Lærdómur i hversdagsleikanum Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar 20. október 2022 10:31 Nokkrum dögum fyrir afmælisdag sonar míns kíkti maðurinn minn á veðurspána. Spáð var góðu veðri á afmælisdaginn svo við drifum okkur í að senda út boð í grillveislu sem halda átti á fallegu útisvæði í Kópavogi. Á afmælisdaginn settist ég svo undir stýri, feðgarnir voru í góðum fíling, voru að spjalla, enda mikið tilhlökkunarefni að eiga afmæli. Ég var hins vegar frekar utan við mig. Ég setti í bakkgír og steig varlega á bensíngjöfina. Heyrði bílinn öskra á mig „bíb bíb bíb“ en náði ekki að stoppa í tæka tíð og bakkaði á bíl nágranna míns. Viðbragðið mitt var að hugsa: „Bíddu, bíb hljóðið kom svo seint í bílnum að ég náði ekki að stoppa“. Með þessari hugsun var ég að afsala mér ábyrgð. Ég ákvað þó að spyrja feðgana hvort bíb hljóðið hefði komið seint eða hvort þetta hefðu verið sein viðbrögð hjá mér. Þeir svöruðu báðir að ég hefði verið sein að bregðast við. Viðbragð mannsins míns var rólegt: „Þetta getur alltaf komið fyrir“. Viðbragð sonar míns var að verja mig: „Þessi bíll átti ekki að vera þarna . . . hann er svo stór . . . mamma þetta er allt í lagi þetta var ekki þér að kenna“. Þarna var sonur minn að verja mig og vildi koma ábyrgðinni af mér. Ég náði að svara honum rólega: „Veistu, þetta var mér að kenna og það er allt í lagi“. Ég sýndi honum skilning og þakkaði fyrir að hann hafi viljað vernda mig. Sagði honum að þetta voru mín mistök og að ég tæki ábyrgðina. Í framhaldi hringdum við þau símtöl sem við þurftum og héldum svo áfram för okkar í afmælisveisluna. Áþessari stundu tókst mér að grípa kennslustund í hversdagsleikanum. Kennslustundin var mikilvægi þess að taka ábyrgð, þakka fyrir stuðninginn og vera fyrirmynd í því sem við getum. Ég gat ekki breytt því að ég keyrði á en ég gat verið fyrirmynd í því hvernig ég tókst á við það. Þar sem ég hef komið því í vana að skoða tilfinningaviðbrögð mín við aðstæðum, þá varð það til þess að ég náði að bregðast meðvitað við og gat nýtt þessa reynslu sem kennslustund. Þegar ég gaf mér svo tíma til að ígrunda viðbrögð mín og feðganna þá áttaði ég mig betur á því hversu svipuð varnarviðbrögð áttu sér stað hjá okkur mæðginunum. Tekst mér það alltaf? Alls ekki. En með því að skoða samskipti okkar og viðbrögð okkar við þeim aukum við skilning okkar á sjálfum okkur og þeirri sögu sem við komum með í uppeldishlutverkið. Það hjálpar okkur síðan að eiga fleiri augnablik þar sem við náum að grípa okkur í hversdagsleikanum og læra af reynslunni. Hver eru varnarviðbrögð þín og hvað getur þú gert til að vera meðvitaðri um þau? Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nokkrum dögum fyrir afmælisdag sonar míns kíkti maðurinn minn á veðurspána. Spáð var góðu veðri á afmælisdaginn svo við drifum okkur í að senda út boð í grillveislu sem halda átti á fallegu útisvæði í Kópavogi. Á afmælisdaginn settist ég svo undir stýri, feðgarnir voru í góðum fíling, voru að spjalla, enda mikið tilhlökkunarefni að eiga afmæli. Ég var hins vegar frekar utan við mig. Ég setti í bakkgír og steig varlega á bensíngjöfina. Heyrði bílinn öskra á mig „bíb bíb bíb“ en náði ekki að stoppa í tæka tíð og bakkaði á bíl nágranna míns. Viðbragðið mitt var að hugsa: „Bíddu, bíb hljóðið kom svo seint í bílnum að ég náði ekki að stoppa“. Með þessari hugsun var ég að afsala mér ábyrgð. Ég ákvað þó að spyrja feðgana hvort bíb hljóðið hefði komið seint eða hvort þetta hefðu verið sein viðbrögð hjá mér. Þeir svöruðu báðir að ég hefði verið sein að bregðast við. Viðbragð mannsins míns var rólegt: „Þetta getur alltaf komið fyrir“. Viðbragð sonar míns var að verja mig: „Þessi bíll átti ekki að vera þarna . . . hann er svo stór . . . mamma þetta er allt í lagi þetta var ekki þér að kenna“. Þarna var sonur minn að verja mig og vildi koma ábyrgðinni af mér. Ég náði að svara honum rólega: „Veistu, þetta var mér að kenna og það er allt í lagi“. Ég sýndi honum skilning og þakkaði fyrir að hann hafi viljað vernda mig. Sagði honum að þetta voru mín mistök og að ég tæki ábyrgðina. Í framhaldi hringdum við þau símtöl sem við þurftum og héldum svo áfram för okkar í afmælisveisluna. Áþessari stundu tókst mér að grípa kennslustund í hversdagsleikanum. Kennslustundin var mikilvægi þess að taka ábyrgð, þakka fyrir stuðninginn og vera fyrirmynd í því sem við getum. Ég gat ekki breytt því að ég keyrði á en ég gat verið fyrirmynd í því hvernig ég tókst á við það. Þar sem ég hef komið því í vana að skoða tilfinningaviðbrögð mín við aðstæðum, þá varð það til þess að ég náði að bregðast meðvitað við og gat nýtt þessa reynslu sem kennslustund. Þegar ég gaf mér svo tíma til að ígrunda viðbrögð mín og feðganna þá áttaði ég mig betur á því hversu svipuð varnarviðbrögð áttu sér stað hjá okkur mæðginunum. Tekst mér það alltaf? Alls ekki. En með því að skoða samskipti okkar og viðbrögð okkar við þeim aukum við skilning okkar á sjálfum okkur og þeirri sögu sem við komum með í uppeldishlutverkið. Það hjálpar okkur síðan að eiga fleiri augnablik þar sem við náum að grípa okkur í hversdagsleikanum og læra af reynslunni. Hver eru varnarviðbrögð þín og hvað getur þú gert til að vera meðvitaðri um þau? Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun