Vildi skipuleggja flug í frí en fékk bara miða í aðra áttina: „Þetta var algjört áfall“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 10:01 Jesper Juelsgård hefur leikið nánast alla leiki Vals á tímabilinu, frá upphafi til enda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård segir að sér hafi verið illa brugðið þegar hann fékk að vita það fyrir rúmri viku að hann yrði ekki áfram leikmaður knattspyrnuliðs Vals. Börn hans þrjú hafi verið komin inn í íslenska skólakerfið og hann reiknað með að búa áfram á Íslandi. Jesper fékk tíðindin fyrir rúmri viku, þegar hann hafði fengið fund til að ákveða dagsetningar fyrir flug heim til Danmerkur í frí eftir leiktíðina. „Áður en að við komumst í að ræða það var pappírunum fleygt á borðið og mér sagt að komið væri að leiðarlokum. Ég gæti skipulagt flug til Danmerkur en ekki til baka. Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu,“ segir Jesper í samtali við Vísi. Jesper gekk í raðir Vals í febrúar og skrifaði undir samning sem gilti út leiktíðina 2023. Valur nýtti hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum. Því er ljóst að þessi reynslumikli varnarmaður, sem á að baki tvo A-landsleiki fyrir Danmörku, yfirgefur félagið í lok leiktíðar en tvær umferðir eru enn eftir af Bestu deildinni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég mjög undrandi á þessu. Þetta var algjört áfall. Ég veit að það er ýmislegt að gerast og nýr þjálfari að mæta, en ég tel mig persónulega hafa átt mjög gott tímabil, þar sem ég spilaði nánast hverja mínútu, í mismunandi stöðum,“ segir Jesper sem spilað hefur undir stjórn Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar á leiktíðinni, nánast hvern einasta leik frá upphafi til enda. Jesper Juelsgård fagnar laglegu marki sínu gegn Víkingi fyrr í þessum mánuði.vísir/vilhelm Ekkert rætt við þriðja þjálfarann Valur er aðeins í 5. sæti Bestu deildarinnar og fyrir nokkru orðið ljóst að liðið nær ekki Evrópusæti, annað árið í röð. Arnar Grétarsson tekur við liðinu eftir tímabilið en Jesper segir nýja þjálfarann ekkert hafa rætt við sig. „Auðvitað er tímabilið sjálft ekki búið að vera nógu gott hjá liðinu, en mér finnst ég hafa sjálfur átt gott tímabil og þetta [að samningnum skyldi rift] kom mér því mjög á óvart.“ Börnin byrjuð í skóla Eins og fyrr segir hafði Jesper komið sér vel fyrir á Íslandi með sinni fjölskyldu en nú lítur út fyrir að þau haldi til Danmerkur. Ekki nema að íslenskt félag hafi samband á allra næstu dögum, með nægilega freistandi tilboð. „Það tók sinn tíma að koma sér fyrir á Íslandi en börnin eru byrjuð í leikskóla og grunnskóla og kunna vel við sig. Við vorum ekki með annað í huga en að vera hér áfram svo að þessi niðurstaða er sjokk. Við þurfum núna að ganga frá mörgum hlutum til að geta flutt heim til Danmerkur í lok október, ef þetta fer þannig. Ef að það hefur eitthvað félag samband [í dag] þá væri það bara frábært. Ég hef verið að skoða stöðuna með umboðsmanni mínum en eins og staðan er núna þá erum við bara að fara að byrja að pakka,“ segir Jesper sem er einn af nokkrum leikmönnum sem Valur hefur ákveðið að kveðja eftir tímabilið. Besta deildin framar væntingum Jesper á að baki yfir 100 leiki fyrir AGF í Danmörku og hefur einnig spilað með Midtjylland, Skive, Bröndby og Evian í Frakklandi. Hann segir styrkleika Bestu deildarinnar á Íslandi hafa verið meiri en hann reiknaði með: „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast þegar ég kom en getustigið hérna er nokkuð hátt. Mér finnst Valsliðið vera mjög gott, þó að við höfum ekki náð því sem við ætluðum okkur, en það hafa verið stórir og flottir leikir hérna og liðin virðast öll geta unnið hvert annað. Þetta fór fram úr mínum væntingum.“ Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Jesper fékk tíðindin fyrir rúmri viku, þegar hann hafði fengið fund til að ákveða dagsetningar fyrir flug heim til Danmerkur í frí eftir leiktíðina. „Áður en að við komumst í að ræða það var pappírunum fleygt á borðið og mér sagt að komið væri að leiðarlokum. Ég gæti skipulagt flug til Danmerkur en ekki til baka. Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu,“ segir Jesper í samtali við Vísi. Jesper gekk í raðir Vals í febrúar og skrifaði undir samning sem gilti út leiktíðina 2023. Valur nýtti hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum. Því er ljóst að þessi reynslumikli varnarmaður, sem á að baki tvo A-landsleiki fyrir Danmörku, yfirgefur félagið í lok leiktíðar en tvær umferðir eru enn eftir af Bestu deildinni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég mjög undrandi á þessu. Þetta var algjört áfall. Ég veit að það er ýmislegt að gerast og nýr þjálfari að mæta, en ég tel mig persónulega hafa átt mjög gott tímabil, þar sem ég spilaði nánast hverja mínútu, í mismunandi stöðum,“ segir Jesper sem spilað hefur undir stjórn Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar á leiktíðinni, nánast hvern einasta leik frá upphafi til enda. Jesper Juelsgård fagnar laglegu marki sínu gegn Víkingi fyrr í þessum mánuði.vísir/vilhelm Ekkert rætt við þriðja þjálfarann Valur er aðeins í 5. sæti Bestu deildarinnar og fyrir nokkru orðið ljóst að liðið nær ekki Evrópusæti, annað árið í röð. Arnar Grétarsson tekur við liðinu eftir tímabilið en Jesper segir nýja þjálfarann ekkert hafa rætt við sig. „Auðvitað er tímabilið sjálft ekki búið að vera nógu gott hjá liðinu, en mér finnst ég hafa sjálfur átt gott tímabil og þetta [að samningnum skyldi rift] kom mér því mjög á óvart.“ Börnin byrjuð í skóla Eins og fyrr segir hafði Jesper komið sér vel fyrir á Íslandi með sinni fjölskyldu en nú lítur út fyrir að þau haldi til Danmerkur. Ekki nema að íslenskt félag hafi samband á allra næstu dögum, með nægilega freistandi tilboð. „Það tók sinn tíma að koma sér fyrir á Íslandi en börnin eru byrjuð í leikskóla og grunnskóla og kunna vel við sig. Við vorum ekki með annað í huga en að vera hér áfram svo að þessi niðurstaða er sjokk. Við þurfum núna að ganga frá mörgum hlutum til að geta flutt heim til Danmerkur í lok október, ef þetta fer þannig. Ef að það hefur eitthvað félag samband [í dag] þá væri það bara frábært. Ég hef verið að skoða stöðuna með umboðsmanni mínum en eins og staðan er núna þá erum við bara að fara að byrja að pakka,“ segir Jesper sem er einn af nokkrum leikmönnum sem Valur hefur ákveðið að kveðja eftir tímabilið. Besta deildin framar væntingum Jesper á að baki yfir 100 leiki fyrir AGF í Danmörku og hefur einnig spilað með Midtjylland, Skive, Bröndby og Evian í Frakklandi. Hann segir styrkleika Bestu deildarinnar á Íslandi hafa verið meiri en hann reiknaði með: „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast þegar ég kom en getustigið hérna er nokkuð hátt. Mér finnst Valsliðið vera mjög gott, þó að við höfum ekki náð því sem við ætluðum okkur, en það hafa verið stórir og flottir leikir hérna og liðin virðast öll geta unnið hvert annað. Þetta fór fram úr mínum væntingum.“
Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira