Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 14:31 Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir málið sem rætt var í Bítinu á Bylgjunni í morgun vera hræðilega sorglegt. Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. Sædís Hrönn Samúelsdóttir greindi frá því í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun að hópur stúlkna hafi ráðist á tólf ára dóttur hennar í Smáralind. Sædís Hrönn lýst því hvernig um þrjátíu krakkar hafi tekið þátt í bæði líkamlegu og andlegu einelti gegn dóttur hennar í rúmt ár. Hópurinn samanstandi bæði af samnemendum í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði og krökkum úr öðrum skólum. Sædís Hrönn var spurð hvaða hjálp hún hafi fengið frá skólanum. „Ekkert voða mikla. Hún fer ekkert í skólann lengur.“ Hvernig upplifir þú þetta sem móðir? „Nánast eins og morðtilraun bara,“ segir Sædís Hrönn. Hún sagði lögreglu reyna að aðhafast í málinu eins og hún geti og þá aðstoði Barnavernd einnig. En staðan sé þó hálfvonlaus. Hræðilega sorglegt Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir málið hræðilega sorglegt. „Í þessu síbreytta samfélagi okkar þar sem aðgangur að samfélagsmiðlum býður upp á fjölbreyttari leiðir til að leggja í einelti. Við sem fullorðið sem fólk höfum ekki náð að fylgja alveg í takt við þessa miklu þróun sem þarna er. Því miður benda tölur til þess að einelti hafi ekki minnkað og jafnvel aukist eftir Covid.“ Því miður sé einelti þannig að oft sé erfitt fyrir fullorðna að koma auga á það. Kerfið verði að taka utan um þolendur Linda Hrönn segir að kerfið verði að taka utan um þolendur þess. „En við þurfum líka að hlúa að þeim sem eru að leggja aðra í einelti. Það eru líka börn. Og það eru börn sem eru oft í einhvers konar vanda sem veldur því að þau bregðast við og eru að beita svona ofbeldi í samskiptum.“ Frá Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Reglulegir fundir Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Hraunavallaskóla sem vísaði á Árdísi Ármannsdóttur upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Í skriflegu svari frá bænum segir lögregla og sveitarfélag vinni náið saman í öllum málum og reglubundið séu haldnir fundir þar sem farið sé yfir eðli mála, þróun og tölur. „Umræða og vaxandi áhyggjur vegna ofbeldis- og áhættuhegðunar heilt yfir í íslensku samfélagi skilaði sér í eflingu samstarfshóps innan sveitarfélagsins í upphafi árs 2022 sem í sitja fulltrúi lögreglu, fulltrúi barnaverndar, fulltrúi Brúarinnar, sálfræðingur og fagstjóri frístundastarfs og forvarna. Fagfólk sem vinnur þvert á stofnanir að málefnum barna og ungmenna og kallar til aðra fagaðila eftir því sem við á. Þar er þróun mála rædd og þær breytingar sem virðast vera að eiga sér stað í samfélaginu gagngert til að fyrirbyggja með fræðslu og forvörnum. Samfélagið og starfsfólk bæjarins sem vinnur með börnum og ungmennum er á tánum og meðvitað um mikilvægi tilkynninga og snemmtækrar íhlutunar. Tilkynning til barnaverndar er ekki kæra heldur fremur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn og/eða fjölskyldu,“ segir í skriflegu svari Hafnarfjarðar við fyrirspurn fréttastofu. Ennfremur segir að bærinn muni ekki tjá sig um einstaka mál. Þó segir að bærinn hafi ekki fengið upplýsingar þess efnis að samnemendur hafi verið í hópi geranda í þeirri alvarlegu árás sem myndbirt hefur verið í miðlunum. „Þessi átakanlega þróun virðist vera landlæg og upp kominn vandi sem íslenskt samfélag í heild þarf að bregðast við.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hafnarfjörður Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Sædís Hrönn Samúelsdóttir greindi frá því í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun að hópur stúlkna hafi ráðist á tólf ára dóttur hennar í Smáralind. Sædís Hrönn lýst því hvernig um þrjátíu krakkar hafi tekið þátt í bæði líkamlegu og andlegu einelti gegn dóttur hennar í rúmt ár. Hópurinn samanstandi bæði af samnemendum í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði og krökkum úr öðrum skólum. Sædís Hrönn var spurð hvaða hjálp hún hafi fengið frá skólanum. „Ekkert voða mikla. Hún fer ekkert í skólann lengur.“ Hvernig upplifir þú þetta sem móðir? „Nánast eins og morðtilraun bara,“ segir Sædís Hrönn. Hún sagði lögreglu reyna að aðhafast í málinu eins og hún geti og þá aðstoði Barnavernd einnig. En staðan sé þó hálfvonlaus. Hræðilega sorglegt Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir málið hræðilega sorglegt. „Í þessu síbreytta samfélagi okkar þar sem aðgangur að samfélagsmiðlum býður upp á fjölbreyttari leiðir til að leggja í einelti. Við sem fullorðið sem fólk höfum ekki náð að fylgja alveg í takt við þessa miklu þróun sem þarna er. Því miður benda tölur til þess að einelti hafi ekki minnkað og jafnvel aukist eftir Covid.“ Því miður sé einelti þannig að oft sé erfitt fyrir fullorðna að koma auga á það. Kerfið verði að taka utan um þolendur Linda Hrönn segir að kerfið verði að taka utan um þolendur þess. „En við þurfum líka að hlúa að þeim sem eru að leggja aðra í einelti. Það eru líka börn. Og það eru börn sem eru oft í einhvers konar vanda sem veldur því að þau bregðast við og eru að beita svona ofbeldi í samskiptum.“ Frá Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Reglulegir fundir Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Hraunavallaskóla sem vísaði á Árdísi Ármannsdóttur upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Í skriflegu svari frá bænum segir lögregla og sveitarfélag vinni náið saman í öllum málum og reglubundið séu haldnir fundir þar sem farið sé yfir eðli mála, þróun og tölur. „Umræða og vaxandi áhyggjur vegna ofbeldis- og áhættuhegðunar heilt yfir í íslensku samfélagi skilaði sér í eflingu samstarfshóps innan sveitarfélagsins í upphafi árs 2022 sem í sitja fulltrúi lögreglu, fulltrúi barnaverndar, fulltrúi Brúarinnar, sálfræðingur og fagstjóri frístundastarfs og forvarna. Fagfólk sem vinnur þvert á stofnanir að málefnum barna og ungmenna og kallar til aðra fagaðila eftir því sem við á. Þar er þróun mála rædd og þær breytingar sem virðast vera að eiga sér stað í samfélaginu gagngert til að fyrirbyggja með fræðslu og forvörnum. Samfélagið og starfsfólk bæjarins sem vinnur með börnum og ungmennum er á tánum og meðvitað um mikilvægi tilkynninga og snemmtækrar íhlutunar. Tilkynning til barnaverndar er ekki kæra heldur fremur beiðni um aðstoð fyrir viðkomandi barn og/eða fjölskyldu,“ segir í skriflegu svari Hafnarfjarðar við fyrirspurn fréttastofu. Ennfremur segir að bærinn muni ekki tjá sig um einstaka mál. Þó segir að bærinn hafi ekki fengið upplýsingar þess efnis að samnemendur hafi verið í hópi geranda í þeirri alvarlegu árás sem myndbirt hefur verið í miðlunum. „Þessi átakanlega þróun virðist vera landlæg og upp kominn vandi sem íslenskt samfélag í heild þarf að bregðast við.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hafnarfjörður Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04