ekki fært nægjanlegar sönnur fyrir ásökununum og sýkna Spacey, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvorki Spacey né Rapp tjáðu sig beint við fjölmiðla eftir að dómur féll. Lögmenn Spacey fögnuðu því að kviðdómurinn hefði séð í gegnum „falskar ásakanir“ á hendur honum en lögmaður Rapp fullyrti í lokamálflutningsræðu sinni að Spacey hefði borið ljúgvitni. Í vitnastúku sagði Spacey kviðdómendum að atvikið hefði aldrei átt sér stað og að hann hefði aldrei laðast að manneskju sem væri fjórtán ára gömul. Fjöldi annarra karlmanni stigu fram og sökuðu Spacey um áreitni og ofbeldi eftir að Rapp sagði frá sinni reynslu. Dómsmál gegn Spacey vegna ásakana um að hann hafi brotið á þremur karlmönnum stendur nú yfir í London í Bretlandi. Þá staðfesti dómari í Los Angeles nýlega úrskurð gerðardómara að Spacey þyrfti að greiða framleiðendum þáttaraðarinnar „Spilaborgar“ meira en þrjátíu milljónir dollara, jafnvirði um 4,5 milljarða íslenskra króna. Leikarinn var talinn hafa brotið samning sinn með því að áreita starfsfólk kynferðislega.
Mál Kevin Spacey Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Spacey laus gegn tryggingu Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi. 16. júní 2022 21:39 Spacey dæmdur til að greiða framleiðendum House of Cards fjóra milljarða Gerðardómur hefur ákveðið að leikarinn Kevin Spacey eigi að greiða MRC kvikmyndaverinu 31 milljón dala í skaðabætur fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum samnings síns við framleiðslu á þáttunum House of Cards, sem sýndir voru á Netflix. 23. nóvember 2021 07:31 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21
Spacey laus gegn tryggingu Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi. 16. júní 2022 21:39
Spacey dæmdur til að greiða framleiðendum House of Cards fjóra milljarða Gerðardómur hefur ákveðið að leikarinn Kevin Spacey eigi að greiða MRC kvikmyndaverinu 31 milljón dala í skaðabætur fyrir að hafa brotið gegn ákvæðum samnings síns við framleiðslu á þáttunum House of Cards, sem sýndir voru á Netflix. 23. nóvember 2021 07:31