Tveir bleikjustofnar taldir bestir til að þróa áfram sem eldisfisk Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2022 22:52 Einar Svavarsson er stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum. Sigurjón Ólason Eftir áratugarannsóknir á bleikjustofnum Íslands hefur kynbótastöðin á Hólum komist að þeirri niðurstöðu að tveir stofnar teljist bestir til fiskeldis. Annar kemur úr vatni á Norðurlandi en hinn úr vatnasvæði á Suðurlandi. Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Við háskólann þar, áður bændaskólann, hefur undanfarna þrjá áratugi verið unnið að kynbótum á bleikju. Markmiðið er að þróa stofn sem sameinar það að vera hagkvæmur í eldi og bragðgóður matfiskur fyrir neytendur. „Við erum búnir að ná verulegum árangri í vaxtarhraða. Það er sennilega um það bil búið að tvöfalda vaxtarhraða bleikjunnar á þessum árum,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum. Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason „Þetta byggir allt saman á því að Ísland er mjög auðugt af bleikju. Það eru ábyggilega um þúsund villtir bleikjustofnar á landinu. Þetta er auðlind sem við getum gengið í og náð í besta efniviðinn til að þróa svo áfram sem eldisfisk,“ segir stöðvarstjórinn. Auk þess að kynbæta stofninn framleiðir stöðin bleikjuhrogn til að skila árangrinum áfram. Þannig selur kynbótastöðin um 900 lítra af hrognum á ári til eldisstöðvanna í landinu. „Það er verið að framleiða um sex þúsund tonn á ári af bleikju. Það byggir á þessum kynbætta eldisstofni,“ segir Einar. Bleikja í eldiskeri.Einar Árnason En hvaða kemur þá besta bleikjan? „Sko, við eigum ábyggilega langt í land með að finna besta náttúrulega stofninn til eldis. Þeir eru svo margir að það eru ekki tök á því að bera það allt saman saman,“ svarar Einar. Menn hafi í upphafi byrjað með fimmtán bleikjustofna. Síðan hafi bestu sjö stofnarnir af þeim verið notaðir. Tveir þeirra þyki núna bera af. „Í þessum samanburði, þá komu tveir stofnar mjög vel út. Það var Ölvesvatnsstofn á Skaga hér í Skagafirði. Og hins vegar Grenlækjarstofn á Suðurlandi. Þessir stofnar, já, þeir stóðu svolítið upp úr.“ Bleikjustofnar úr Ölvesvatni og Grenlæk þykja standa upp úr við kynbætur á eldisbleikju.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt þessir tveir myndi kjarnann er öðrum stofnum jafnframt blandað inn. „Þessir stofnar eru allir búnir að blandast saman inn í kynbótaverkefninu og við köllum þetta svona kynbótastofninn,“ segir stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar á Hólum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað verður um Hóla í Hjaltadal í þættinum Um land allt næstkomandi mánudag. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Fiskeldi Skagafjörður Háskólar Vísindi Stangveiði Matvælaframleiðsla Matur Um land allt Landbúnaður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Við háskólann þar, áður bændaskólann, hefur undanfarna þrjá áratugi verið unnið að kynbótum á bleikju. Markmiðið er að þróa stofn sem sameinar það að vera hagkvæmur í eldi og bragðgóður matfiskur fyrir neytendur. „Við erum búnir að ná verulegum árangri í vaxtarhraða. Það er sennilega um það bil búið að tvöfalda vaxtarhraða bleikjunnar á þessum árum,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum. Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason „Þetta byggir allt saman á því að Ísland er mjög auðugt af bleikju. Það eru ábyggilega um þúsund villtir bleikjustofnar á landinu. Þetta er auðlind sem við getum gengið í og náð í besta efniviðinn til að þróa svo áfram sem eldisfisk,“ segir stöðvarstjórinn. Auk þess að kynbæta stofninn framleiðir stöðin bleikjuhrogn til að skila árangrinum áfram. Þannig selur kynbótastöðin um 900 lítra af hrognum á ári til eldisstöðvanna í landinu. „Það er verið að framleiða um sex þúsund tonn á ári af bleikju. Það byggir á þessum kynbætta eldisstofni,“ segir Einar. Bleikja í eldiskeri.Einar Árnason En hvaða kemur þá besta bleikjan? „Sko, við eigum ábyggilega langt í land með að finna besta náttúrulega stofninn til eldis. Þeir eru svo margir að það eru ekki tök á því að bera það allt saman saman,“ svarar Einar. Menn hafi í upphafi byrjað með fimmtán bleikjustofna. Síðan hafi bestu sjö stofnarnir af þeim verið notaðir. Tveir þeirra þyki núna bera af. „Í þessum samanburði, þá komu tveir stofnar mjög vel út. Það var Ölvesvatnsstofn á Skaga hér í Skagafirði. Og hins vegar Grenlækjarstofn á Suðurlandi. Þessir stofnar, já, þeir stóðu svolítið upp úr.“ Bleikjustofnar úr Ölvesvatni og Grenlæk þykja standa upp úr við kynbætur á eldisbleikju.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þótt þessir tveir myndi kjarnann er öðrum stofnum jafnframt blandað inn. „Þessir stofnar eru allir búnir að blandast saman inn í kynbótaverkefninu og við köllum þetta svona kynbótastofninn,“ segir stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar á Hólum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað verður um Hóla í Hjaltadal í þættinum Um land allt næstkomandi mánudag. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Fiskeldi Skagafjörður Háskólar Vísindi Stangveiði Matvælaframleiðsla Matur Um land allt Landbúnaður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13
Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. 1. október 2022 22:11
Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11