Frekari merki kólnunar á fasteignamarkaði Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2022 07:35 Framboð á íbúðum hefur þrefaldast síðan í febrúar. Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn heldur áfram að kólna en verulega hefur dregið úr hlutfalli íbúða sem seljast yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að lækka. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem kom út í dag. Þar segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi 44 prósent íbúða í fjölbýli selst yfir ásettu verði, samanborið við 53 prósent í júlí. 42 prósent sérbýla seljast yfir ásettu verði miðað við 48 prósent í júlí. Þegar mest var seldust 70 prósent íbúða í fjölbýli og 60 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst var 73,7 milljónir króna en í júní var það 76,4 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seljast að jafnaði á 66 milljónir króna en í sérbýli á 104,4 milljónir króna. Mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána er nú 62.300 krónur fyrir hverjar tíu milljónir sem eru teknar að láni. Fyrra hluta árs 2021 var mánaðarleg greiðslubyrði 37.700 krónur og gerir þetta því 65 prósent hækkun á greiðslubyrði á einu og hálfu ári. Samkvæmt íbúðatalningu HMS og Samtaka iðnaðarins eru 8.113 íbúðir í byggingu á landinu öllu. Í mars á þessu ári voru þær 7.260 talsins og í september í fyrra 6.001 talsins. Aukningin á einu ári er 35,2 prósent. HMS segir þetta vera merki um kólnandi fasteignamarkað og hefur viðsnúningurinn verið nokkuð hraður. Framboð íbúða eykst hratt og fer viðskiptum fækkandi. „Nokkuð ljóst er að það eigi eftir að draga verulega úr verðhækkunum sem hafa einkennt fasteignamarkaðinn á undanförnum árum en óvíst er hvort að fasteignaverð eigi eftir að lækka. Það veltur meðal annars á því að hve miklu leyti heimilin eru tilbúin til að fjármagna sig á verðtryggðum lánum,“ segir í skýrslunni. Framboð á íbúðum hefur þrefaldast frá því í febrúar og aukist um 89 prósent síðan í lok júlí. Neytendur Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem kom út í dag. Þar segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi 44 prósent íbúða í fjölbýli selst yfir ásettu verði, samanborið við 53 prósent í júlí. 42 prósent sérbýla seljast yfir ásettu verði miðað við 48 prósent í júlí. Þegar mest var seldust 70 prósent íbúða í fjölbýli og 60 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst var 73,7 milljónir króna en í júní var það 76,4 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seljast að jafnaði á 66 milljónir króna en í sérbýli á 104,4 milljónir króna. Mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána er nú 62.300 krónur fyrir hverjar tíu milljónir sem eru teknar að láni. Fyrra hluta árs 2021 var mánaðarleg greiðslubyrði 37.700 krónur og gerir þetta því 65 prósent hækkun á greiðslubyrði á einu og hálfu ári. Samkvæmt íbúðatalningu HMS og Samtaka iðnaðarins eru 8.113 íbúðir í byggingu á landinu öllu. Í mars á þessu ári voru þær 7.260 talsins og í september í fyrra 6.001 talsins. Aukningin á einu ári er 35,2 prósent. HMS segir þetta vera merki um kólnandi fasteignamarkað og hefur viðsnúningurinn verið nokkuð hraður. Framboð íbúða eykst hratt og fer viðskiptum fækkandi. „Nokkuð ljóst er að það eigi eftir að draga verulega úr verðhækkunum sem hafa einkennt fasteignamarkaðinn á undanförnum árum en óvíst er hvort að fasteignaverð eigi eftir að lækka. Það veltur meðal annars á því að hve miklu leyti heimilin eru tilbúin til að fjármagna sig á verðtryggðum lánum,“ segir í skýrslunni. Framboð á íbúðum hefur þrefaldast frá því í febrúar og aukist um 89 prósent síðan í lok júlí.
Neytendur Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira