Arnór, Jesper, Heiðar og Sebastian í burtu frá Val Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 13:32 Arnór Smárason kom til Vals fyrir tímabilið 2021 en mun brátt yfirgefa félagið. VÍSIR/VILHELM Valsmenn eru þegar komnir vel á veg með að móta þann leikmannahóp sem Arnar Grétarsson fær í hendurnar þegar hann tekur við sem þjálfari liðsins að loknu tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta. Valur hefur á undanförnum vikum samið við nokkra leikmenn sem voru að verða samningslausir en að minnsta kosti fjórir leikmenn eru hins vegar á förum frá félaginu þegar tímabilinu lýkur. Valur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi við danska varnarmanninn Jesper Juelsgård, sem kom til félagsins í byrjun árs og samdi um að spila með Val út tímabilið 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis komu tíðindin þessum reynslumikla leikmanni algjörlega í opna skjöldu. Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård er á förum frá Val.vísir/Diego Skagamaðurinn Arnór Smárason mun einnig yfirgefa Val eftir leiktíðina, eftir að hafa spilað með liðinu í tvö tímabil eftir sautján ár í atvinnumennsku. Samningur hans er að renna út. Samkvæmt upplýsingum Vísis er líklegt að Arnór gangi til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA, sem nú rambar á barmi falls niður í Lengjudeildina. Svíinn Sebastian Hedlund fer einnig frá Val, eftir að hafa spilað með liðinu í fimm ár og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Samkomulag um að Heiðar fari Þá komust Valur og Heiðar Ægisson að samkomulagi um að Heiðar hætti hjá félaginu eftir leiktíðina, ári eftir að hafa komið frá Stjörnunni. Samningar við Rasmus Christiansen og Lasse Petry eru einnig að renna út en ekki liggur ljóst fyrir hvort að þeir yfirgefi Hlíðarenda eða skrifi að nýju undir samning við félagið. Birkir Már Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val, Sebastian Hedlund mun fara eftir tímabilið, en óvissa ríkir varðandi Rasmus Christiansen.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Miðjumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson hefur verið hjá Val að láni frá danska félaginu Horsens á þessari leiktíð og mun hann vera að skoða sín mál en Valsmenn hafa áhuga á að halda honum. Valsmenn sitja sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, og missa því annað árið í röð af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2020. Þeir eru með 35 stig í 5. sæti og geta best náð 4. sæti en eru tveimur stigum á eftir KR og einu stigi fyrir ofan Stjörnuna. Ólafur Jóhannesson stýrir Val í síðustu umferðum Bestu deildarinnar, eins og hann hefur gert frá því að hann tók við af Heimi Guðjónssyni í júlí, þrátt fyrir að þegar hafi verið tilkynnt um það að Arnar, sem áður stýrði KA, taki svo við af Ólafi. Valur Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Valur hefur á undanförnum vikum samið við nokkra leikmenn sem voru að verða samningslausir en að minnsta kosti fjórir leikmenn eru hins vegar á förum frá félaginu þegar tímabilinu lýkur. Valur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi við danska varnarmanninn Jesper Juelsgård, sem kom til félagsins í byrjun árs og samdi um að spila með Val út tímabilið 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis komu tíðindin þessum reynslumikla leikmanni algjörlega í opna skjöldu. Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgård er á förum frá Val.vísir/Diego Skagamaðurinn Arnór Smárason mun einnig yfirgefa Val eftir leiktíðina, eftir að hafa spilað með liðinu í tvö tímabil eftir sautján ár í atvinnumennsku. Samningur hans er að renna út. Samkvæmt upplýsingum Vísis er líklegt að Arnór gangi til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA, sem nú rambar á barmi falls niður í Lengjudeildina. Svíinn Sebastian Hedlund fer einnig frá Val, eftir að hafa spilað með liðinu í fimm ár og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Samkomulag um að Heiðar fari Þá komust Valur og Heiðar Ægisson að samkomulagi um að Heiðar hætti hjá félaginu eftir leiktíðina, ári eftir að hafa komið frá Stjörnunni. Samningar við Rasmus Christiansen og Lasse Petry eru einnig að renna út en ekki liggur ljóst fyrir hvort að þeir yfirgefi Hlíðarenda eða skrifi að nýju undir samning við félagið. Birkir Már Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val, Sebastian Hedlund mun fara eftir tímabilið, en óvissa ríkir varðandi Rasmus Christiansen.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Miðjumaðurinn Ágúst Eðvald Hlynsson hefur verið hjá Val að láni frá danska félaginu Horsens á þessari leiktíð og mun hann vera að skoða sín mál en Valsmenn hafa áhuga á að halda honum. Valsmenn sitja sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir, og missa því annað árið í röð af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið 2020. Þeir eru með 35 stig í 5. sæti og geta best náð 4. sæti en eru tveimur stigum á eftir KR og einu stigi fyrir ofan Stjörnuna. Ólafur Jóhannesson stýrir Val í síðustu umferðum Bestu deildarinnar, eins og hann hefur gert frá því að hann tók við af Heimi Guðjónssyni í júlí, þrátt fyrir að þegar hafi verið tilkynnt um það að Arnar, sem áður stýrði KA, taki svo við af Ólafi.
Valur Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira